Svolítið eins og að spila með Bítlunum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. október 2013 10:00 "Núna eru fjórar sýningar á myndum eftir mig í gangi í Evrópu; tvær í Þýskalandi, ein í Póllandi og svo er ein í Svíþjóð,“ segir Ragnar. Fréttablaðið/GVA Í nóvember er væntanlegt úrval ljósmynda Ragnars Axelssonar í ritröðinni Photo Poche, sem álitin er áhrifamesta ritröð um sögu ljósmyndunar í heiminum. „Ég er voða rólegur yfir þessu, en get auðvitað ekki annað en verið stoltur yfir þessu vali þeirra,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari, spurður hvernig tilfinning það sé að vera settur á stall með bestu ljósmyndurum sögunnar. „Ég held að þessi bókaflokkur sé mest seldu ljósmyndabækur í heiminum,“ segir Ragnar. Í nóvember er væntanlegt úrval ljósmynda Ragnars Axelssonar í ritröðinni Photo Poche, sem álitin er áhrifamesta ritröð um sögu ljósmyndunar í heiminum. Um er að ræða bókaflokk sem hóf göngu sína í Frakklandi árið 1982 en hefur komið út á mörgum tungumálum, til að mynda á ensku hjá hinni þekktu bókaútgáfu Thames & Hudson. Ragnar er fjórði Norðurlandabúinn sem valinn er í ritröð Photo Poche, en fyrir eru úrvalsbækur með myndum Svíanna Anders Petersen og Christers Strömholm og höfuðljósmyndara Finna, Pentti Sammallahti. Spurður hvort hann hafi haft eitthvað um val myndanna í bókinni að segja verður Ragnar hálfhneykslaður. „Nei, ég sendi þeim bara fullt af myndum og þeir sáu alfarið um valið. Þetta er svolítið eins og að spila með Bítlunum, þeir ráða auðvitað hvaða lag er spilað og maður er bara glaður að fá að vera með.“ Markmið ritraðarinnar Photo Poche er að taka saman í handhægum og ódýrum bókum verk helstu áhrifavalda ljósmyndasögunnar, jafnt frumkvöðla ljósmyndunar á nítjándu öld, sem þeirra ljósmyndara sem mótuðu miðilinn mest á þeirri tuttugustu. Á seinni árum hafa svo yngri ljósmyndarar bæst í hópinn sem taldir eru hafa með verkum sínum bætt nýjum víddum við sögu miðilsins og eflt ljósmyndina sem sérstakt tjáningarform. Með vali á ljósmyndurum í röðina er viðkomandi settur á stall sem einn af höfuðljósmyndurum sögunnar. Hefur valið einhver áhrif á markaðssetningu á verkunum þínum? „Ég veit það ekki, undanfarið hefur beiðnum um sýningar erlendis fjölgað mjög mikið og núna eru fjórar sýningar á myndum eftir mig í gangi í Evrópu; tvær í Þýskalandi, ein í Póllandi og svo er ein í Svíþjóð. Ég er auðvitað óskaplega ánægður með það, en það er ansi mikil vinna sem fylgir svona sýningarhaldi. Sýningarnar í Þýskalandi og Póllandi fara síðan á flakk á næstu árum og svo er verið að spá og spekúlera í ýmsum hlutum í framhaldinu.“ Ragnar segir viðhorfið til ljósmyndunar allt annað erlendis en hér heima. „Reyndar finn ég mikinn hlýhug frá Íslendingum almennt, en í menningargeiranum er ljósmyndun ekki talin með. Það er þó aðeins farið að breytast og sú þróun heldur vonandi áfram.“ Bókaútgáfan Crymogea hefur samið við Actes Sud og Thames & Hudson um sérstaka útgáfu bókarinnar á ensku fyrir íslenskan markað og er það í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt. Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í nóvember er væntanlegt úrval ljósmynda Ragnars Axelssonar í ritröðinni Photo Poche, sem álitin er áhrifamesta ritröð um sögu ljósmyndunar í heiminum. „Ég er voða rólegur yfir þessu, en get auðvitað ekki annað en verið stoltur yfir þessu vali þeirra,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari, spurður hvernig tilfinning það sé að vera settur á stall með bestu ljósmyndurum sögunnar. „Ég held að þessi bókaflokkur sé mest seldu ljósmyndabækur í heiminum,“ segir Ragnar. Í nóvember er væntanlegt úrval ljósmynda Ragnars Axelssonar í ritröðinni Photo Poche, sem álitin er áhrifamesta ritröð um sögu ljósmyndunar í heiminum. Um er að ræða bókaflokk sem hóf göngu sína í Frakklandi árið 1982 en hefur komið út á mörgum tungumálum, til að mynda á ensku hjá hinni þekktu bókaútgáfu Thames & Hudson. Ragnar er fjórði Norðurlandabúinn sem valinn er í ritröð Photo Poche, en fyrir eru úrvalsbækur með myndum Svíanna Anders Petersen og Christers Strömholm og höfuðljósmyndara Finna, Pentti Sammallahti. Spurður hvort hann hafi haft eitthvað um val myndanna í bókinni að segja verður Ragnar hálfhneykslaður. „Nei, ég sendi þeim bara fullt af myndum og þeir sáu alfarið um valið. Þetta er svolítið eins og að spila með Bítlunum, þeir ráða auðvitað hvaða lag er spilað og maður er bara glaður að fá að vera með.“ Markmið ritraðarinnar Photo Poche er að taka saman í handhægum og ódýrum bókum verk helstu áhrifavalda ljósmyndasögunnar, jafnt frumkvöðla ljósmyndunar á nítjándu öld, sem þeirra ljósmyndara sem mótuðu miðilinn mest á þeirri tuttugustu. Á seinni árum hafa svo yngri ljósmyndarar bæst í hópinn sem taldir eru hafa með verkum sínum bætt nýjum víddum við sögu miðilsins og eflt ljósmyndina sem sérstakt tjáningarform. Með vali á ljósmyndurum í röðina er viðkomandi settur á stall sem einn af höfuðljósmyndurum sögunnar. Hefur valið einhver áhrif á markaðssetningu á verkunum þínum? „Ég veit það ekki, undanfarið hefur beiðnum um sýningar erlendis fjölgað mjög mikið og núna eru fjórar sýningar á myndum eftir mig í gangi í Evrópu; tvær í Þýskalandi, ein í Póllandi og svo er ein í Svíþjóð. Ég er auðvitað óskaplega ánægður með það, en það er ansi mikil vinna sem fylgir svona sýningarhaldi. Sýningarnar í Þýskalandi og Póllandi fara síðan á flakk á næstu árum og svo er verið að spá og spekúlera í ýmsum hlutum í framhaldinu.“ Ragnar segir viðhorfið til ljósmyndunar allt annað erlendis en hér heima. „Reyndar finn ég mikinn hlýhug frá Íslendingum almennt, en í menningargeiranum er ljósmyndun ekki talin með. Það er þó aðeins farið að breytast og sú þróun heldur vonandi áfram.“ Bókaútgáfan Crymogea hefur samið við Actes Sud og Thames & Hudson um sérstaka útgáfu bókarinnar á ensku fyrir íslenskan markað og er það í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt.
Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp