Alicja Kwade sýnir í i8 Ólöf Skaftadóttir skrifar 31. október 2013 13:00 Alicja hefur mikinn áhuga á spurningum eðlisfræðinnar. mynd/stefán Í dag opnar hin pólska Alicja Kwade sýninguna Fastastjörnur og önnur skilyrði í gallerí i8 í Tryggvagötu. Sýningin samanstendur af skúlptúrum og innsetningum, en Alicja hefur hlotið fjölda viðurkenninga á undanförnum árum fyrir verk sín. Alicja spilar saman fundnum hlutum, úr nánasta umhverfi eða keyptir á Ebay, og hinum ýmsu iðnaðarefnum. Verkin búa yfir formrænum eiginleikum höggmyndalistarinnar og eiga sér rætur í naumhyggju. Hún hefur áhuga á vísindalegum fyrirbærum og vangaveltum. „Ég er ekki vísindamaður, heldur listamaður – en ég hef gríðarlega mikinn áhuga á sumum þeim spurningum sem eðlisfræðin spyr og hvernig er reynt að svara þeim. Ætli ég hafi ekki mestan áhuga á því sem enginn, ekki einu sinni eðlisfræðilögmál, geta úskýrt,“ segir Alicja. En verk hennar leitast við að meðhöndla hluti, ferla og hugmyndir með aðferðum sem gjarnan ganga á hólm við lögmál eðlisfræðinnar. Hún leitar þannig einfaldra leiða til að komast að skilningi á veruleikanum þar sem viðteknum venjum og efniviði er raðað upp á nýtt. „Ég leyfi mér líka að draga í efa menningarleg stigveldi og gildi með því að gefa hlutunum óhefðbundin hlutverk og með því að rýna í eðlislæga eiginleika efniviðar þeirra,“ segir Alicja jafnframt. „Hefðbundin menningarhlutverk og nytjahlutverk eru eitthvað sem mannkynið bjó til einfaldlega því það hentaði,“ útskýrir hún. Alicja Kwade hlaut Robert Jacobsen Prize árið 2010 og Piepenbrock Prize fyrir skúlptúra árið 2008. Hún er fædd árið 1979 í Katowice í Póllandi en býr nú og starfar í Berlín. Eitt verkanna sem verða til sýnis heitir Þungavigt ljóssins. Í verkinu er ílöngum hlutum úr ýmsum iðnaðarefnum – svo sem bronsi, kopar og viði - vandlega stillt upp við hliðina á plötum úr stáli og spegilgleri. Þar sem hver eining innsetningarinnar er beygð í níutíu gráður niður eftir vegg og fram á gólf umbreytast venjubundnir eiginleikar efniviðarins; efni sem alla jafna eru hörð verða mjúk eða fljótandi og virðast renna á þokkafullt niður vegginn og út á gólfið. Sýningin stendur yfir til 14. desember. Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Í dag opnar hin pólska Alicja Kwade sýninguna Fastastjörnur og önnur skilyrði í gallerí i8 í Tryggvagötu. Sýningin samanstendur af skúlptúrum og innsetningum, en Alicja hefur hlotið fjölda viðurkenninga á undanförnum árum fyrir verk sín. Alicja spilar saman fundnum hlutum, úr nánasta umhverfi eða keyptir á Ebay, og hinum ýmsu iðnaðarefnum. Verkin búa yfir formrænum eiginleikum höggmyndalistarinnar og eiga sér rætur í naumhyggju. Hún hefur áhuga á vísindalegum fyrirbærum og vangaveltum. „Ég er ekki vísindamaður, heldur listamaður – en ég hef gríðarlega mikinn áhuga á sumum þeim spurningum sem eðlisfræðin spyr og hvernig er reynt að svara þeim. Ætli ég hafi ekki mestan áhuga á því sem enginn, ekki einu sinni eðlisfræðilögmál, geta úskýrt,“ segir Alicja. En verk hennar leitast við að meðhöndla hluti, ferla og hugmyndir með aðferðum sem gjarnan ganga á hólm við lögmál eðlisfræðinnar. Hún leitar þannig einfaldra leiða til að komast að skilningi á veruleikanum þar sem viðteknum venjum og efniviði er raðað upp á nýtt. „Ég leyfi mér líka að draga í efa menningarleg stigveldi og gildi með því að gefa hlutunum óhefðbundin hlutverk og með því að rýna í eðlislæga eiginleika efniviðar þeirra,“ segir Alicja jafnframt. „Hefðbundin menningarhlutverk og nytjahlutverk eru eitthvað sem mannkynið bjó til einfaldlega því það hentaði,“ útskýrir hún. Alicja Kwade hlaut Robert Jacobsen Prize árið 2010 og Piepenbrock Prize fyrir skúlptúra árið 2008. Hún er fædd árið 1979 í Katowice í Póllandi en býr nú og starfar í Berlín. Eitt verkanna sem verða til sýnis heitir Þungavigt ljóssins. Í verkinu er ílöngum hlutum úr ýmsum iðnaðarefnum – svo sem bronsi, kopar og viði - vandlega stillt upp við hliðina á plötum úr stáli og spegilgleri. Þar sem hver eining innsetningarinnar er beygð í níutíu gráður niður eftir vegg og fram á gólf umbreytast venjubundnir eiginleikar efniviðarins; efni sem alla jafna eru hörð verða mjúk eða fljótandi og virðast renna á þokkafullt niður vegginn og út á gólfið. Sýningin stendur yfir til 14. desember.
Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira