Drukkinn ísbjörn vekur mikla athygli 7. nóvember 2013 13:45 Jólapeysan Drukkinn ísbjörn prýðir jólapeysu ársins hjá Sigga Hlö. MYND/DANÍEL Útvarpsmaðurinn og gleðipinninn Siggi Hlö er einn þeirra sem finnast gaman að klæðast sérstökum jólapeysum. Hann hefur um nokkurra ára skeið frumsýnt nýja jólapeysu fyrir jólin og er árið í ár engin undantekning auk þess sem hann tekur þátt í keppni Barnaheilla um jólapeysu ársins. „Fjölskylda, vinir og vinnufélagar líta á jólapeysuna mína sem fastan lið fyrir jólin. Í ár prýðir jólapeysuna mína drukkinn ísbjörn sem slapp blessunarlega við að synda til Íslands til þess eins að verða skotinn. Peysan er fagurblá og vel til þess fallin að styðja við bakið á Barnaheillum.“ Siggi kaupir allar jólapeysurnar sínar í Englandi en að hans sögn hafa vinsældir jólapeysunnar aukist mikið þar í landi undanfarin ár og eru þær seldar víða. „Ég held að kvikmyndin Bridget Jones‘s Diary hafi haft mikið um það að segja en í kvikmyndinni klæðist leikarinn Colin Firth einstaklega ljótri jólapeysu. Þetta byrjaði nú hjá mér eins og hvert annað flipp og ekki skemmir fyrir að finna verulega ljótar jólapeysur. Eiginlega má segja að því ljótari sem þær eru því fallegri séu þær.“Siggi Hlö hefur átt skrautlegar jólapeysur undanfarin ár.Kemur fáum á óvart Litir og mynstur jólapeysa síðustu ára hafa verið með ýmsu móti. „Ég hef átt hvítar, rauðar og bláar jólapeysur og með ýmsu mynstri, svo sem jólasveinum og hreindýrunum sívinsælu. Ísbjörninn sem prýðir peysu ársins er búinn að drekka yfir sig og er með jólasveinahúfu á hausnum.“ Siggi er þekktur fyrir léttleika og skemmtilegheit og því kom það fáum á óvart þegar hann hóf að klæðast litfögrum jólapeysum. „Það er svo gaman að því að standa í þessu. Þeir sem hafa spilað golf með mér vita að ég er þekktur fyrir að spila í skrítnum golfbuxum. Sama má segja um vinnufélaga og viðskiptavini, maður reynir að birtast í henni sem víðast. Það er líka oft gott að hefja samræður við ókunnugt fólk þegar maður klæðist peysunni. Allir vilja forvitnast um hana og hvert tilefni hennar er. Mér sýnist bara vera almenn ánægja með þessar peysur mínar og þær þykja skemmtilegar.“Rúdolf er alltaf klassískur.Spurður hvað fjölskyldunni þótti um áhugamálið segir Siggi hana vera öllu vana hvað ný uppátæki hans varðar. „Fjölskylda mín er öllu vön þegar kemur að karlinum og uppátækjum hans. Maður er stöðugt að fara fram úr sér í flippinu en þetta er auðvitað bara fyrir menn með mikið sjálfstraust að standa í þessu. Það eru ekki margir sem hafa tekið þennan sið upp eftir mér sem er fínt. Mér finnst gaman að standa einn í þessu enda þarf ég mína athygli.“Peysan seld fyrir rétt verð Inni á síðu Barnaheilla, barnaheill.is, má heita á Sigga Hlö og fleiri einstaklinga og lið sem keppa um jólapeysu ársins. Sá sem safnar hæstu fjárhæðinni vinnur en einnig verða veitt ýmis verðlaun í nokkrum flokkum, til dæmis nördapeysan, frumlegasta peysan og ljótasta peysan.Fjölskylda Sigga er öllu vön þegar kemur að karlinum og uppátækjum hans.„Ég tek þátt til að styrkja gott málefni. Svo má vel vera að ég sé tilbúinn til að selja einhverjum jólapeysuna til styrktar Barnaheillum en það þarf þá að vera alvöru upphæð.“ Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Útvarpsmaðurinn og gleðipinninn Siggi Hlö er einn þeirra sem finnast gaman að klæðast sérstökum jólapeysum. Hann hefur um nokkurra ára skeið frumsýnt nýja jólapeysu fyrir jólin og er árið í ár engin undantekning auk þess sem hann tekur þátt í keppni Barnaheilla um jólapeysu ársins. „Fjölskylda, vinir og vinnufélagar líta á jólapeysuna mína sem fastan lið fyrir jólin. Í ár prýðir jólapeysuna mína drukkinn ísbjörn sem slapp blessunarlega við að synda til Íslands til þess eins að verða skotinn. Peysan er fagurblá og vel til þess fallin að styðja við bakið á Barnaheillum.“ Siggi kaupir allar jólapeysurnar sínar í Englandi en að hans sögn hafa vinsældir jólapeysunnar aukist mikið þar í landi undanfarin ár og eru þær seldar víða. „Ég held að kvikmyndin Bridget Jones‘s Diary hafi haft mikið um það að segja en í kvikmyndinni klæðist leikarinn Colin Firth einstaklega ljótri jólapeysu. Þetta byrjaði nú hjá mér eins og hvert annað flipp og ekki skemmir fyrir að finna verulega ljótar jólapeysur. Eiginlega má segja að því ljótari sem þær eru því fallegri séu þær.“Siggi Hlö hefur átt skrautlegar jólapeysur undanfarin ár.Kemur fáum á óvart Litir og mynstur jólapeysa síðustu ára hafa verið með ýmsu móti. „Ég hef átt hvítar, rauðar og bláar jólapeysur og með ýmsu mynstri, svo sem jólasveinum og hreindýrunum sívinsælu. Ísbjörninn sem prýðir peysu ársins er búinn að drekka yfir sig og er með jólasveinahúfu á hausnum.“ Siggi er þekktur fyrir léttleika og skemmtilegheit og því kom það fáum á óvart þegar hann hóf að klæðast litfögrum jólapeysum. „Það er svo gaman að því að standa í þessu. Þeir sem hafa spilað golf með mér vita að ég er þekktur fyrir að spila í skrítnum golfbuxum. Sama má segja um vinnufélaga og viðskiptavini, maður reynir að birtast í henni sem víðast. Það er líka oft gott að hefja samræður við ókunnugt fólk þegar maður klæðist peysunni. Allir vilja forvitnast um hana og hvert tilefni hennar er. Mér sýnist bara vera almenn ánægja með þessar peysur mínar og þær þykja skemmtilegar.“Rúdolf er alltaf klassískur.Spurður hvað fjölskyldunni þótti um áhugamálið segir Siggi hana vera öllu vana hvað ný uppátæki hans varðar. „Fjölskylda mín er öllu vön þegar kemur að karlinum og uppátækjum hans. Maður er stöðugt að fara fram úr sér í flippinu en þetta er auðvitað bara fyrir menn með mikið sjálfstraust að standa í þessu. Það eru ekki margir sem hafa tekið þennan sið upp eftir mér sem er fínt. Mér finnst gaman að standa einn í þessu enda þarf ég mína athygli.“Peysan seld fyrir rétt verð Inni á síðu Barnaheilla, barnaheill.is, má heita á Sigga Hlö og fleiri einstaklinga og lið sem keppa um jólapeysu ársins. Sá sem safnar hæstu fjárhæðinni vinnur en einnig verða veitt ýmis verðlaun í nokkrum flokkum, til dæmis nördapeysan, frumlegasta peysan og ljótasta peysan.Fjölskylda Sigga er öllu vön þegar kemur að karlinum og uppátækjum hans.„Ég tek þátt til að styrkja gott málefni. Svo má vel vera að ég sé tilbúinn til að selja einhverjum jólapeysuna til styrktar Barnaheillum en það þarf þá að vera alvöru upphæð.“
Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira