Birgi dreymir um að komast á PGA-mótaröðina Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Farinn til Bandaríkjanna. Birgir Leifur Hafþórsson heldur ótrauður áfram þrátt fyrir vonbrigði gærdagsins. fréttablaðið/stefán „Þetta er vissulega mjög súrt og töluverð vonbrigði,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson sem lauk í gær keppni á öðru stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina en leikið var í Tarragona á Spáni. Birgir Leifur lék aðeins eina holu í gær en fresta varð keppni á þriðjudaginn vegna veðurs og þá átti Birgir aðeins eftir að leika eina holu á lokahringnum. Samtals fór kylfingurinn hringina fjóra á þremur höggum undir pari og vantaði aðeins eitt högg til að komast í bráðabana um laust sæti á lokastigi úrtökumótsins fyrir hina vinsælu Evrópumótaröð. „Það var nokkuð skrýtið að spila bara eina holu í dag og klára hringinn á tveimur dögum. Veðrið í dag var alltof gott og alls ekki mér í hag þar sem ég átti aðeins eina holu eftir. Ég lék síðasta hringinn í raun í virkilega slæmu veðri. Aðrir kylfingar fengu þar af leiðandi ákveðið forskot á mig í dag. Ég hefði haft mun meiri möguleika ef allir hefðu klárað síðasta hringinn við þessar aðstæður sem voru á þriðjudaginn.“ Birgir lék hringina fjóra á 281 höggi og hefði hann fengið fleiri holur við betri aðstæður í gær er spurning hvort Íslendingurinn hefði unnið upp eitt til tvö högg sem upp á vantaði. „Spilamennska mín var nokkuð stöðug á þessu móti en mér fannst ég samt sem áður alltaf skilja eftir tvö til þrjú högg á hverjum hring. Ég átti aðeins of mikið inni að mínu mati. Það má svo lítið út af bera í svona mótum. Það eru allir svo jafnir og lítið pláss fyrir mistök.“ Núna er förinni heitið til Bandaríkjanna þar sem kylfingurinn mun reyna fyrir sér á úrtökumóti fyrir Web.com-mótaröðina. „Ég er kominn á annað stig af þremur í þeirri forkeppni og mun taka þátt í móti í lok nóvember. Bandaríkjamenn hafa lagt niður öll úrtökumót fyrir PGA-mótaröðina og eru með aðra stóra mótaröð sem kallast Web.com-mótaröðin. Góður árangur á þeirri mótaröð gæti komið manni að lokum í PGA-mótaröðina og það er auðvitað það sem alla kylfinga dreymir um. Web.com er svakalega flott mótaröð sem er leikin útum allt í Bandaríkjunum og suður til Suður-Ameríku. Það eru miklir peningar á þessum mótum og góður stökkpallur fyrir mann.“ Birgir Leifur er mjög bjartsýnn á framhaldið og telur að stöðugur leikur sé lykillinn að góðum árangri. Leikur Íslendingsins hefur verið mjög stöðugur undanfarna mánuði. Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Þetta er vissulega mjög súrt og töluverð vonbrigði,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson sem lauk í gær keppni á öðru stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina en leikið var í Tarragona á Spáni. Birgir Leifur lék aðeins eina holu í gær en fresta varð keppni á þriðjudaginn vegna veðurs og þá átti Birgir aðeins eftir að leika eina holu á lokahringnum. Samtals fór kylfingurinn hringina fjóra á þremur höggum undir pari og vantaði aðeins eitt högg til að komast í bráðabana um laust sæti á lokastigi úrtökumótsins fyrir hina vinsælu Evrópumótaröð. „Það var nokkuð skrýtið að spila bara eina holu í dag og klára hringinn á tveimur dögum. Veðrið í dag var alltof gott og alls ekki mér í hag þar sem ég átti aðeins eina holu eftir. Ég lék síðasta hringinn í raun í virkilega slæmu veðri. Aðrir kylfingar fengu þar af leiðandi ákveðið forskot á mig í dag. Ég hefði haft mun meiri möguleika ef allir hefðu klárað síðasta hringinn við þessar aðstæður sem voru á þriðjudaginn.“ Birgir lék hringina fjóra á 281 höggi og hefði hann fengið fleiri holur við betri aðstæður í gær er spurning hvort Íslendingurinn hefði unnið upp eitt til tvö högg sem upp á vantaði. „Spilamennska mín var nokkuð stöðug á þessu móti en mér fannst ég samt sem áður alltaf skilja eftir tvö til þrjú högg á hverjum hring. Ég átti aðeins of mikið inni að mínu mati. Það má svo lítið út af bera í svona mótum. Það eru allir svo jafnir og lítið pláss fyrir mistök.“ Núna er förinni heitið til Bandaríkjanna þar sem kylfingurinn mun reyna fyrir sér á úrtökumóti fyrir Web.com-mótaröðina. „Ég er kominn á annað stig af þremur í þeirri forkeppni og mun taka þátt í móti í lok nóvember. Bandaríkjamenn hafa lagt niður öll úrtökumót fyrir PGA-mótaröðina og eru með aðra stóra mótaröð sem kallast Web.com-mótaröðin. Góður árangur á þeirri mótaröð gæti komið manni að lokum í PGA-mótaröðina og það er auðvitað það sem alla kylfinga dreymir um. Web.com er svakalega flott mótaröð sem er leikin útum allt í Bandaríkjunum og suður til Suður-Ameríku. Það eru miklir peningar á þessum mótum og góður stökkpallur fyrir mann.“ Birgir Leifur er mjög bjartsýnn á framhaldið og telur að stöðugur leikur sé lykillinn að góðum árangri. Leikur Íslendingsins hefur verið mjög stöðugur undanfarna mánuði.
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira