Húðflúr með persónu úr Breaking Bad Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Gunnar Valdimarsson, húðflúrari, langar að gera flúr með Jesse Pinkman úr Breaking Bad þáttunum vinsælu. Í stöðuuppfærslu á Facebook reifaði Gunnar Valdimarsson húðflúrari hugmyndir um að gera flúr með uppáhaldspersónunum sínum úr hinum geysivinsælu Breaking Bad-sjónvarpsþáttum. Einn aðdáandi Gunnars, Hafþór Eggertsson, greip hugmyndina á lofti og hafði samband við Gunnar. Úr varð stórglæsilegt húðflúr af persónunni Jesse Pinkman, sem leikinn er af Aaron Paul. Húðflúr af hinni aðalpersónunni, Walter White sem Bryan Cranston leikur, er næst á dagskrá. „Ég sá stöðuuppfærslu Gunnars á Facebook og ákvað að stökkva á þetta,“ segir Hafþór sem segist mikill aðdáandi þáttanna. „Ég er bæði aðdáandi Gunnars og Breaking Bad-þáttanna þannig að ég er ótrúlega ánægður með þetta. Jesse Pinkman er í miklu uppáhaldi, ásamt Walter White,“ segir Hafþór en segist samt ekki sjá sjálfan sig í Pinkman, sem er glæpamaður. „Mér finnst þetta fyrst og fremst ótrúlega vel sköpuð persóna og vel leikin af Aaron Paul.“ Hafþór Eggertsson er mikill aðdáandi Breaking Bad og getur ekki beðið eftir að fá flúr af Walter White.Hafþór er algjörlega í skýjunum með húðflúrlistamanninn Gunnar, sem er gríðarlega vinsæll á sínu sviði. „Ef ég mætti ráða væru öll flúrin mín eftir Gunnar, en maður getur ekki alltaf fengið það sem maður vill,“ segir Hafþór. Hafþór, sem er 18 ára gamall, fékk sér sitt fyrsta húðflúr í vor og hefur nú heldur betur bætt í safnið. „Maður verður alveg háður þessu. Ég er búinn að fá húðflúr á báða handleggina, handarbakið og nú kálfann. Eftir að Gunnar kláraði Jesse Pinkman-flúrið langaði mig strax í meira,“ segir Hafþór og hlakkar til að láta flúra andlit Walters White á sig. „Ég get ekki beðið að fá annað húðflúr frá Gunnari, hann er algjörlega í heimsklassa.“ Gunnar er sjálfur mikill aðdáandi Breaking Bad-þáttanna. „Eftir að hafa horft á lokaþáttinn fór ég á Facebook og setti fram einhverja hugmynd sem komst svo á flug,“ segir Gunnar og bætir við að Hafþór hafi komið með skemmtilegar hugmyndir sem honum hafi litist vel á. „Nokkrir höfðu samband vegna þessara pælinga en mér leist best á hugmyndir Hafþórs.“ Gunnar hefur haft samband við Aaron Paul leikara, enda ætti hann að hafa áhuga á því að andlit hans sé flúrað á kálfa annars manns. „Ég fylgist með honum á netinu. Hann er áhugasamur um Breaking Bad-húðflúr. Þannig að ég ákvað að senda honum mynd af þessu, en hann hefur ekki enn svarað. Ég bíð bara spenntur.“ Greinilegt er að þeir sem eru áhugasamir um verk Gunnars þurfa að fylgjast með honum á Facebook. „Já, ég fæ fullt af húðflúrshugmyndum sendar frá fólki. Ef mér líkar við hugmyndina og sé þetta fyrir mér þá hefst ég handa,“ segir Gunnar og hvetur fólk til að senda sér hugmyndir. Hafþór sér allavega ekki eftir því. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir mánuði að ég væri kominn með húðflúr af Jesse Pinkman eftir Gunnar Valdimarsson hefði ég ekki trúað honum.“Hafþór er búinn að safna flúrum síðan í vor. Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira
Í stöðuuppfærslu á Facebook reifaði Gunnar Valdimarsson húðflúrari hugmyndir um að gera flúr með uppáhaldspersónunum sínum úr hinum geysivinsælu Breaking Bad-sjónvarpsþáttum. Einn aðdáandi Gunnars, Hafþór Eggertsson, greip hugmyndina á lofti og hafði samband við Gunnar. Úr varð stórglæsilegt húðflúr af persónunni Jesse Pinkman, sem leikinn er af Aaron Paul. Húðflúr af hinni aðalpersónunni, Walter White sem Bryan Cranston leikur, er næst á dagskrá. „Ég sá stöðuuppfærslu Gunnars á Facebook og ákvað að stökkva á þetta,“ segir Hafþór sem segist mikill aðdáandi þáttanna. „Ég er bæði aðdáandi Gunnars og Breaking Bad-þáttanna þannig að ég er ótrúlega ánægður með þetta. Jesse Pinkman er í miklu uppáhaldi, ásamt Walter White,“ segir Hafþór en segist samt ekki sjá sjálfan sig í Pinkman, sem er glæpamaður. „Mér finnst þetta fyrst og fremst ótrúlega vel sköpuð persóna og vel leikin af Aaron Paul.“ Hafþór Eggertsson er mikill aðdáandi Breaking Bad og getur ekki beðið eftir að fá flúr af Walter White.Hafþór er algjörlega í skýjunum með húðflúrlistamanninn Gunnar, sem er gríðarlega vinsæll á sínu sviði. „Ef ég mætti ráða væru öll flúrin mín eftir Gunnar, en maður getur ekki alltaf fengið það sem maður vill,“ segir Hafþór. Hafþór, sem er 18 ára gamall, fékk sér sitt fyrsta húðflúr í vor og hefur nú heldur betur bætt í safnið. „Maður verður alveg háður þessu. Ég er búinn að fá húðflúr á báða handleggina, handarbakið og nú kálfann. Eftir að Gunnar kláraði Jesse Pinkman-flúrið langaði mig strax í meira,“ segir Hafþór og hlakkar til að láta flúra andlit Walters White á sig. „Ég get ekki beðið að fá annað húðflúr frá Gunnari, hann er algjörlega í heimsklassa.“ Gunnar er sjálfur mikill aðdáandi Breaking Bad-þáttanna. „Eftir að hafa horft á lokaþáttinn fór ég á Facebook og setti fram einhverja hugmynd sem komst svo á flug,“ segir Gunnar og bætir við að Hafþór hafi komið með skemmtilegar hugmyndir sem honum hafi litist vel á. „Nokkrir höfðu samband vegna þessara pælinga en mér leist best á hugmyndir Hafþórs.“ Gunnar hefur haft samband við Aaron Paul leikara, enda ætti hann að hafa áhuga á því að andlit hans sé flúrað á kálfa annars manns. „Ég fylgist með honum á netinu. Hann er áhugasamur um Breaking Bad-húðflúr. Þannig að ég ákvað að senda honum mynd af þessu, en hann hefur ekki enn svarað. Ég bíð bara spenntur.“ Greinilegt er að þeir sem eru áhugasamir um verk Gunnars þurfa að fylgjast með honum á Facebook. „Já, ég fæ fullt af húðflúrshugmyndum sendar frá fólki. Ef mér líkar við hugmyndina og sé þetta fyrir mér þá hefst ég handa,“ segir Gunnar og hvetur fólk til að senda sér hugmyndir. Hafþór sér allavega ekki eftir því. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir mánuði að ég væri kominn með húðflúr af Jesse Pinkman eftir Gunnar Valdimarsson hefði ég ekki trúað honum.“Hafþór er búinn að safna flúrum síðan í vor.
Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira