Konuhommi forsætisráðherra Mikael Torfason skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Ein mikilvægasta bók ársins er saga Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og konu hennar, Jónínu Leósdóttur rithöfundar, sem skráði. Þar er sögð saga um sigur ástarinnar yfir miklum hindrunum. Í raun er ótrúlegt hversu langt við erum komin því við lesturinn rifjast upp hversu stutt er síðan samkynhneigðir bjuggu við fyrirlitningu og lítil sem engin réttindi. „Það skal fúslega viðurkennt að oft og mörgum sinnum höfum við báðar óskað þess af öllu hjarta að við hefðum ekki kynnst,“ skrifar Jónína snemma í sögu þeirra. Vitaskuld eykur það verulega á áhrifamátt sögunnar þegar til þess er litið hvaðan Jónína og Jóhanna koma. Þegar þær kynntust hvarflaði ekki að þeim að samfélagið ætti eftir að breytast svo mjög að þær yrðu löngu síðar forsætisráðherrahjón: „Gjörsamlega fráleitt, hvernig sem á það var litið. Á þessum árum mátti ekki einu sinni nota orðin hommi og lesbía í Ríkisútvarpinu, hvað þá meira.“ Í upphafi níunda áratugarins voru Jóhanna og Jónína báðar giftar karlmönnum og áttu börn. Þær bjuggu við þess tíma hefðbundið samskiptamynstur; við það sem ætlast var til af þeim í þjóðfélagi sem skilgreindi staðlað samskiptaform fjölskyldunnar sem undirstöðu samfélagsgerðarinnar. Það þarf kjark til brjótast úr svo rammgerðum fjötrum. Þær kynntust þegar þær sátu báðar í Framkvæmdanefnd um launamál kvenna. og bjuggu sannarlega ekki í samfélagi sem tók hommum og lesbíum opnum örmum. Jónína lýsir því að á hennar heimili hafi lítið verið talað um samkynhneigð. Mamma hennar roðnaði við tilhugsunina um homma og lesbíur og notaði orðið „konuhommi“ yfir konur sem elskuðu konur. Við ólumst flest upp við þessi viðhorf og vitum í dag að fólk með fordóma er ekki endilega vont fólk. Það vissi bara ekki betur. Jónína og Jóhanna máttu ekki kalla sig hjón fyrr en árið 2010. Þær gátu skráð sig í sambúð eins og það er kallað árið 1996. Það var fyrir sautján árum. En „samkvæmt landslögum er ást okkar nú skilgreind nákvæmlega eins og sá kærleikur sem bindur saman karl og konu,“ skrifar Jónína og í ljósi sögunnar verður það að teljast stórmerkilegt. Saga Jóhönnu og Jónínu er ekki bara mikilvæg fyrir okkur Íslendinga heldur er hún mikilvæg fyrir heiminn allan. Þó oft hljómi hjárænulega raddir sem vilja bjóða upp á belging um mikilvægi Íslands fyrir heimsbyggðina alla er það staðreynd að þær Jóhanna og Jónína hafa lagt sitt lóð á vogarskálar þess að heimurinn allur sé skaplegri staður að búa á. Við erum á leiðinni. Vonandi. Á Íslandi er okkur frjálst að vera við sjálf. Jónína skrifar söguna en rödd Jóhönnu er eðli málsins samkvæmt sterk: „Saga okkar er vissulega átakasaga. Hún lýsir sterkum tilfinningum og mikilli togstreitu sem birtist meðal annars í sjálfsásökunum og samviskubiti, áhyggjum af áhrifum sambandsins á syni okkar og ótta við hvernig samfélagið og harður heimur stjórnmálanna myndu leika samband okkar. En þetta er líka sigursaga því að ástin sigraði að lokum.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun
Ein mikilvægasta bók ársins er saga Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og konu hennar, Jónínu Leósdóttur rithöfundar, sem skráði. Þar er sögð saga um sigur ástarinnar yfir miklum hindrunum. Í raun er ótrúlegt hversu langt við erum komin því við lesturinn rifjast upp hversu stutt er síðan samkynhneigðir bjuggu við fyrirlitningu og lítil sem engin réttindi. „Það skal fúslega viðurkennt að oft og mörgum sinnum höfum við báðar óskað þess af öllu hjarta að við hefðum ekki kynnst,“ skrifar Jónína snemma í sögu þeirra. Vitaskuld eykur það verulega á áhrifamátt sögunnar þegar til þess er litið hvaðan Jónína og Jóhanna koma. Þegar þær kynntust hvarflaði ekki að þeim að samfélagið ætti eftir að breytast svo mjög að þær yrðu löngu síðar forsætisráðherrahjón: „Gjörsamlega fráleitt, hvernig sem á það var litið. Á þessum árum mátti ekki einu sinni nota orðin hommi og lesbía í Ríkisútvarpinu, hvað þá meira.“ Í upphafi níunda áratugarins voru Jóhanna og Jónína báðar giftar karlmönnum og áttu börn. Þær bjuggu við þess tíma hefðbundið samskiptamynstur; við það sem ætlast var til af þeim í þjóðfélagi sem skilgreindi staðlað samskiptaform fjölskyldunnar sem undirstöðu samfélagsgerðarinnar. Það þarf kjark til brjótast úr svo rammgerðum fjötrum. Þær kynntust þegar þær sátu báðar í Framkvæmdanefnd um launamál kvenna. og bjuggu sannarlega ekki í samfélagi sem tók hommum og lesbíum opnum örmum. Jónína lýsir því að á hennar heimili hafi lítið verið talað um samkynhneigð. Mamma hennar roðnaði við tilhugsunina um homma og lesbíur og notaði orðið „konuhommi“ yfir konur sem elskuðu konur. Við ólumst flest upp við þessi viðhorf og vitum í dag að fólk með fordóma er ekki endilega vont fólk. Það vissi bara ekki betur. Jónína og Jóhanna máttu ekki kalla sig hjón fyrr en árið 2010. Þær gátu skráð sig í sambúð eins og það er kallað árið 1996. Það var fyrir sautján árum. En „samkvæmt landslögum er ást okkar nú skilgreind nákvæmlega eins og sá kærleikur sem bindur saman karl og konu,“ skrifar Jónína og í ljósi sögunnar verður það að teljast stórmerkilegt. Saga Jóhönnu og Jónínu er ekki bara mikilvæg fyrir okkur Íslendinga heldur er hún mikilvæg fyrir heiminn allan. Þó oft hljómi hjárænulega raddir sem vilja bjóða upp á belging um mikilvægi Íslands fyrir heimsbyggðina alla er það staðreynd að þær Jóhanna og Jónína hafa lagt sitt lóð á vogarskálar þess að heimurinn allur sé skaplegri staður að búa á. Við erum á leiðinni. Vonandi. Á Íslandi er okkur frjálst að vera við sjálf. Jónína skrifar söguna en rödd Jóhönnu er eðli málsins samkvæmt sterk: „Saga okkar er vissulega átakasaga. Hún lýsir sterkum tilfinningum og mikilli togstreitu sem birtist meðal annars í sjálfsásökunum og samviskubiti, áhyggjum af áhrifum sambandsins á syni okkar og ótta við hvernig samfélagið og harður heimur stjórnmálanna myndu leika samband okkar. En þetta er líka sigursaga því að ástin sigraði að lokum.“
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun