Þurfum við að vera hrædd? Símon Birgisson skrifar 16. nóvember 2013 11:00 Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri. Refurinn er hans fyrsta leikstjórnarverkefni í Borgarleikhúsinu. Fréttablaðið/Vilhelm „Jú, það er bara frábær stemning í hópnum,“ segir Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri en á laugardagskvöld verður leikritið Refurinn frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Leikritið er það fyrsta sem Vignir leikstýrir í atvinnuleikhúsi en hann hefur sett upp sýningar með leikhópunum Vér morðingjar og Munaðarleysingjunum síðustu ár. Refurinn er nýtt breskt leikrit eftir Dawn King, unga skáldkonu sem hefur vakið mikla athygli þar í landi. Verkið hlaut til að mynda Papatango-leiklistarverðlaunin árið 2011 og hefur verið sett upp víða um heim. Dawn King flaug reyndar til Íslands á fimmtudagskvöld til að vera viðstödd frumsýninguna í boði Vignis. „Ég er vinur hennar á Twitter og fannst hún svo kúl að ég ákvað að bjóða henni til landsins. Eftir á að hyggja var það kannski ekki besta hugmynd í heimi. Eitt er að leikstýra fyrsta verkinu sínu í alvöru leikhúsi en nú bætist stressið við að vera með höfundinn viðstaddan ofan á,“ segir Vignir í léttum dúr. Hann segir Refinn vera litla sögu með stóran boðskap. „Verkið fjallar um ung hjón sem fá refabendi frá ríkinu í heimsókn. Hann er kominn til að taka út býlið þeirra og sjá hvort það sé sýkt af refum sem í þessum heimi eru undirrót alls ills. Refirnir eru ógnin og verkið fjallar í raun um þessa þörf fyrir að búa til sameiginlegan óvin. Við eigum alltaf að vera hrædd við eitthvað. Þarna hefur ríkið ákveðið að refurinn sé óvinurinn en spurningin sem verkið varpar fram er auðvitað hvort refurinn sé í raun og veru til. Þurfum við alltaf að vera hrædd?“ Vignir segir frábært að fá tækifæri til að leikstýra í Borgarleikhúsinu. Það sé svo enn skemmtilegra að í leikhópnum eru tvö af bekkjarsystkinum hans úr Listaháskóla Íslands, Hallgrímur Ólafsson og Tinna Lind Gunnarsdóttir, en Vignir útskrifaðist sem leikari fyrir nokkrum árum. „Jú, þetta er í fyrsta skipti sem ég get sagt bekkjarsystkinum mín hvernig þau eigi að gera hlutina,“ segir Vignir. „En svona í fullri alvöru þá reyni ég ekki að þykjast vita svörin við öllum spurningunum. Ég held að góður leikstjóri sé sá sem getur líka sagt: Ég veit það ekki.“ Menning Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
„Jú, það er bara frábær stemning í hópnum,“ segir Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri en á laugardagskvöld verður leikritið Refurinn frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Leikritið er það fyrsta sem Vignir leikstýrir í atvinnuleikhúsi en hann hefur sett upp sýningar með leikhópunum Vér morðingjar og Munaðarleysingjunum síðustu ár. Refurinn er nýtt breskt leikrit eftir Dawn King, unga skáldkonu sem hefur vakið mikla athygli þar í landi. Verkið hlaut til að mynda Papatango-leiklistarverðlaunin árið 2011 og hefur verið sett upp víða um heim. Dawn King flaug reyndar til Íslands á fimmtudagskvöld til að vera viðstödd frumsýninguna í boði Vignis. „Ég er vinur hennar á Twitter og fannst hún svo kúl að ég ákvað að bjóða henni til landsins. Eftir á að hyggja var það kannski ekki besta hugmynd í heimi. Eitt er að leikstýra fyrsta verkinu sínu í alvöru leikhúsi en nú bætist stressið við að vera með höfundinn viðstaddan ofan á,“ segir Vignir í léttum dúr. Hann segir Refinn vera litla sögu með stóran boðskap. „Verkið fjallar um ung hjón sem fá refabendi frá ríkinu í heimsókn. Hann er kominn til að taka út býlið þeirra og sjá hvort það sé sýkt af refum sem í þessum heimi eru undirrót alls ills. Refirnir eru ógnin og verkið fjallar í raun um þessa þörf fyrir að búa til sameiginlegan óvin. Við eigum alltaf að vera hrædd við eitthvað. Þarna hefur ríkið ákveðið að refurinn sé óvinurinn en spurningin sem verkið varpar fram er auðvitað hvort refurinn sé í raun og veru til. Þurfum við alltaf að vera hrædd?“ Vignir segir frábært að fá tækifæri til að leikstýra í Borgarleikhúsinu. Það sé svo enn skemmtilegra að í leikhópnum eru tvö af bekkjarsystkinum hans úr Listaháskóla Íslands, Hallgrímur Ólafsson og Tinna Lind Gunnarsdóttir, en Vignir útskrifaðist sem leikari fyrir nokkrum árum. „Jú, þetta er í fyrsta skipti sem ég get sagt bekkjarsystkinum mín hvernig þau eigi að gera hlutina,“ segir Vignir. „En svona í fullri alvöru þá reyni ég ekki að þykjast vita svörin við öllum spurningunum. Ég held að góður leikstjóri sé sá sem getur líka sagt: Ég veit það ekki.“
Menning Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira