Kalli tímans ekki svarað Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. nóvember 2013 00:00 Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sýna að fólk nennir ekki á kjörstað. Niðurstaðan er líka vitnisburður um það að þeir fáu sem nenna – sem stundum eru kallaðir flokkshestar – eru ekki í takt við tímann. Fyrst verið er að efna til prófkjörs á annað borð, af hverju fer það ekki fram á internetinu? Fólk fer ekki lengur í bankann til að borga reikninga. Það er eins og flokkarnir hafi ekki áttað sig á því. Ég held ég geti leyft mér að fullyrða að úrslitin hefðu orðið önnur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina ef nútímalegri aðferðum hefði verið beitt. En hefðu þau orðið hin sömu væru þá allavega fleiri á bakvið verðandi borgarfulltrúa. Til boða stóð að styðja glæsilegar konur, vel menntaðar, reynslubolta í bland við aðrar sem eru nýjar á sjónarsviðinu, en afar sannfærandi allar. Þeim var öllum hafnað. Karlarnir eru góðra gjalda verðir og mér finnst allt í fína að oddvitinn sé utan af landi. Það er bara flott. Ég var á Ísafirði í sumar og get borið vitni um að þar býr úrvalsfólk í dásamlega fallegum bæ. Ég gæti vel hugsað mér alísfirska borgarstýru, sjómannsdóttur með starfsreynslu úr frystihúsi. Kall tímans er hæfileg blanda kynjanna. Þegar öllu er á botninn hvolft sýnist mér, að flokkshestarnir séu þess ekki umkomnir að svara því kalli frekar en öðrum köllum samtímans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sýna að fólk nennir ekki á kjörstað. Niðurstaðan er líka vitnisburður um það að þeir fáu sem nenna – sem stundum eru kallaðir flokkshestar – eru ekki í takt við tímann. Fyrst verið er að efna til prófkjörs á annað borð, af hverju fer það ekki fram á internetinu? Fólk fer ekki lengur í bankann til að borga reikninga. Það er eins og flokkarnir hafi ekki áttað sig á því. Ég held ég geti leyft mér að fullyrða að úrslitin hefðu orðið önnur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina ef nútímalegri aðferðum hefði verið beitt. En hefðu þau orðið hin sömu væru þá allavega fleiri á bakvið verðandi borgarfulltrúa. Til boða stóð að styðja glæsilegar konur, vel menntaðar, reynslubolta í bland við aðrar sem eru nýjar á sjónarsviðinu, en afar sannfærandi allar. Þeim var öllum hafnað. Karlarnir eru góðra gjalda verðir og mér finnst allt í fína að oddvitinn sé utan af landi. Það er bara flott. Ég var á Ísafirði í sumar og get borið vitni um að þar býr úrvalsfólk í dásamlega fallegum bæ. Ég gæti vel hugsað mér alísfirska borgarstýru, sjómannsdóttur með starfsreynslu úr frystihúsi. Kall tímans er hæfileg blanda kynjanna. Þegar öllu er á botninn hvolft sýnist mér, að flokkshestarnir séu þess ekki umkomnir að svara því kalli frekar en öðrum köllum samtímans.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun