Hernaðaríhlutanir á leið út af kortinu Brjánn Jónasson skrifar 21. nóvember 2013 06:15 Borgarastyrjöld hefur geysað í Sýrlandi í rúmlega tvö ár ár án þess að alþjóðasamfélagið hafi brugðist við. Nordicphotos/AFP Eftir misheppnaða hernaðaríhlutun Bandaríkjanna og bandalagsríkja í Íran og Afganistan er ólíklegt að gripið verði til svo stórfelldra hernaðaríhlutana í framtíðinni, segir Andrew Cottey, deildarforseti stjórnmálafræðideildar Háskólans í Cork á Írlandi. Það þýðir að ríki heims eru líklegri til að forðast misheppnaðar innrásir á borð við innrásirnar í Írak, Afganistan og Víetnam. Á móti kemur að alþjóðasamfélagið er líklegra til að halda að sér höndunum þó þjóðarmorð á borð við það sem átti sér stað í Rúanda eigi sér stað fyrir allra augum. Í fyrirlestri Cottey í Norræna húsinu í gær sagði hann tíunda áratug síðustu aldar hafa einkennst af þeirri stefnu alþjóðasamfélagsins að reyna að stöðva átök í ríkjum á borð við Sómalíu, Haítí, Bosníu, Kósóvó og Austur-Timor.Andrew CotteyÍ kjölfar árásarinnar á tvíburaturnana 11. september 2001 hafi Bandaríkin lagt í umfangsmeiri hernaðaraðgerðir sem hafi leitt af sér tilraunir til að byggja upp ríki með vopnavaldi. Þær tilraunir hafi mistekist, og kostað bæði mörg mannslíf og óhemju mikið fé. Hann sagði þó loftárásir Bandaríkjanna, Breta, Frakka og Kanadamanna á Líbíu árið 2011 stílbrot á þessari þróun. Það skýrist af því að Líbíustjórn hafi verið alræmd, loftvarnir landsins lélegar og mikill þrýstingur á Vesturveldin að styðja við bakið á þeim sem boðuðu arabískt vor í Norður-Afríku. Ef innrásirnar í Írak og Afganistan eru öfgarnar í eina áttina eru öfgarnar í hina áttina alger skortur á hernaðaríhlutun í borgarastyrjöldina í Sýrlandi. Þar hafa yfir hundruð þúsund látið lífið í borgarastyrjöld og milljónir hrakist á flótta án þess að alþjóðasamfélagið hafi reynt að skakka í leikinn með vopnavaldi. Ólíklegt er að önnur ríki taki upp þráðinn ef Bandaríkin og bandalagsríki þeirra hætta hernaðaríhlutunum að mestu, segir Cottey. Ríki á borð við Kína, Indland og Brasilíu hafi sýnt að þau fari mjög varlega í að beita önnur ríki hervaldi. Cottey telur líklegt að vilji ríki heims bregðast með einhverjum hætti við ástandi sem upp kunni að koma verði það gert á minni skala en hingað til. Mögulega verði íhlutanir í Sómalíu og Kongó fyrirmynd, en enn sé ekki komið í ljós hver raunvörulegur ávinningur í þeim ríkjum verði. Tímor-Leste Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Eftir misheppnaða hernaðaríhlutun Bandaríkjanna og bandalagsríkja í Íran og Afganistan er ólíklegt að gripið verði til svo stórfelldra hernaðaríhlutana í framtíðinni, segir Andrew Cottey, deildarforseti stjórnmálafræðideildar Háskólans í Cork á Írlandi. Það þýðir að ríki heims eru líklegri til að forðast misheppnaðar innrásir á borð við innrásirnar í Írak, Afganistan og Víetnam. Á móti kemur að alþjóðasamfélagið er líklegra til að halda að sér höndunum þó þjóðarmorð á borð við það sem átti sér stað í Rúanda eigi sér stað fyrir allra augum. Í fyrirlestri Cottey í Norræna húsinu í gær sagði hann tíunda áratug síðustu aldar hafa einkennst af þeirri stefnu alþjóðasamfélagsins að reyna að stöðva átök í ríkjum á borð við Sómalíu, Haítí, Bosníu, Kósóvó og Austur-Timor.Andrew CotteyÍ kjölfar árásarinnar á tvíburaturnana 11. september 2001 hafi Bandaríkin lagt í umfangsmeiri hernaðaraðgerðir sem hafi leitt af sér tilraunir til að byggja upp ríki með vopnavaldi. Þær tilraunir hafi mistekist, og kostað bæði mörg mannslíf og óhemju mikið fé. Hann sagði þó loftárásir Bandaríkjanna, Breta, Frakka og Kanadamanna á Líbíu árið 2011 stílbrot á þessari þróun. Það skýrist af því að Líbíustjórn hafi verið alræmd, loftvarnir landsins lélegar og mikill þrýstingur á Vesturveldin að styðja við bakið á þeim sem boðuðu arabískt vor í Norður-Afríku. Ef innrásirnar í Írak og Afganistan eru öfgarnar í eina áttina eru öfgarnar í hina áttina alger skortur á hernaðaríhlutun í borgarastyrjöldina í Sýrlandi. Þar hafa yfir hundruð þúsund látið lífið í borgarastyrjöld og milljónir hrakist á flótta án þess að alþjóðasamfélagið hafi reynt að skakka í leikinn með vopnavaldi. Ólíklegt er að önnur ríki taki upp þráðinn ef Bandaríkin og bandalagsríki þeirra hætta hernaðaríhlutunum að mestu, segir Cottey. Ríki á borð við Kína, Indland og Brasilíu hafi sýnt að þau fari mjög varlega í að beita önnur ríki hervaldi. Cottey telur líklegt að vilji ríki heims bregðast með einhverjum hætti við ástandi sem upp kunni að koma verði það gert á minni skala en hingað til. Mögulega verði íhlutanir í Sómalíu og Kongó fyrirmynd, en enn sé ekki komið í ljós hver raunvörulegur ávinningur í þeim ríkjum verði.
Tímor-Leste Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira