Trentemöller og Diplo á Sónar Gunnar Leó Pálsson skrifar 21. nóvember 2013 09:00 Trentemöller kemur fram ásamt hljómsveit á Sónar í febrúar. mynd/einkasafn „Listinn yfir þá listamenn sem fram koma er að verða mjög sterkur,“ segir Björn Steinbekk, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík. Danski popp- og raftónlistarsnillingurinn Trentemöller kemur fram á hátíðinni í ár en hann hefur átt viðburðaríkt ár. „Frá því Trentemöller kom fram á fyrstu Sónar Reykjavík-hátíðinni fyrr í ár hefur hann gefið út sína þriðju breiðskífu og tónleikaskífuna Live in Copenhagen sem inniheldur mikið af hans bestu verkum. Einnig hitaði hann upp fyrir Depeche Mode á Delta Machine-tónleikaferð sveitarinnar í Evrópu,“ útskýrir Björn. Eitt stærsta nafn danstónlistarinnar í dag, listamaðurinn og plötusnúðurinn Diplo, kemur einnig fram á hátíðinni í ár. „Það er frábært að fá hann hingað og er spennandi að setja plötusnúð eins og Diplo í bílakjallara Hörpu.“ Þá ætlar söngvarinn Högni Egilsson að frumflytja sólóverkefni sitt HE á Sónar. Fyrsta sólóbreiðskífa HE lítur síðan dagsins ljós síðar á næsta ári. Högni kemur einnig fram á hátíðinni með hljómsveitinni Hjaltalín og Gluteus Maximus. Mikill áhugi er fyrir hátíðinni á erlendum vettvangi. Ein líflegasta tónleikasveit landsins, FM Belfast, hefur einnig staðfest komu sína á hátíðina í ár og mun koma fram í einum af stóru sölunum í Hörpu. „Við búumst við metfjölda erlendra gesta á hátíðina í ár og hafa rúmlega fjögur hundruð miðar selst til erlendra gesta nú þegar,“ segir Björn. Miðasala á hátíðina hérlendis fer fram á midi.is og harpa.is. Sónar Reykjavík fer fram dagana 13.til 15. Febrúar í Hörpu. Sónar Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Lífið samstarf Fleiri fréttir Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Sjá meira
„Listinn yfir þá listamenn sem fram koma er að verða mjög sterkur,“ segir Björn Steinbekk, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík. Danski popp- og raftónlistarsnillingurinn Trentemöller kemur fram á hátíðinni í ár en hann hefur átt viðburðaríkt ár. „Frá því Trentemöller kom fram á fyrstu Sónar Reykjavík-hátíðinni fyrr í ár hefur hann gefið út sína þriðju breiðskífu og tónleikaskífuna Live in Copenhagen sem inniheldur mikið af hans bestu verkum. Einnig hitaði hann upp fyrir Depeche Mode á Delta Machine-tónleikaferð sveitarinnar í Evrópu,“ útskýrir Björn. Eitt stærsta nafn danstónlistarinnar í dag, listamaðurinn og plötusnúðurinn Diplo, kemur einnig fram á hátíðinni í ár. „Það er frábært að fá hann hingað og er spennandi að setja plötusnúð eins og Diplo í bílakjallara Hörpu.“ Þá ætlar söngvarinn Högni Egilsson að frumflytja sólóverkefni sitt HE á Sónar. Fyrsta sólóbreiðskífa HE lítur síðan dagsins ljós síðar á næsta ári. Högni kemur einnig fram á hátíðinni með hljómsveitinni Hjaltalín og Gluteus Maximus. Mikill áhugi er fyrir hátíðinni á erlendum vettvangi. Ein líflegasta tónleikasveit landsins, FM Belfast, hefur einnig staðfest komu sína á hátíðina í ár og mun koma fram í einum af stóru sölunum í Hörpu. „Við búumst við metfjölda erlendra gesta á hátíðina í ár og hafa rúmlega fjögur hundruð miðar selst til erlendra gesta nú þegar,“ segir Björn. Miðasala á hátíðina hérlendis fer fram á midi.is og harpa.is. Sónar Reykjavík fer fram dagana 13.til 15. Febrúar í Hörpu.
Sónar Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Lífið samstarf Fleiri fréttir Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“