Tengi Dalalíf við jólin 28. nóvember 2013 14:00 Jóhanna María Sigmundsdóttir alþingismaður. Jóhanna María er yngsti þingmaður landsins. Hún vakti mikla athygli í kosningunum í vor. Jóhanna var spurð hvort hún læsi venjulega mikið fyrir jólin. „Já, ég les mikið þegar ég hef tíma í það, hef oftast nýtt jólafríið til að glugga í bækur, ýmist einhverjar nýjar eða gamlar úr bókahillunum hjá foreldrum mínum, þau liggja á ótrúlegum gersemum.“Hver er skemmtilegasta jólabók sem þú hefur lesið? „Það eru nokkrar út frá mismunandi tilefnum. Afi minn gaf mér bókina Aldrei að vita eftir Guðrúnu Helgadóttur, jólin 1998 og þótti mér einstaklega vænt um það, því við lásum Jón Odd og Jón Bjarna nokkrum sinnum saman þegar ég var lítil. Svo fékk ég bókina Elly – Ævisaga Ellyjar Vilhjálms frá foreldrum mínum um síðustu jól og þykir vænt um hana, enda er ég mikill aðdáandi þeirrar miklu söngkonu. Svo tengi ég Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi alltaf við jólin, því ég las þá seríu fyrst um jól fyrir nokkrum árum og eru það uppáhaldsbækurnar mínar enn í dag.“Hvað bók langar þig helst að fá í jólagjöf um þessi jól? „Ég sá að nú kemur út bók nr. 2 í bókaflokknum „Anna í Grænuhlíð“, sú fyrri hefur farið framhjá mér í fyrra, hefði gaman af því að lesa þær bækur, held mikið upp á gömlu bíómyndirnar um Önnu í Grænuhlíð en hef ekki enn lesið bækurnar sjálfar. Aðrar bækur sem hafa náð athygli minni eru: Börnin í Dimmuvík eftir Jón Atla Jónasson, Maður sem heitir Ove eftir Frederik Backman, Látið síga piltar eftir Óskar Magnússon og Lygi eftir Yrsu Sigurðardóttur. Svo eru nokkur ritsöfn sem mig dreymir um að eignast í hilluna, til dæmis Landbúnaðarsaga Íslands eftir Árna Daníel Júlíusson og Jónas Jónsson svo og Vinnur meira vit en strit sem er ritsafn Bjarna Guðmundssonar og stiklar á vélvæðingu landbúnaðarins,“ segir Jóhanna María. Jólafréttir Mest lesið Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Svona gerirðu graflax Jól Sálmur 88 - Sjá, himins opnast hlið Jól Gleðilegt jólaglögg frá matreiðslumanni í heimsklassa Jól Notalegra í góðu veðri Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Ágreiningur um eðli jóla Jól Jólasveinar léku á als oddi á Selfossi Jól
Jóhanna María er yngsti þingmaður landsins. Hún vakti mikla athygli í kosningunum í vor. Jóhanna var spurð hvort hún læsi venjulega mikið fyrir jólin. „Já, ég les mikið þegar ég hef tíma í það, hef oftast nýtt jólafríið til að glugga í bækur, ýmist einhverjar nýjar eða gamlar úr bókahillunum hjá foreldrum mínum, þau liggja á ótrúlegum gersemum.“Hver er skemmtilegasta jólabók sem þú hefur lesið? „Það eru nokkrar út frá mismunandi tilefnum. Afi minn gaf mér bókina Aldrei að vita eftir Guðrúnu Helgadóttur, jólin 1998 og þótti mér einstaklega vænt um það, því við lásum Jón Odd og Jón Bjarna nokkrum sinnum saman þegar ég var lítil. Svo fékk ég bókina Elly – Ævisaga Ellyjar Vilhjálms frá foreldrum mínum um síðustu jól og þykir vænt um hana, enda er ég mikill aðdáandi þeirrar miklu söngkonu. Svo tengi ég Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi alltaf við jólin, því ég las þá seríu fyrst um jól fyrir nokkrum árum og eru það uppáhaldsbækurnar mínar enn í dag.“Hvað bók langar þig helst að fá í jólagjöf um þessi jól? „Ég sá að nú kemur út bók nr. 2 í bókaflokknum „Anna í Grænuhlíð“, sú fyrri hefur farið framhjá mér í fyrra, hefði gaman af því að lesa þær bækur, held mikið upp á gömlu bíómyndirnar um Önnu í Grænuhlíð en hef ekki enn lesið bækurnar sjálfar. Aðrar bækur sem hafa náð athygli minni eru: Börnin í Dimmuvík eftir Jón Atla Jónasson, Maður sem heitir Ove eftir Frederik Backman, Látið síga piltar eftir Óskar Magnússon og Lygi eftir Yrsu Sigurðardóttur. Svo eru nokkur ritsöfn sem mig dreymir um að eignast í hilluna, til dæmis Landbúnaðarsaga Íslands eftir Árna Daníel Júlíusson og Jónas Jónsson svo og Vinnur meira vit en strit sem er ritsafn Bjarna Guðmundssonar og stiklar á vélvæðingu landbúnaðarins,“ segir Jóhanna María.
Jólafréttir Mest lesið Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Svona gerirðu graflax Jól Sálmur 88 - Sjá, himins opnast hlið Jól Gleðilegt jólaglögg frá matreiðslumanni í heimsklassa Jól Notalegra í góðu veðri Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Ágreiningur um eðli jóla Jól Jólasveinar léku á als oddi á Selfossi Jól