Þorkell Sigurbjörnsson heiðraður á tónleikum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 27. nóvember 2013 11:00 Sigurjón Bergþór Daðason, Þórunn Harðardóttir og Eva Þyri Hilmarsdóttir koma fram á tónleikunum í hádeginu í dag. „Þetta eru kaflar úr þremur verkum eftir Þorkel Sigurbjörnsson,“ segir Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari sem mun í hádeginu í dag leika á Háskólatónleikum ásamt þeim Sigurjóni Bergþóri Daðasyni klarínettuleikara og Þórunni Harðardóttur víóluleikara. „Kaflar úr þjóðlögunum hans fyrir klarínettu og píanó, svo kaflar úr þjóðlögum fyrir víólu og píanó og að lokum sirka helmingur af tríói hans sem heitir Kisum. Úr því völdum við þá kafla sem einnig innihalda þjóðlög þannig að þjóðlögin eru nokkurs konar þema tónleikanna.“ Ástæða þess að ákveðið var að helga Þorkeli þessa tónleika er að hann hefði orðið 75 ára á árinu, en hann lést fyrr á þessu ári. Þau Eva Þyri, Sigurjón og Þórunn hafa haldið nokkra tónleika saman en ekki fyrr tekist á við verk Þorkels. „Það sem við höfum gert áður eru þessi hefðbundnu verk fyrir þessa samsetningu hljóðfæra, en það er ekkert voðalega mikið til af þannig verkum, þannig að við förum bráðum að verða búin með þau öll, en okkur langar til að flytja Kisum í heild einhvern tíma og erum að leita að vettvangi til að gera þann draum að veruleika,“ segir Eva Þyri.Tónleikarnir eru liður í Háskólatónleikum Háskóla Íslands, fara fram í hátíðasalnum í aðalbyggingunni og hefjast klukkan 12.30. Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Þetta eru kaflar úr þremur verkum eftir Þorkel Sigurbjörnsson,“ segir Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari sem mun í hádeginu í dag leika á Háskólatónleikum ásamt þeim Sigurjóni Bergþóri Daðasyni klarínettuleikara og Þórunni Harðardóttur víóluleikara. „Kaflar úr þjóðlögunum hans fyrir klarínettu og píanó, svo kaflar úr þjóðlögum fyrir víólu og píanó og að lokum sirka helmingur af tríói hans sem heitir Kisum. Úr því völdum við þá kafla sem einnig innihalda þjóðlög þannig að þjóðlögin eru nokkurs konar þema tónleikanna.“ Ástæða þess að ákveðið var að helga Þorkeli þessa tónleika er að hann hefði orðið 75 ára á árinu, en hann lést fyrr á þessu ári. Þau Eva Þyri, Sigurjón og Þórunn hafa haldið nokkra tónleika saman en ekki fyrr tekist á við verk Þorkels. „Það sem við höfum gert áður eru þessi hefðbundnu verk fyrir þessa samsetningu hljóðfæra, en það er ekkert voðalega mikið til af þannig verkum, þannig að við förum bráðum að verða búin með þau öll, en okkur langar til að flytja Kisum í heild einhvern tíma og erum að leita að vettvangi til að gera þann draum að veruleika,“ segir Eva Þyri.Tónleikarnir eru liður í Háskólatónleikum Háskóla Íslands, fara fram í hátíðasalnum í aðalbyggingunni og hefjast klukkan 12.30.
Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira