Skálmöld og Sinfónían saman á sviði Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. nóvember 2013 07:00 Hér sjáum við Skálmöld koma fram á tónleikum á Litla hrauni. fréttablaðið/vilhelm „Fyrsta æfingin með Sinfóníunni var í gær og það gekk rosalega vel,“ segir Baldur Ragnarsson einn af þremur gítarleikurum Skálmaldar en þeir koma fram á þrennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það er ekki á hverjum degi sem að hin virta Sinfóníuhljómsveit Íslands stígur á svið með rokkhljómsveit en það gerist þó á næstu dögum. Sinfónían kemur fram með rokkhljómsveitinni Skálmöld á þrennum tónleikum í Eldborgarsalnum í Hörpu. Skálmöld hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir kraftmikla tónlist og líflega sviðsframkomu.Þá hafa kjarnmiklir textar hljómsveitarinnar átt sinn þátt í að skapa henni breiðan aðdáendahóp.Mynd tekin í Eldborgarsalnum í Hörpu þegar verið er að gera allt klárt.Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur á undanförnum árum boðið hljómsveitum og listamönnum úr ólíkum áttum til samstarfs við sig. Margir eftirminnilegir tónleikar hafa orðið til úr slíku samstarfi. Uppselt er á tónleikana á fimmtudag og föstudag en þó eru enn til miðar á tónleikana á laugardaginn. Tónlist Skálmaldar er eins og flestir vita þungarokk með þjóðlaga- og víkingaáhrifum og verður því forvitnilegt að sjá þessar tvær ólíku en kraftmiklu hljómsveitir sameinast á sviði. „Við lofum rosalegum tónleikum. Við munum flytja efni sem við höfum aldrei flutt áður á tónleikum,“ bætir Baldur við. Á efnisskránni verður meðal annars tónlist af plötum Skálmaldar, Baldri og Börnum Loka. Tónskáldið Haraldur V. Sveinbjörnsson sér um útsetningar á málmkenndu tónunum fyrir Sinfónínuna. Hægt er að nálgast miða á tónleikana á midi.is. Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Sjá meira
„Fyrsta æfingin með Sinfóníunni var í gær og það gekk rosalega vel,“ segir Baldur Ragnarsson einn af þremur gítarleikurum Skálmaldar en þeir koma fram á þrennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það er ekki á hverjum degi sem að hin virta Sinfóníuhljómsveit Íslands stígur á svið með rokkhljómsveit en það gerist þó á næstu dögum. Sinfónían kemur fram með rokkhljómsveitinni Skálmöld á þrennum tónleikum í Eldborgarsalnum í Hörpu. Skálmöld hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir kraftmikla tónlist og líflega sviðsframkomu.Þá hafa kjarnmiklir textar hljómsveitarinnar átt sinn þátt í að skapa henni breiðan aðdáendahóp.Mynd tekin í Eldborgarsalnum í Hörpu þegar verið er að gera allt klárt.Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur á undanförnum árum boðið hljómsveitum og listamönnum úr ólíkum áttum til samstarfs við sig. Margir eftirminnilegir tónleikar hafa orðið til úr slíku samstarfi. Uppselt er á tónleikana á fimmtudag og föstudag en þó eru enn til miðar á tónleikana á laugardaginn. Tónlist Skálmaldar er eins og flestir vita þungarokk með þjóðlaga- og víkingaáhrifum og verður því forvitnilegt að sjá þessar tvær ólíku en kraftmiklu hljómsveitir sameinast á sviði. „Við lofum rosalegum tónleikum. Við munum flytja efni sem við höfum aldrei flutt áður á tónleikum,“ bætir Baldur við. Á efnisskránni verður meðal annars tónlist af plötum Skálmaldar, Baldri og Börnum Loka. Tónskáldið Haraldur V. Sveinbjörnsson sér um útsetningar á málmkenndu tónunum fyrir Sinfónínuna. Hægt er að nálgast miða á tónleikana á midi.is.
Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Sjá meira