Ágætur maður, á röngum tíma Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 28. nóvember 2013 06:00 Síðasti föstudagur, 22. nóvember, var frábær fyrir menn eins og mig sem lifa á röngu tímaskeiði. Í fyrsta lagi þá eignaðist heimurinn nýjan heimsmeistara í skák og eyddi ég drjúgum hluta af deginum í að fylgjast með lokaskákinni. Það fyndna er að ég veit lítið um skák og skildi varla hvað var í gangi. Mér fannst bara eins og ég þyrfti að sjá þetta í beinni útsendingu því skákeinvígi eru heillandi enda vitsmunalegt uppgjör tveggja þjálfaðra huga – eða jafnvel geópólitískt uppgjör tveggja heimsvelda eins og haldið var fram í kalda stríðinu. Ég elska skákeinvígi því mér finnst þau hluti af merkara tímabili heimssögunnar, tímabili sem ég lifði ekki en þrái að tengjast. Þess vegna eyddi ég hálfum föstudeginum í að horfa á tvo menn í jakkafötum með sokkin augu sitja í stólum. Á föstudaginn var einnig hálf öld liðin síðan Kennedy Bandaríkjaforseti var myrtur. Ég er einn af mörgum sem hafa aldrei komist yfir þann atburð, hann hefur dýpri rætur í huga mínum en flest það sem gerst hefur á minni lífstíð. Afmælishelginni eyddi ég í að horfa á JFK eftir Oliver Stone (mynd sem ég sá fyrst tíu ára gamall í Bíóborginni við Snorrabraut og fékk á heilann árin á eftir) og hina nýju Parkland sem fjallar meðal annars um lækna á Parkland Memorial-spítalanum sem tóku á móti Kennedy eftir tilræðið. Þá er ég búinn að lesa um 400 blaðsíður af Warren-skýrslunni og skima að nýju yfir bækurnar Crossfire og Case Closed (sú fyrri er meistaraverk í samsæriskenningafræðum en sú síðari ein sú besta sem tekur fyrir þær). Það sem heillar mig við atburðina 22. nóvember 1963 eru þó ekki samsæriskenningar heldur fagurfræðin. Sólríkur haustdagur, CIA-menn með hatta og bindi, konur í drögtum, opinn og gljáandi Ford Continental, rauðbirkinn og pabbastráksgreiddur forsetinn með skjannahvítar tennur en sótsvarta bletti á sálinni. Zapruder-myndskeiðið. Skotin þrjú. Hvarf sakleysis, grafið inn í YouTube og komandi kynslóðir að eilífu, endalaus leikvöllur fyrir ágæta menn til að lifa á röngum tíma, láta sig dreyma og þykjast vita eitthvað um atburð sem er löngu liðinn. Það er besti veruleikaflóttinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun
Síðasti föstudagur, 22. nóvember, var frábær fyrir menn eins og mig sem lifa á röngu tímaskeiði. Í fyrsta lagi þá eignaðist heimurinn nýjan heimsmeistara í skák og eyddi ég drjúgum hluta af deginum í að fylgjast með lokaskákinni. Það fyndna er að ég veit lítið um skák og skildi varla hvað var í gangi. Mér fannst bara eins og ég þyrfti að sjá þetta í beinni útsendingu því skákeinvígi eru heillandi enda vitsmunalegt uppgjör tveggja þjálfaðra huga – eða jafnvel geópólitískt uppgjör tveggja heimsvelda eins og haldið var fram í kalda stríðinu. Ég elska skákeinvígi því mér finnst þau hluti af merkara tímabili heimssögunnar, tímabili sem ég lifði ekki en þrái að tengjast. Þess vegna eyddi ég hálfum föstudeginum í að horfa á tvo menn í jakkafötum með sokkin augu sitja í stólum. Á föstudaginn var einnig hálf öld liðin síðan Kennedy Bandaríkjaforseti var myrtur. Ég er einn af mörgum sem hafa aldrei komist yfir þann atburð, hann hefur dýpri rætur í huga mínum en flest það sem gerst hefur á minni lífstíð. Afmælishelginni eyddi ég í að horfa á JFK eftir Oliver Stone (mynd sem ég sá fyrst tíu ára gamall í Bíóborginni við Snorrabraut og fékk á heilann árin á eftir) og hina nýju Parkland sem fjallar meðal annars um lækna á Parkland Memorial-spítalanum sem tóku á móti Kennedy eftir tilræðið. Þá er ég búinn að lesa um 400 blaðsíður af Warren-skýrslunni og skima að nýju yfir bækurnar Crossfire og Case Closed (sú fyrri er meistaraverk í samsæriskenningafræðum en sú síðari ein sú besta sem tekur fyrir þær). Það sem heillar mig við atburðina 22. nóvember 1963 eru þó ekki samsæriskenningar heldur fagurfræðin. Sólríkur haustdagur, CIA-menn með hatta og bindi, konur í drögtum, opinn og gljáandi Ford Continental, rauðbirkinn og pabbastráksgreiddur forsetinn með skjannahvítar tennur en sótsvarta bletti á sálinni. Zapruder-myndskeiðið. Skotin þrjú. Hvarf sakleysis, grafið inn í YouTube og komandi kynslóðir að eilífu, endalaus leikvöllur fyrir ágæta menn til að lifa á röngum tíma, láta sig dreyma og þykjast vita eitthvað um atburð sem er löngu liðinn. Það er besti veruleikaflóttinn.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun