Börnin berjast fyrir lífi sínu Símon Birgisson skrifar 30. nóvember 2013 13:00 Suzanne Collins rithöfundur gefur hér aðdáendum áritanir á frumsýningu á hunger games 2 á dögunum. Suzanne Collins fékk hugmyndina að bókunum um Hungurleikanna og baráttu Katnissar Everdeen fyrir lífi sínu þegar hún lá upp í rúmi og flakkaði milli stöðva í sjónvarpinu. Milli þess sem fréttamyndir úr Íraksstríðinu birtust á skjánum sá hún ungt fólk keppa um milljónir dollara í raunveruleikaþáttum. Það var á þessu augnabliki, þar sem stríð og sjónvarp runnu saman í eitt á skjánum sem hugmyndin að Hungurleikunum kviknaði. Fyrsta bókin í þríleiknum kom út árið 2008. Bækurnar urðu á endanum þrjár og hafa selst í milljónum eintaka og njóta vinsælda hjá öllum aldurshópum. Og kvikmyndirnar hafa slegið aðsóknarmet og virðist framhaldið ætla að toppa þá fyrri.Kúgaður minnihluti Hungurleikarnir eru dæmi um dystópíu: framtíðarsýn þar sem dregin er upp mynd af verra samfélagi en við búum við í dag. Dystópían er andstæða útópíunnar - draumsins um hið fullkomna samfélag. Í Hungurleikunum er þjóðinni skipt í tvennt. Hinn ríki minnihluti býr í höfuðborginni Kapitól við allsnægtir. Þar snýst allt um yfirborðið, litrík föt, skemmtun og mat. Þeir eru svo ríkir að þeir þurfa ekki lengur á peningum að halda. Og drekka kokteila sem fá þau til að æla til að þau geti haldið áfram að borða.snow forseti hinn illi einræðisherra í hungurleikjunum.Hinn fátæki minnihluti býr í lokuðum umdæmum, tólf talsins, þar sem þeir vinna í verksmiðjum og lifa við stanslausan ótta. Þeir eru hinn andlitslausi múgur. Hinn skelfilegi almenningur. Föt þeirra eru ofin úr ull, þeir nota jurtir til að gera að sárum eftir ofbeldisverk stormsveita forsetans og þá dreymir um byltingu. Óvæntur sigur Katnissar og unnusta hennar Peeta Mellark sem greint er frá í fyrstu bókinni hefur einmitt gefið sauðsvörtum almúganum von. Og það er vonin sem einræðisherrann Snow vill útrýma ofar öllu. Hann fylgist með hverri hreyfingu fátæklinganna í beinni útsendingu. Þetta er fólk sem býr í eftirlitsríki, Stóri bróðir (hugtak sem rakið er til einnar frægustu dystópíu allra tíma 1984) fylgist með hverri hreyfingu þeirra. Til að friða lýðinn hefur einræðisherrann Snow sótt sér innblástur til Rómaveldis. „Panem et circensens“. Til að halda múginum ánægðum þarf að höfða til yfirborðslegra hvata fólks. Það sem lýðurinn þarf á að halda eru brauð og leikar. Og í Hungurleikunum þurfa tveir fulltrúar hvers umdæmis – börn að aldri – að berjast til síðasta manns.bylting í aðsigi það sem íbúar í alræðisríkjum mega ekki er að vona.Ólst upp við stríð Pabbi Suzanna Collins barðist sjálfur í stríði. Hann var hermaður í Víetnam. Í viðtali við Guardian fyrir nokkrum árum lýst Suzanna áhrifum þess þegar myndir úr stríðinu birtust í sjónvarpinu. „Móðir mín reyndi eins og hún gat að vernda okkur en stundum sá ég fréttir í sjónvarpinu og myndir frá átakasvæðum og ég heyrði orðið Víetnam og varð hrædd því ég vissi að pabbi væri þar.“ Eftir stríðið lifði fjölskylda Suzanne Collins á faraldsfæti eftir því hvar faðir hennar þurfti að mæta í þjónustu. Á þessum tíma heillaðist Suzanne af Rómaveldi og grískri goðafræði. Hungurleikarnir sækja að hluta til innblástur sinn í söguna um Thesus og Mínótárinn en sú saga segir frá Mínosi, konungi Krítar, sem herjar á íbúa Aþenu. Til að friða hinn herskáa konung bjóðast íbúar Aþenu að senda sjö ungar stúlkur og sjö unga drengi á níu ára fresti til Krítar til þess að eins að verða étin af Mínotárnum – ógnvænlegu skrýmsli sem býr í völundarhúsi á eynni. Í sögunni af Thesus og Mínótárnum er það prinsinn Thesus frá Aþenu sem drepur skrýmslið með hjálp Ariadne, prinsessunnar á Krít. Kannski er Ariadne fyrirmynd Katnissar Everdeen. Að minnsta á sú staðreynd að Suzanne Collins velur stúlku í hlutverk hetjunnar í Hungurleikunum einn stærstan þátt í velgengni bókanna. Katniss Everdeen er ný tegund af hetju sem heillar bæði kvenkyns og karlkyns lesendur. Þrátt fyrir óhuggulegan bakgrunn, leika þar sem börn drepa börn, er það þroskasaga stúlkunnar Katniss – löngun hennar til að elska og vera elskuð og hvernig hún breytir veikleikum sínum í styrk – sem gerir sögunar jafn vinsælar og raun ber vitni. Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Suzanne Collins fékk hugmyndina að bókunum um Hungurleikanna og baráttu Katnissar Everdeen fyrir lífi sínu þegar hún lá upp í rúmi og flakkaði milli stöðva í sjónvarpinu. Milli þess sem fréttamyndir úr Íraksstríðinu birtust á skjánum sá hún ungt fólk keppa um milljónir dollara í raunveruleikaþáttum. Það var á þessu augnabliki, þar sem stríð og sjónvarp runnu saman í eitt á skjánum sem hugmyndin að Hungurleikunum kviknaði. Fyrsta bókin í þríleiknum kom út árið 2008. Bækurnar urðu á endanum þrjár og hafa selst í milljónum eintaka og njóta vinsælda hjá öllum aldurshópum. Og kvikmyndirnar hafa slegið aðsóknarmet og virðist framhaldið ætla að toppa þá fyrri.Kúgaður minnihluti Hungurleikarnir eru dæmi um dystópíu: framtíðarsýn þar sem dregin er upp mynd af verra samfélagi en við búum við í dag. Dystópían er andstæða útópíunnar - draumsins um hið fullkomna samfélag. Í Hungurleikunum er þjóðinni skipt í tvennt. Hinn ríki minnihluti býr í höfuðborginni Kapitól við allsnægtir. Þar snýst allt um yfirborðið, litrík föt, skemmtun og mat. Þeir eru svo ríkir að þeir þurfa ekki lengur á peningum að halda. Og drekka kokteila sem fá þau til að æla til að þau geti haldið áfram að borða.snow forseti hinn illi einræðisherra í hungurleikjunum.Hinn fátæki minnihluti býr í lokuðum umdæmum, tólf talsins, þar sem þeir vinna í verksmiðjum og lifa við stanslausan ótta. Þeir eru hinn andlitslausi múgur. Hinn skelfilegi almenningur. Föt þeirra eru ofin úr ull, þeir nota jurtir til að gera að sárum eftir ofbeldisverk stormsveita forsetans og þá dreymir um byltingu. Óvæntur sigur Katnissar og unnusta hennar Peeta Mellark sem greint er frá í fyrstu bókinni hefur einmitt gefið sauðsvörtum almúganum von. Og það er vonin sem einræðisherrann Snow vill útrýma ofar öllu. Hann fylgist með hverri hreyfingu fátæklinganna í beinni útsendingu. Þetta er fólk sem býr í eftirlitsríki, Stóri bróðir (hugtak sem rakið er til einnar frægustu dystópíu allra tíma 1984) fylgist með hverri hreyfingu þeirra. Til að friða lýðinn hefur einræðisherrann Snow sótt sér innblástur til Rómaveldis. „Panem et circensens“. Til að halda múginum ánægðum þarf að höfða til yfirborðslegra hvata fólks. Það sem lýðurinn þarf á að halda eru brauð og leikar. Og í Hungurleikunum þurfa tveir fulltrúar hvers umdæmis – börn að aldri – að berjast til síðasta manns.bylting í aðsigi það sem íbúar í alræðisríkjum mega ekki er að vona.Ólst upp við stríð Pabbi Suzanna Collins barðist sjálfur í stríði. Hann var hermaður í Víetnam. Í viðtali við Guardian fyrir nokkrum árum lýst Suzanna áhrifum þess þegar myndir úr stríðinu birtust í sjónvarpinu. „Móðir mín reyndi eins og hún gat að vernda okkur en stundum sá ég fréttir í sjónvarpinu og myndir frá átakasvæðum og ég heyrði orðið Víetnam og varð hrædd því ég vissi að pabbi væri þar.“ Eftir stríðið lifði fjölskylda Suzanne Collins á faraldsfæti eftir því hvar faðir hennar þurfti að mæta í þjónustu. Á þessum tíma heillaðist Suzanne af Rómaveldi og grískri goðafræði. Hungurleikarnir sækja að hluta til innblástur sinn í söguna um Thesus og Mínótárinn en sú saga segir frá Mínosi, konungi Krítar, sem herjar á íbúa Aþenu. Til að friða hinn herskáa konung bjóðast íbúar Aþenu að senda sjö ungar stúlkur og sjö unga drengi á níu ára fresti til Krítar til þess að eins að verða étin af Mínotárnum – ógnvænlegu skrýmsli sem býr í völundarhúsi á eynni. Í sögunni af Thesus og Mínótárnum er það prinsinn Thesus frá Aþenu sem drepur skrýmslið með hjálp Ariadne, prinsessunnar á Krít. Kannski er Ariadne fyrirmynd Katnissar Everdeen. Að minnsta á sú staðreynd að Suzanne Collins velur stúlku í hlutverk hetjunnar í Hungurleikunum einn stærstan þátt í velgengni bókanna. Katniss Everdeen er ný tegund af hetju sem heillar bæði kvenkyns og karlkyns lesendur. Þrátt fyrir óhuggulegan bakgrunn, leika þar sem börn drepa börn, er það þroskasaga stúlkunnar Katniss – löngun hennar til að elska og vera elskuð og hvernig hún breytir veikleikum sínum í styrk – sem gerir sögunar jafn vinsælar og raun ber vitni.
Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira