Havnakórið flytur Messías eftir Händel Friðrika Benónýsdóttir skrifar 29. nóvember 2013 11:00 Havnakórið sækir Ísland heim og flytur Messías Händels í Langholtskirkju á sunnudaginn. Havnakórið frá Færeyjum ásamt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flytur óratoríuna Messías í Langholtskirkju sunnudaginn 1. desember klukkan 16. Stjórnandi er Ólavur Hátún. Einsöngvarar eru Hallveig Rúnarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Ágúst Ólafsson. „Ólavur Hátún, sem er þessi stóri karakter í tónlistarlífinu í Færeyjum, hefur í tugi ára látið flytja til skiptis Jólaóratoríuna eftir Bach og Messías eftir Händel í Þórshöfn fyrir jólin,“ segir Hallveig Rúnarsdóttir spurð hvernig samstarf hennar og Havnakórsins hafi komið til. „Hann hefur alltaf fengið íslenska söngvara til liðs við sig og fyrir tveimur árum hafði hann samband við mig og bað mig að koma og syngja með kórnum í Messíasi. Ég tók því boði fagnandi og fór svo aftur í fyrra og söng með þeim í Jólaóratoríunni.“ Hallveig segir samstarfið við Havnakórið hafa verið hreint út sagt stórkostlegt. „Fólkið í þessum kór er alveg meiriháttar og alltaf mikil stemning. Ólavur ákvað síðan að heiðra þetta samstarf við íslenska söngvara með því að flytja kórinn hingað og halda eina tónleika hér í ár. Hann lítur á það sem sitt grand finale.“Ólavur Hátún og Hallveig Ragnarsdóttir.Jón Stefánsson, organisti og kórstjóri í Langholtskirkju, fagnar þessari heimsókn mjög. „Ekki er fjarri lagi að segja að Ólavur Hátún sé faðir færeyskrar tónlistarmenningar. Hann hefur stjórnað kórum, lengst af Havnarkórnum, staðið fyrir kóramótum árlega með þekktum stjórnendum víðs vegar að úr heiminum, staðið fyrir stofnun tónlistarskóla um allar byggðir Færeyja og verið óþreytandi að efla tónlistarmenningu í Færeyjum. Hinn rúmlega áttræði eldhugi er ekki á því að leggja árar í bát og nú hefur hann stefnt kór sínum til Íslands til að flytja Messías.“Einungis verður um þessa einu tónleika að ræða hérlendis, en Messías verður síðan fluttur í Þórshöfn með sömu söngvurum seinna í desember. Menning Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Sjá meira
Havnakórið frá Færeyjum ásamt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flytur óratoríuna Messías í Langholtskirkju sunnudaginn 1. desember klukkan 16. Stjórnandi er Ólavur Hátún. Einsöngvarar eru Hallveig Rúnarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Ágúst Ólafsson. „Ólavur Hátún, sem er þessi stóri karakter í tónlistarlífinu í Færeyjum, hefur í tugi ára látið flytja til skiptis Jólaóratoríuna eftir Bach og Messías eftir Händel í Þórshöfn fyrir jólin,“ segir Hallveig Rúnarsdóttir spurð hvernig samstarf hennar og Havnakórsins hafi komið til. „Hann hefur alltaf fengið íslenska söngvara til liðs við sig og fyrir tveimur árum hafði hann samband við mig og bað mig að koma og syngja með kórnum í Messíasi. Ég tók því boði fagnandi og fór svo aftur í fyrra og söng með þeim í Jólaóratoríunni.“ Hallveig segir samstarfið við Havnakórið hafa verið hreint út sagt stórkostlegt. „Fólkið í þessum kór er alveg meiriháttar og alltaf mikil stemning. Ólavur ákvað síðan að heiðra þetta samstarf við íslenska söngvara með því að flytja kórinn hingað og halda eina tónleika hér í ár. Hann lítur á það sem sitt grand finale.“Ólavur Hátún og Hallveig Ragnarsdóttir.Jón Stefánsson, organisti og kórstjóri í Langholtskirkju, fagnar þessari heimsókn mjög. „Ekki er fjarri lagi að segja að Ólavur Hátún sé faðir færeyskrar tónlistarmenningar. Hann hefur stjórnað kórum, lengst af Havnarkórnum, staðið fyrir kóramótum árlega með þekktum stjórnendum víðs vegar að úr heiminum, staðið fyrir stofnun tónlistarskóla um allar byggðir Færeyja og verið óþreytandi að efla tónlistarmenningu í Færeyjum. Hinn rúmlega áttræði eldhugi er ekki á því að leggja árar í bát og nú hefur hann stefnt kór sínum til Íslands til að flytja Messías.“Einungis verður um þessa einu tónleika að ræða hérlendis, en Messías verður síðan fluttur í Þórshöfn með sömu söngvurum seinna í desember.
Menning Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Sjá meira