Einmanalegt, gefandi og skapandi starf Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. desember 2013 11:00 María Rán Guðjónsdóttir er nú tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna í annað sinn. Fréttablaðið/Stefán María Rán Guðjónsdóttir er tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir þýðingu sína á Rödd í dvala eftir spænsku skáldkonuna Dulce Chacon. Þetta er í annað sinn sem María er tilnefnd til verðlaunanna, hið fyrra var árið 2010. „Sagan er byggð á viðtölum sem höfundurinn, Dulce Chacon, tók við stóran hóp af fólki, bæði fólk sem var uppi á tímum borgarastyrjaldarinnar og fólk sem þekkti sögur úr henni frá ættingjum,“ segir María Rán Guðjónsdóttir þýðandi, beðin að gera í stuttu máli grein fyrir efni bókarinnar. „Sögurnar fjalla um konur sem tóku þátt í borgarastyrjöldinni á Spáni og máttu eftir sigur Francos þola fangavist í Madrid. Chacon vann að þessari bók á fjögurra ára tímabili samhliða öðrum verkefnum,“ segir María. „Hún lést fyrir tíu árum, langt fyrir aldur fram, og þetta var síðasta skáldsagan hennar. Bíómyndin sem Benito Zambrano gerði eftir sögunni árið 2011 var tilnefnd til Óskarsverðlauna það ár sem besta erlenda myndin af hálfu Spánverja.“ María segir það verkefni að þýða bókina hafa komið til sín og hún hafi strax orðið mjög spennt fyrir því. „Þetta er ofsalega falleg saga,“ segir hún. „Hún er mjög sorgleg, en frásögnin er falleg og hrífandi, auk þess sem stíllinn er einfaldur en áhrifamikill.“ María lærði spænsku og bókmenntafræði með áherslu á spænskar og suður-amerískar bókmenntir, hér heima, á Spáni og í Mexíkó. Hún hefur þýtt nokkrar bækur úr spænsku við góðan orðstír, var meðal annars tilnefnd til þýðingaverðlaunanna 2010 fyrir þýðingu sína á Kirkju hafsins eftir Ildefonso Falcones. Hún segir þó enga leið að lifa af þýðingum eingöngu. „Verkefnin koma ekkert á færibandi í þessum geira,“ segir hún. „Ég lærði líka menningarstjórnun og er eins og er að vinna fyrir bókaútgáfuna Crymogeu.“ Hún segir alls óvíst hvaða verkefni hún fái næst, það séu ekki það margar bækur þýddar úr spænsku. „Ég er opin fyrir uppástungum,“ segir hún hlæjandi. „Ég fæ mjög mikið út úr því að þýða. Þótt það sé stundum einmanalegt starf þá er það samt mjög gefandi og skapandi.“ Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
María Rán Guðjónsdóttir er tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir þýðingu sína á Rödd í dvala eftir spænsku skáldkonuna Dulce Chacon. Þetta er í annað sinn sem María er tilnefnd til verðlaunanna, hið fyrra var árið 2010. „Sagan er byggð á viðtölum sem höfundurinn, Dulce Chacon, tók við stóran hóp af fólki, bæði fólk sem var uppi á tímum borgarastyrjaldarinnar og fólk sem þekkti sögur úr henni frá ættingjum,“ segir María Rán Guðjónsdóttir þýðandi, beðin að gera í stuttu máli grein fyrir efni bókarinnar. „Sögurnar fjalla um konur sem tóku þátt í borgarastyrjöldinni á Spáni og máttu eftir sigur Francos þola fangavist í Madrid. Chacon vann að þessari bók á fjögurra ára tímabili samhliða öðrum verkefnum,“ segir María. „Hún lést fyrir tíu árum, langt fyrir aldur fram, og þetta var síðasta skáldsagan hennar. Bíómyndin sem Benito Zambrano gerði eftir sögunni árið 2011 var tilnefnd til Óskarsverðlauna það ár sem besta erlenda myndin af hálfu Spánverja.“ María segir það verkefni að þýða bókina hafa komið til sín og hún hafi strax orðið mjög spennt fyrir því. „Þetta er ofsalega falleg saga,“ segir hún. „Hún er mjög sorgleg, en frásögnin er falleg og hrífandi, auk þess sem stíllinn er einfaldur en áhrifamikill.“ María lærði spænsku og bókmenntafræði með áherslu á spænskar og suður-amerískar bókmenntir, hér heima, á Spáni og í Mexíkó. Hún hefur þýtt nokkrar bækur úr spænsku við góðan orðstír, var meðal annars tilnefnd til þýðingaverðlaunanna 2010 fyrir þýðingu sína á Kirkju hafsins eftir Ildefonso Falcones. Hún segir þó enga leið að lifa af þýðingum eingöngu. „Verkefnin koma ekkert á færibandi í þessum geira,“ segir hún. „Ég lærði líka menningarstjórnun og er eins og er að vinna fyrir bókaútgáfuna Crymogeu.“ Hún segir alls óvíst hvaða verkefni hún fái næst, það séu ekki það margar bækur þýddar úr spænsku. „Ég er opin fyrir uppástungum,“ segir hún hlæjandi. „Ég fæ mjög mikið út úr því að þýða. Þótt það sé stundum einmanalegt starf þá er það samt mjög gefandi og skapandi.“
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira