Hollt góðgæti fyrir jólin Elín Albertsdóttir skrifar 3. desember 2013 10:30 Sigrún hefur einstakt lag á að gera hollan mat góðan. Gómsætt Sigrún Þorsteinsdóttir heldur úti vefsíðunni Cafe Sigrún þar sem hún birtir uppskriftir að alls kyns hollustugóðgæti. Sigrún gefur hér lesendum uppskriftir að hollu góðgæti fyrir jólin. Piparkökurnar voru smá tilraun sem heppnaðist bara ansi vel. Þær eru kryddaðar og með svolitlum appelsínukeim en það má sleppa appelsínunum ef þið viljið,“ segir Sigrún sem gefur hér uppskrift að piparkökum.piparkökurPiparkökur Gerir 20-25 stykki 1 tsk. appelsínubörkur, rifinn fínt á rifjárni 160 g hrísmjöl (enska: rice flour) 1 tsk. vínsteinslyftiduft 1 tsk. kanill 0,5 tsk. negull (enska: cloves) 4 msk. kókosolía 70 g rapadura-hrásykur (eða annar hrásykur) 50-100 ml sojamjólk (eða önnur mjólk)Aðferð1. Rífið appelsínubörkinn fínt árifjárni. Gætið þess að rífa aðeins appelsínugula hlutann,ekki þann hvíta.2. Í stóra skál skuluð þið sigtasaman hrísmjöl, lyftiduft, kanil og negul. Bætið appelsínuberkinum út í og hrærið vel.3. Í aðra skál skuluð þið hræra saman kókosolíu, 50 ml af sojamjólk og rapadura-hrásykri þannig að úr verði mjúk blanda. Hellið út í stóru skálina og hrærið vel. Ef deigið er mjög þurrt bætið þá meira af sojamjólk út í.4. Hnoðið deigið í stóra kúlu. Skiptið deiginu í fjóra hluta og mótið pylsur í höndunum. Pakkið pylsunum inn í plastfilmu og setjið í ísskápinn. Geymið í klukkustund eða yfir nótt.5. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Skerið pylsurnar í 1-1,5 cm bita og raðið á bökunarplötuna.6. Mótið bitana aðeins ef þarf (þannig að þeir verði kringlóttari).7. Bakið við 180°C í um 15 mínútur.valhnetu- og hunangsnammiValhnetu- og hunangsnammi Valhnetur eru afar hollar og hjálpa til við að sporna við hjartasjúkdómum. Sesamfræin eru kalkrík og innihalda einnig holla fitu. Skipta má út valhnetum fyrir pekanhnetur. Gerir 10-12 stykki 50 g valhnetur, saxaðar mjög smátt 35 g kókosmjöl 1,5 msk. carob 60 ml agavesíróp eða acacia-hunang 50 g sesamfræ eða kókosmjöl (gæti þurft meira)Aðferð 1. Saxið valhneturnar mjög smátt. Setjið í skál.2. Bætið agavesírópi og carobi út í skálina og hrærið vel. Kælið deigið í um 30 mínútur.3. Mótið litlar kúlur í höndunum (gott að nota plasthanska).4. Veltið upp úr sesamfræjum eða kókosmjöli.5. Kælið. Jólafréttir Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Baksýnisspegillinn Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Borgardætur - Þorláksmessa Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Gekk ég yfir sjó og land Jól Nótur fyrir píanó Jól
Gómsætt Sigrún Þorsteinsdóttir heldur úti vefsíðunni Cafe Sigrún þar sem hún birtir uppskriftir að alls kyns hollustugóðgæti. Sigrún gefur hér lesendum uppskriftir að hollu góðgæti fyrir jólin. Piparkökurnar voru smá tilraun sem heppnaðist bara ansi vel. Þær eru kryddaðar og með svolitlum appelsínukeim en það má sleppa appelsínunum ef þið viljið,“ segir Sigrún sem gefur hér uppskrift að piparkökum.piparkökurPiparkökur Gerir 20-25 stykki 1 tsk. appelsínubörkur, rifinn fínt á rifjárni 160 g hrísmjöl (enska: rice flour) 1 tsk. vínsteinslyftiduft 1 tsk. kanill 0,5 tsk. negull (enska: cloves) 4 msk. kókosolía 70 g rapadura-hrásykur (eða annar hrásykur) 50-100 ml sojamjólk (eða önnur mjólk)Aðferð1. Rífið appelsínubörkinn fínt árifjárni. Gætið þess að rífa aðeins appelsínugula hlutann,ekki þann hvíta.2. Í stóra skál skuluð þið sigtasaman hrísmjöl, lyftiduft, kanil og negul. Bætið appelsínuberkinum út í og hrærið vel.3. Í aðra skál skuluð þið hræra saman kókosolíu, 50 ml af sojamjólk og rapadura-hrásykri þannig að úr verði mjúk blanda. Hellið út í stóru skálina og hrærið vel. Ef deigið er mjög þurrt bætið þá meira af sojamjólk út í.4. Hnoðið deigið í stóra kúlu. Skiptið deiginu í fjóra hluta og mótið pylsur í höndunum. Pakkið pylsunum inn í plastfilmu og setjið í ísskápinn. Geymið í klukkustund eða yfir nótt.5. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Skerið pylsurnar í 1-1,5 cm bita og raðið á bökunarplötuna.6. Mótið bitana aðeins ef þarf (þannig að þeir verði kringlóttari).7. Bakið við 180°C í um 15 mínútur.valhnetu- og hunangsnammiValhnetu- og hunangsnammi Valhnetur eru afar hollar og hjálpa til við að sporna við hjartasjúkdómum. Sesamfræin eru kalkrík og innihalda einnig holla fitu. Skipta má út valhnetum fyrir pekanhnetur. Gerir 10-12 stykki 50 g valhnetur, saxaðar mjög smátt 35 g kókosmjöl 1,5 msk. carob 60 ml agavesíróp eða acacia-hunang 50 g sesamfræ eða kókosmjöl (gæti þurft meira)Aðferð 1. Saxið valhneturnar mjög smátt. Setjið í skál.2. Bætið agavesírópi og carobi út í skálina og hrærið vel. Kælið deigið í um 30 mínútur.3. Mótið litlar kúlur í höndunum (gott að nota plasthanska).4. Veltið upp úr sesamfræjum eða kókosmjöli.5. Kælið.
Jólafréttir Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Baksýnisspegillinn Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Borgardætur - Þorláksmessa Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Gekk ég yfir sjó og land Jól Nótur fyrir píanó Jól