Meira en bara vampýrusaga Friðrika Benónýsdóttir skrifar 10. desember 2013 11:00 Þorsteinn Mar segir enga af öllum þeim bíómyndum sem gerðar hafa verið um Drakúla komast í hálfkvisti við söguna sjálfa. Fréttablaðið/Valli Við eigum á íslensku nýlega þýðingu á Frankenstein og tiltölulega nýlega þýðingu á Dr. Jekyll og Mr. Hyde en Drakúla hefur aldrei verið þýdd í fullri lengd,“ segir rithöfundurinn Þorsteinn Mar, einn af forsprökkum bókaútgáfunnar Rúnatýs, spurður hvað komi til að þeir hafi ráðist í að fá Gerði Sif Ingvarsdóttur til að þýða Drakúla eftir Bram Stoker. „Bókin er til í endursögn Valdimars Ásmundssonar en upphaflega sagan hefur aldrei komið út á íslensku og við vildum bæta úr því.“ Þorsteinn segist bjartsýnn á að lesendur fagni þessari útgáfu. „Miðað við það hvernig bókin hefur gengið í hinum enskumælandi heimi, þar sem stöðugt er verið að endurprenta hana, er eðlilegt að draga þá ályktun að sagan eigi alltaf jafn mikið erindi. Þetta er bara þannig saga.“ Blóðsugur hafa verið áberandi í afþreyingarefni undanfarin ár en Þorsteinn segist þó telja að sú bylgja sé að dala. „Vissulega hefur borið á ákveðnu vampýruþema, en mér sýnist megnið af því vera komið á síðustu metrana. Drakúla rís hins vegar upp fyrir það sem fyrsta alvöru vampýrusagan sem löngu er orðin klassík. Hún er líka svo miklu meira en bara vampýrusaga; hún er innrásarsaga og hafði á sínum tíma mjög róttækt viðhorf til stöðu kvenna, svo dæmi séu tekin, og það er svo ótalmargt í þessari sögu sem er áhugavert og skemmtilegt.“ Bókin kom fyrst út árið 1897 og Þorsteinn segir viðtökurnar hafa verið dræmar í fyrstu. „Hún fékk ágætis gagnrýni en það er ekki fyrr en upp úr 1923 sem til verður eitthvert „hæp“ í kringum Drakúla.“ Sagan hefur lítið dalað í vinsældum síðan og fjölmargar bíómyndir fjalla að meira eða minna leyti um greifann blóðþyrsta. Þorsteinn segir þó hina raunverulegu sögu aldrei hafa ratað á hvíta tjaldið. „Jafnvel þótt Francis Ford Coppola hafi gert Bram Stoker‘s Dracula á sínum tíma finnst mörgum harðkjarna-Drakúlaaðdáendum enn vanta Drakúlamynd sem er algjörlega byggð á bókinni. Það jafnast nefnilega engin af öllum þessum kvikmyndum á við það að lesa söguna sjálfa.“ Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Við eigum á íslensku nýlega þýðingu á Frankenstein og tiltölulega nýlega þýðingu á Dr. Jekyll og Mr. Hyde en Drakúla hefur aldrei verið þýdd í fullri lengd,“ segir rithöfundurinn Þorsteinn Mar, einn af forsprökkum bókaútgáfunnar Rúnatýs, spurður hvað komi til að þeir hafi ráðist í að fá Gerði Sif Ingvarsdóttur til að þýða Drakúla eftir Bram Stoker. „Bókin er til í endursögn Valdimars Ásmundssonar en upphaflega sagan hefur aldrei komið út á íslensku og við vildum bæta úr því.“ Þorsteinn segist bjartsýnn á að lesendur fagni þessari útgáfu. „Miðað við það hvernig bókin hefur gengið í hinum enskumælandi heimi, þar sem stöðugt er verið að endurprenta hana, er eðlilegt að draga þá ályktun að sagan eigi alltaf jafn mikið erindi. Þetta er bara þannig saga.“ Blóðsugur hafa verið áberandi í afþreyingarefni undanfarin ár en Þorsteinn segist þó telja að sú bylgja sé að dala. „Vissulega hefur borið á ákveðnu vampýruþema, en mér sýnist megnið af því vera komið á síðustu metrana. Drakúla rís hins vegar upp fyrir það sem fyrsta alvöru vampýrusagan sem löngu er orðin klassík. Hún er líka svo miklu meira en bara vampýrusaga; hún er innrásarsaga og hafði á sínum tíma mjög róttækt viðhorf til stöðu kvenna, svo dæmi séu tekin, og það er svo ótalmargt í þessari sögu sem er áhugavert og skemmtilegt.“ Bókin kom fyrst út árið 1897 og Þorsteinn segir viðtökurnar hafa verið dræmar í fyrstu. „Hún fékk ágætis gagnrýni en það er ekki fyrr en upp úr 1923 sem til verður eitthvert „hæp“ í kringum Drakúla.“ Sagan hefur lítið dalað í vinsældum síðan og fjölmargar bíómyndir fjalla að meira eða minna leyti um greifann blóðþyrsta. Þorsteinn segir þó hina raunverulegu sögu aldrei hafa ratað á hvíta tjaldið. „Jafnvel þótt Francis Ford Coppola hafi gert Bram Stoker‘s Dracula á sínum tíma finnst mörgum harðkjarna-Drakúlaaðdáendum enn vanta Drakúlamynd sem er algjörlega byggð á bókinni. Það jafnast nefnilega engin af öllum þessum kvikmyndum á við það að lesa söguna sjálfa.“
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira