„Tókum óvart lagið Vor í Vaglaskógi“ Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. desember 2013 10:00 Hljómsveitin Kaleo er ein vinsælasta hljómsveit landsins um þessar mundir. mynd/raggi óla „Þetta hefur verið frábært ár hjá okkur og við vonum að næsta ár verði einnig svona gott og jafnvel betra,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin hefur heldur betur slegið í gegn á árinu. Kaleo á eina af mest seldu plötum ársins en hún er jafnframt frumraun sveitarinnar og er henni samnefnd. „Upphaf hljómsveitarinnar má rekja til hljómsveitarinnar Timburmanna, sem var hljómsveit sem tók lög annarra og spilaði á hinum ýmsu samkomum og líka sveitaböllum,“ útskýrir Jökull. Í Timburmönnum voru ásamt Jökli þeir Davíð Antonsson, trommuleikari og söngvari, og Daníel Ægir Kristjánsson bassaleikari. „Rubin Pollock gítarleikari kom svo inn í sveitina og þá varð Kaleo til og áherslurnar urðu aðrar.“ Þess má til gamans geta að Rubin Pollock er sonur gítarleikarans Mike Pollock sem var meðal annars í Utangarðsmönnum. Sveitin kom fyrst fram sem Kaleo á Iceland Airwaves-hátíðinni fyrir rúmu ári. „Fyrir rúmu ári fórum við að leggja metnað í eigin lagasmíðar.“ Lagið Vor í Vaglaskógi var eitt vinsælasta lag ársins á Íslandi í flutningi Kaleo en útgáfa sveitarinnar varð í raun vinsæl fyrir hálfgerða slysni. „Við fórum í Skúrinn á Rás 2 í apríl en þar höfðum við tekið upp lagið Glasshouse nokkrum sinnum sökum tæknilegra erfiðleika og var ég því orðinn þreyttur í röddinni. Þá ákváðum við að telja í eitt rólegt lag sem var óvart lagið Vor í Vaglaskógi og það varð svona vinsælt,“ útskýrir Jökull. Hann hafði þó gengið með lagið og útsetninguna í kollinum í töluverðan tíma áður en þeir töldu í lagið á Rás 2. Eftir þetta fór sveitin í hljóðver og tók lagið upp. „Við tókum upp lagið en eftir að það fékk svona mikla athygli bauð Sena okkur að taka upp breiðskífu og við hjóluðum í það og varð platan til á sex vikum. Við erum mjög sáttir við hana.“ Kaleo-menn leggja mikið upp úr því að vera þéttir á tónleikum og hefur sveitin alla tíð verið dugleg við æfingar. „Við Davíð og Daníel höfum allir spilað saman frá því í grunnskóla og þekkjumst því mjög vel. Við komum helst ekki fram illa æfðir,“ bætir Jökull við. Um þessar mundir er nóg að gera hjá sveitinni en hún er þó farin að vinna í nýju efni. Þá hefur sveitin einnig í hyggju á að koma fram erlendis. „Okkur langar mikið að fara út fyrir landsteinana á næsta ári og erum að skoða alla möguleika á því.“ Framundan eru tónleikar á jólatónleikunum Xmas og tónleikar á Gamla Gauknum en hvorir tveggja tónleikarnir fara fram 20. desember næstkomandi. Kaleo Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Þetta hefur verið frábært ár hjá okkur og við vonum að næsta ár verði einnig svona gott og jafnvel betra,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin hefur heldur betur slegið í gegn á árinu. Kaleo á eina af mest seldu plötum ársins en hún er jafnframt frumraun sveitarinnar og er henni samnefnd. „Upphaf hljómsveitarinnar má rekja til hljómsveitarinnar Timburmanna, sem var hljómsveit sem tók lög annarra og spilaði á hinum ýmsu samkomum og líka sveitaböllum,“ útskýrir Jökull. Í Timburmönnum voru ásamt Jökli þeir Davíð Antonsson, trommuleikari og söngvari, og Daníel Ægir Kristjánsson bassaleikari. „Rubin Pollock gítarleikari kom svo inn í sveitina og þá varð Kaleo til og áherslurnar urðu aðrar.“ Þess má til gamans geta að Rubin Pollock er sonur gítarleikarans Mike Pollock sem var meðal annars í Utangarðsmönnum. Sveitin kom fyrst fram sem Kaleo á Iceland Airwaves-hátíðinni fyrir rúmu ári. „Fyrir rúmu ári fórum við að leggja metnað í eigin lagasmíðar.“ Lagið Vor í Vaglaskógi var eitt vinsælasta lag ársins á Íslandi í flutningi Kaleo en útgáfa sveitarinnar varð í raun vinsæl fyrir hálfgerða slysni. „Við fórum í Skúrinn á Rás 2 í apríl en þar höfðum við tekið upp lagið Glasshouse nokkrum sinnum sökum tæknilegra erfiðleika og var ég því orðinn þreyttur í röddinni. Þá ákváðum við að telja í eitt rólegt lag sem var óvart lagið Vor í Vaglaskógi og það varð svona vinsælt,“ útskýrir Jökull. Hann hafði þó gengið með lagið og útsetninguna í kollinum í töluverðan tíma áður en þeir töldu í lagið á Rás 2. Eftir þetta fór sveitin í hljóðver og tók lagið upp. „Við tókum upp lagið en eftir að það fékk svona mikla athygli bauð Sena okkur að taka upp breiðskífu og við hjóluðum í það og varð platan til á sex vikum. Við erum mjög sáttir við hana.“ Kaleo-menn leggja mikið upp úr því að vera þéttir á tónleikum og hefur sveitin alla tíð verið dugleg við æfingar. „Við Davíð og Daníel höfum allir spilað saman frá því í grunnskóla og þekkjumst því mjög vel. Við komum helst ekki fram illa æfðir,“ bætir Jökull við. Um þessar mundir er nóg að gera hjá sveitinni en hún er þó farin að vinna í nýju efni. Þá hefur sveitin einnig í hyggju á að koma fram erlendis. „Okkur langar mikið að fara út fyrir landsteinana á næsta ári og erum að skoða alla möguleika á því.“ Framundan eru tónleikar á jólatónleikunum Xmas og tónleikar á Gamla Gauknum en hvorir tveggja tónleikarnir fara fram 20. desember næstkomandi.
Kaleo Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira