Engar loðnar kanínur og bleikar prinsessur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. desember 2013 12:00 Sif Sigmarsdóttir "Bækur eru fyrst og fremst bara annaðhvort góðar bókmenntir eða ekki.“ Fréttablaðið/GVA „Þetta er alveg ótrúlegt, ég er í hálfgerðu sjokki,“ segir Sif Sigmarsdóttir um velgengni fyrsta bindis Freyjusögu, Múrsins, sem tilnefnd er bæði til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna, auk þess að vera ofarlega á metsölulistum og hafa hlotið rífandi góða dóma gagnrýnenda. „Maður vonast auðvitað alltaf eftir góðum viðbrögðum við því sem maður skrifar, en þótt maður sé sjálfur rosalega ánægður með eigin grip þá veit enginn hvernig aðrir taka honum, þannig að, nei, ég hafði ekki séð þetta fyrir mér.“ Freyjusaga er framtíðarsaga sem kölluð hefur verið hinir íslensku Hungurleikar, en Sif segist hafa verið byrjuð á sögunni löngu áður en Hungurleikarnir komu fram á sjónarsviðið. „Þessi bók er búin að vera vandræðalega lengi í vinnslu, nærri sex ár, en hugmyndin kviknaði fyrst þegar ég var í námi í barnabókmenntum í Bretlandi. Ég byrjaði þar árið 2002 og var þá svakalega skotin í Philip Pullman og bókunum hans um Gyllta áttavitann. Eftir að ég las þær var ég staðráðin í að skrifa einhverja drungalega fantasíu. Svo vildi þannig til að það fengu allir sömu hugmynd á svipuðum tíma og síðan þá hafa komið út margar bækur í þessum anda. Þegar ég las Hungurleikana hugsaði ég: Andskotinn, hún stal hugmyndinni minni.“ Einhverjum lesendum hafa þótt lýsingarnar í Múrnum ansi hrottalegar, finnst þér það sjálfri? „Nei, alls ekki. Það er hins vegar dálítið algengt þegar kemur að unglingabókum að fólki finnist að þær eigi að vera voða saklausar og krúttlegar og fullar af loðnum kanínum og bleikum prinsessum, en ég er alls ekki sammála því. Við sem erum að skrifa fyrir unglinga erum að keppa við blóðuga tölvuleiki og sjónvarpsþætti og þurfum bara hreinlega að vera samkeppnishæf. Enda held ég að unglingarnir þoli þetta smáræði nú alveg, það er aðallega fullorðna fólkið sem barmar sér yfir hvað þetta sé ógeðslegt.“ Margir líta á skrif barnabóka sem tilhlaup eða upphitun fyrir skrif „alvöru“ bókmennta, ertu á þeim buxunum? „Nei mig hefur alltaf langað að skrifa unglingabækur. Ein fyrsta spurningin sem ég fékk þegar fyrsta unglingabókin mín kom út var einmitt: Hvenær ætlarðu að skrifa alvöru bók? Mér finnst hins vegar barnabókmenntir vera alvöru bókmenntir og börn og unglingar eru mjög kröfuharðir lesendur. Það er alveg óþarfi að flokka þær sem eitthvert óæðra form. Bækur eru fyrst og fremst bara annaðhvort góðar bókmenntir eða ekki, alveg sama fyrir hvaða aldurshóp er skrifað.“ Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Þetta er alveg ótrúlegt, ég er í hálfgerðu sjokki,“ segir Sif Sigmarsdóttir um velgengni fyrsta bindis Freyjusögu, Múrsins, sem tilnefnd er bæði til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna, auk þess að vera ofarlega á metsölulistum og hafa hlotið rífandi góða dóma gagnrýnenda. „Maður vonast auðvitað alltaf eftir góðum viðbrögðum við því sem maður skrifar, en þótt maður sé sjálfur rosalega ánægður með eigin grip þá veit enginn hvernig aðrir taka honum, þannig að, nei, ég hafði ekki séð þetta fyrir mér.“ Freyjusaga er framtíðarsaga sem kölluð hefur verið hinir íslensku Hungurleikar, en Sif segist hafa verið byrjuð á sögunni löngu áður en Hungurleikarnir komu fram á sjónarsviðið. „Þessi bók er búin að vera vandræðalega lengi í vinnslu, nærri sex ár, en hugmyndin kviknaði fyrst þegar ég var í námi í barnabókmenntum í Bretlandi. Ég byrjaði þar árið 2002 og var þá svakalega skotin í Philip Pullman og bókunum hans um Gyllta áttavitann. Eftir að ég las þær var ég staðráðin í að skrifa einhverja drungalega fantasíu. Svo vildi þannig til að það fengu allir sömu hugmynd á svipuðum tíma og síðan þá hafa komið út margar bækur í þessum anda. Þegar ég las Hungurleikana hugsaði ég: Andskotinn, hún stal hugmyndinni minni.“ Einhverjum lesendum hafa þótt lýsingarnar í Múrnum ansi hrottalegar, finnst þér það sjálfri? „Nei, alls ekki. Það er hins vegar dálítið algengt þegar kemur að unglingabókum að fólki finnist að þær eigi að vera voða saklausar og krúttlegar og fullar af loðnum kanínum og bleikum prinsessum, en ég er alls ekki sammála því. Við sem erum að skrifa fyrir unglinga erum að keppa við blóðuga tölvuleiki og sjónvarpsþætti og þurfum bara hreinlega að vera samkeppnishæf. Enda held ég að unglingarnir þoli þetta smáræði nú alveg, það er aðallega fullorðna fólkið sem barmar sér yfir hvað þetta sé ógeðslegt.“ Margir líta á skrif barnabóka sem tilhlaup eða upphitun fyrir skrif „alvöru“ bókmennta, ertu á þeim buxunum? „Nei mig hefur alltaf langað að skrifa unglingabækur. Ein fyrsta spurningin sem ég fékk þegar fyrsta unglingabókin mín kom út var einmitt: Hvenær ætlarðu að skrifa alvöru bók? Mér finnst hins vegar barnabókmenntir vera alvöru bókmenntir og börn og unglingar eru mjög kröfuharðir lesendur. Það er alveg óþarfi að flokka þær sem eitthvert óæðra form. Bækur eru fyrst og fremst bara annaðhvort góðar bókmenntir eða ekki, alveg sama fyrir hvaða aldurshóp er skrifað.“
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira