Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi Dagný Gísla skrifar 21. desember 2013 12:00 Lyktin af greni, kanil og mandarínum segir nefinu að jólin séu fram undan. Skemmtileg og ódýr leið til þess að heimilið ilmi hátíðlega er að búa til jólablöndu í pott sem þú hitar upp aftur og aftur og jólalegur ilmur dreifist um heimilið og vekur góðar minningar og stemningu. Einnig er hægt að setja það sem til þarf í krukku eða fallegan poka ásamt leiðbeiningum og gefa sem gjöf. Blandaðu öllu saman í lítinn pott og helltu vatni yfir svo að það fljóti yfir. Stilltu helluna á lágan hita og leyfðu blöndunni að malla og þá mun ilmurinn dreifast um heimilið. Svona blanda dugar í viku og er hægt að hita upp aftur og aftur, en muna þarf að bæta vatni í blönduna í hvert skipti.Appelsínu- og trönuberjailmur 1 appelsína, skorin í þunnar sneiðar ½ bolli af ferskum trönuberjum 3 kanilstangir 1 matskeið af heilum negulKryddaður eplailmur 1 epli, skorin í sneiðar 5 kanilstangir 2 matskeiðar af heilum negul 2 matskeiðar af nýmöluðu múskati appelsínubörkur eftir smekk Jólafréttir Mest lesið Nú er Gunna á nýju skónum Jól Brotið blað um jól Jólin Svona gerirðu graflax Jól Rafræn kveðja og kortafé í styrk Jólin Álfadrottning í álögum Jól Bakaði vikulega fyrir vinnufélagana Jól Börnin baka jólaskrautið Jól Aðventustund í eldhúsinu Jól Lax í jólaskapi Jólin Kókosæði fyrir hátíðarnar Jól
Lyktin af greni, kanil og mandarínum segir nefinu að jólin séu fram undan. Skemmtileg og ódýr leið til þess að heimilið ilmi hátíðlega er að búa til jólablöndu í pott sem þú hitar upp aftur og aftur og jólalegur ilmur dreifist um heimilið og vekur góðar minningar og stemningu. Einnig er hægt að setja það sem til þarf í krukku eða fallegan poka ásamt leiðbeiningum og gefa sem gjöf. Blandaðu öllu saman í lítinn pott og helltu vatni yfir svo að það fljóti yfir. Stilltu helluna á lágan hita og leyfðu blöndunni að malla og þá mun ilmurinn dreifast um heimilið. Svona blanda dugar í viku og er hægt að hita upp aftur og aftur, en muna þarf að bæta vatni í blönduna í hvert skipti.Appelsínu- og trönuberjailmur 1 appelsína, skorin í þunnar sneiðar ½ bolli af ferskum trönuberjum 3 kanilstangir 1 matskeið af heilum negulKryddaður eplailmur 1 epli, skorin í sneiðar 5 kanilstangir 2 matskeiðar af heilum negul 2 matskeiðar af nýmöluðu múskati appelsínubörkur eftir smekk
Jólafréttir Mest lesið Nú er Gunna á nýju skónum Jól Brotið blað um jól Jólin Svona gerirðu graflax Jól Rafræn kveðja og kortafé í styrk Jólin Álfadrottning í álögum Jól Bakaði vikulega fyrir vinnufélagana Jól Börnin baka jólaskrautið Jól Aðventustund í eldhúsinu Jól Lax í jólaskapi Jólin Kókosæði fyrir hátíðarnar Jól