Eins kærkomið happ og hugsast getur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2013 13:00 Við afhendinguna: Jónas Ingimundarson, Aino Freyja Järvelä, Kristján Jóhannesson og Þórður Júlíusson. „Ég er mjög þakklátur. Styrkurinn kemur sér ákaflega vel því ég er á leiðinni út til Vínar í janúar en skólinn byrjar ekki fyrr en í febrúar og ég þarf að taka þátt í verkefni áður, launalaust.“ Þetta segir Kristján Jóhannesson söngvari um 500 þúsund króna styrk sem hann tók við í gær úr styrktarsjóði Önnu K. Nordal. Kristján upplýsir að verkefnið sé nemendauppfærsla á barnaóperunni Hans og Grétu eftir Engelbert Humperdinck sem sett verður upp við skólann sem hann er að hefja nám í. „Ég hef engan rétt á námslánum fyrr en ég byrja fyrir alvöru í skólanum í febrúar og þess vegna er styrkurinn eins kærkomið happ og hugsast getur.“ Skólinn sem Kristján talar um er Konservatoríið í Vínarborg. Þar hyggst hann dvelja við BA-nám í fjögur ár. „Svo er það bundið því hvernig gengur hvað ég geri.“ Kristján lauk burtfararprófi í vor frá Söngskóla Sigurðar Demetz. Kennarar hans voru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Kristján Jóhannsson og Keith Reed. Nú í haust þreytti hann frumraun sína sem einsöngvari hjá Íslensku óperunni í Carmen. Hann hefur líka verið í fastakór óperunnar og sungið með honum í La bohème og Il trovatore. Kristján er tuttugu og eins árs og kveðst vita um fleiri íslenska nemendur við Konservatoríið. Meðal þeirra sem stunda þar nám er kærastan hans, Fjóla Kristín Nikulásdóttir, sem er í mastersnámi. Hann kveðst hafa dvalið hjá henni tvo mánuði síðastliðið vor. „Það var þá sem ég sótti um,“ segir hann. Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Ég er mjög þakklátur. Styrkurinn kemur sér ákaflega vel því ég er á leiðinni út til Vínar í janúar en skólinn byrjar ekki fyrr en í febrúar og ég þarf að taka þátt í verkefni áður, launalaust.“ Þetta segir Kristján Jóhannesson söngvari um 500 þúsund króna styrk sem hann tók við í gær úr styrktarsjóði Önnu K. Nordal. Kristján upplýsir að verkefnið sé nemendauppfærsla á barnaóperunni Hans og Grétu eftir Engelbert Humperdinck sem sett verður upp við skólann sem hann er að hefja nám í. „Ég hef engan rétt á námslánum fyrr en ég byrja fyrir alvöru í skólanum í febrúar og þess vegna er styrkurinn eins kærkomið happ og hugsast getur.“ Skólinn sem Kristján talar um er Konservatoríið í Vínarborg. Þar hyggst hann dvelja við BA-nám í fjögur ár. „Svo er það bundið því hvernig gengur hvað ég geri.“ Kristján lauk burtfararprófi í vor frá Söngskóla Sigurðar Demetz. Kennarar hans voru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Kristján Jóhannsson og Keith Reed. Nú í haust þreytti hann frumraun sína sem einsöngvari hjá Íslensku óperunni í Carmen. Hann hefur líka verið í fastakór óperunnar og sungið með honum í La bohème og Il trovatore. Kristján er tuttugu og eins árs og kveðst vita um fleiri íslenska nemendur við Konservatoríið. Meðal þeirra sem stunda þar nám er kærastan hans, Fjóla Kristín Nikulásdóttir, sem er í mastersnámi. Hann kveðst hafa dvalið hjá henni tvo mánuði síðastliðið vor. „Það var þá sem ég sótti um,“ segir hann.
Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira