Vann fyrir Victoriu Beckham í London Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. desember 2013 09:30 Eydís Helena Evensen er að gera góða hluti í fyrirsætugeiranum í London. Hún vann meðal annars fyrir Victoriu Beckham og tók lagið með henni. fréttablaðið/valli „Ég vann fyrir Victoriu Beckham í síðustu viku og það var mjög magnað að hitta hana,“ segir fyrirsætan Eydís Helena Evensen sem hefur búið í London í haust. Hún hefur unnið sem Elite-fyrirsæta þar undanfarið og tekist á við ýmis áhugaverð verkefni. „Verkefnið fyrir Victoriu Beckham var svokallað „showroom“ fyrir nýju línuna hennar, sem virkar þannig að nokkrar fyrirsætur gengu um salinn og sýndu línuna hennar. Salurinn var fullur af kúnnum alls staðar að úr heiminum,“ útskýrir Eydís Helena, sem tók meira að segja lagið með frú Beckham baksviðs. „Það var mjög gaman, enda er ég dyggur aðdáandi Spice Girls,“ bætir Eydís Helena við létt í lundu. Hún hefur setið fyrir hjá Top Shop, Urban Outfitters og ELLE UK vefsíðuna, fyrir utan Victoriu Beckham-verkefnið. „Þetta hefur verið virkilega áhugavert og ég hef öðlast mikla reynslu þarna úti. Fyrir Top Shop gerði ég sex tískumyndbönd sem munu birtast á vefsíðu Top Shop innan skamms,“ segir Eydís Helena. Verk hennar má einnig sjá á hinni vinsælu og virtu vefsíðu Urban Outfitters og einnig á vefsíðu Elle UK. „Ég fæ yfirleitt bara sms á kvöldin frá skrifstofunni sem segir til um hvað ég sé að fara gera daginn eftir. Það er spennandi og skemmtilegt,“ segir Eydís Helena aðspurð um hvernig verkefnin verði til.Vann fyrir Kryddpíuna Victoriu Beckham.NORDICPHOTOS/GETTYFyrir utan fyrirsætustörfin, spilar Eydís Helena á píanó og var hún ekki í vandræðum við að finna sér stað í London til þess að æfa sig á píanóið. „Einn daginn, þegar var ég að labba heim úr vinnu, heyrði ég píanóhljóm úr einni íbúð. Ég bankaði upp á og þar koma áttræður maður til dyra og ég spurði hann hvort ég mætti æfa mig á píanóið hjá honum. Hann svaraði játandi og fór ég til hans nokkrum sinnum í viku og æfði mig,“ útskýrir Eydís Helena. Eydís Helena er stödd heima á Íslandi yfir hátíðirnar og er óviss hvert stefnan verði sett á næsta ári. „Mig langar að klára tónlistarnámið mitt á Íslandi eftir áramót en mér stendur til boða að fara að vinna í Mílanó í janúar, hjá Fashion Milan,“ útskýrir Eydís Helena. Ef hún heldur áfram í fyrirsætugeiranum eru næstu stoppustöðvarnar líklega París eða New York. „Það er auðvitað mjög spennandi og freistandi að halda áfram en mig langar að stoppa aðeins á Íslandi í bili.“ RFF Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
„Ég vann fyrir Victoriu Beckham í síðustu viku og það var mjög magnað að hitta hana,“ segir fyrirsætan Eydís Helena Evensen sem hefur búið í London í haust. Hún hefur unnið sem Elite-fyrirsæta þar undanfarið og tekist á við ýmis áhugaverð verkefni. „Verkefnið fyrir Victoriu Beckham var svokallað „showroom“ fyrir nýju línuna hennar, sem virkar þannig að nokkrar fyrirsætur gengu um salinn og sýndu línuna hennar. Salurinn var fullur af kúnnum alls staðar að úr heiminum,“ útskýrir Eydís Helena, sem tók meira að segja lagið með frú Beckham baksviðs. „Það var mjög gaman, enda er ég dyggur aðdáandi Spice Girls,“ bætir Eydís Helena við létt í lundu. Hún hefur setið fyrir hjá Top Shop, Urban Outfitters og ELLE UK vefsíðuna, fyrir utan Victoriu Beckham-verkefnið. „Þetta hefur verið virkilega áhugavert og ég hef öðlast mikla reynslu þarna úti. Fyrir Top Shop gerði ég sex tískumyndbönd sem munu birtast á vefsíðu Top Shop innan skamms,“ segir Eydís Helena. Verk hennar má einnig sjá á hinni vinsælu og virtu vefsíðu Urban Outfitters og einnig á vefsíðu Elle UK. „Ég fæ yfirleitt bara sms á kvöldin frá skrifstofunni sem segir til um hvað ég sé að fara gera daginn eftir. Það er spennandi og skemmtilegt,“ segir Eydís Helena aðspurð um hvernig verkefnin verði til.Vann fyrir Kryddpíuna Victoriu Beckham.NORDICPHOTOS/GETTYFyrir utan fyrirsætustörfin, spilar Eydís Helena á píanó og var hún ekki í vandræðum við að finna sér stað í London til þess að æfa sig á píanóið. „Einn daginn, þegar var ég að labba heim úr vinnu, heyrði ég píanóhljóm úr einni íbúð. Ég bankaði upp á og þar koma áttræður maður til dyra og ég spurði hann hvort ég mætti æfa mig á píanóið hjá honum. Hann svaraði játandi og fór ég til hans nokkrum sinnum í viku og æfði mig,“ útskýrir Eydís Helena. Eydís Helena er stödd heima á Íslandi yfir hátíðirnar og er óviss hvert stefnan verði sett á næsta ári. „Mig langar að klára tónlistarnámið mitt á Íslandi eftir áramót en mér stendur til boða að fara að vinna í Mílanó í janúar, hjá Fashion Milan,“ útskýrir Eydís Helena. Ef hún heldur áfram í fyrirsætugeiranum eru næstu stoppustöðvarnar líklega París eða New York. „Það er auðvitað mjög spennandi og freistandi að halda áfram en mig langar að stoppa aðeins á Íslandi í bili.“
RFF Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira