Gleðilegar vetrarsólstöður Hildur Sverrisdóttir skrifar 21. desember 2013 06:00 Aðventuljósin okkar eru þannig tilkomin að heildsali flutti þau inn frá Svíþjóð á sjöunda áratugnum og þau komust fljótt í mikinn og landlægan móð. Sem sagt eitt af æðum landsmanna sem enduðu ekki á haugunum. Ljósin minna á gyðingdóm en skírskota í raun til þeirrar hefðar í Svíþjóð að lýsa upp skammdegið frá Lúsíudeginum 13. desember sem var stysti dagur ársins í gregorísku tímatali. Þá ríkti nóttin á norðurhveli jarðar og fólk þarfnaðist komandi ljóss. Í þessum vetrarmyrka parti heimsins hefur alla tíð verið haldið upp á þessi tímamót. Skírskotun til þeirra fornu hátíðahalda ljóssins hefur alltaf verið samofin jólahátíðinni. Ef hátíðahöldin snerust eingöngu um fæðingu Jesú mætti í gamni giska á að við aftansönginn væru kirkjugestir makaðir í myrru og reykelsisanganin liðaðist um kirkjuskipið. Og órjúfanlegur þáttur í jólahaldinu væri að heimsækja eins og eitt fjárhús – já eða fæðingardeild Landspítalans. En jólahaldið er óhugsandi án allra okkar skírskotana til fornrar tilbeiðslu birtunnar með mismunandi jólaljósum. Íslendingar eru mistrúaðir en það er þegjandi samkomulag um að flestir haldi jól. Einhverjir finna sig síður í Jesúhátíðahöldunum en alveg eins og hver fjölskylda hefur sinn háttinn á því hvernig eigi að blanda jólaölið geta sumir yljað sér við að það er ekki síður arfur okkar sem búum í vetrarmyrkrinu að fagna komu ljóssins. Þetta getur farið ágætlega saman eins og saga aðventuljósanna ber með sér. Þessi stund, þegar skammdegið nær hámarki og daginn fer loksins að lengja á ný, kallast vetrarsólstöður og eru í dag, nánar tiltekið kl. 17.11. Í dag getum við því fagnað eins og forfeður okkar í aldanna rás að birtan sigrar myrkrið. Hver vill ekki fagna því? Þessi tímamót ættu að kalla á sérstakan hátíðisdag fyrir okkur vetrarmyrkurverurnar. Það hefur komið í ljós að Íslendingar hafa vaknað til vinnu alltof snemma í svartamyrkri og því á að skoða að breyta klukkunni. Rakið að halda almennilega upp á þennan stysta dag ársins til dæmis með því að þá sé bókstaflega og eingöngu unnið myrkranna á milli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Aðventuljósin okkar eru þannig tilkomin að heildsali flutti þau inn frá Svíþjóð á sjöunda áratugnum og þau komust fljótt í mikinn og landlægan móð. Sem sagt eitt af æðum landsmanna sem enduðu ekki á haugunum. Ljósin minna á gyðingdóm en skírskota í raun til þeirrar hefðar í Svíþjóð að lýsa upp skammdegið frá Lúsíudeginum 13. desember sem var stysti dagur ársins í gregorísku tímatali. Þá ríkti nóttin á norðurhveli jarðar og fólk þarfnaðist komandi ljóss. Í þessum vetrarmyrka parti heimsins hefur alla tíð verið haldið upp á þessi tímamót. Skírskotun til þeirra fornu hátíðahalda ljóssins hefur alltaf verið samofin jólahátíðinni. Ef hátíðahöldin snerust eingöngu um fæðingu Jesú mætti í gamni giska á að við aftansönginn væru kirkjugestir makaðir í myrru og reykelsisanganin liðaðist um kirkjuskipið. Og órjúfanlegur þáttur í jólahaldinu væri að heimsækja eins og eitt fjárhús – já eða fæðingardeild Landspítalans. En jólahaldið er óhugsandi án allra okkar skírskotana til fornrar tilbeiðslu birtunnar með mismunandi jólaljósum. Íslendingar eru mistrúaðir en það er þegjandi samkomulag um að flestir haldi jól. Einhverjir finna sig síður í Jesúhátíðahöldunum en alveg eins og hver fjölskylda hefur sinn háttinn á því hvernig eigi að blanda jólaölið geta sumir yljað sér við að það er ekki síður arfur okkar sem búum í vetrarmyrkrinu að fagna komu ljóssins. Þetta getur farið ágætlega saman eins og saga aðventuljósanna ber með sér. Þessi stund, þegar skammdegið nær hámarki og daginn fer loksins að lengja á ný, kallast vetrarsólstöður og eru í dag, nánar tiltekið kl. 17.11. Í dag getum við því fagnað eins og forfeður okkar í aldanna rás að birtan sigrar myrkrið. Hver vill ekki fagna því? Þessi tímamót ættu að kalla á sérstakan hátíðisdag fyrir okkur vetrarmyrkurverurnar. Það hefur komið í ljós að Íslendingar hafa vaknað til vinnu alltof snemma í svartamyrkri og því á að skoða að breyta klukkunni. Rakið að halda almennilega upp á þennan stysta dag ársins til dæmis með því að þá sé bókstaflega og eingöngu unnið myrkranna á milli.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun