Hann fékk tvær bækur Sara McMahon skrifar 24. desember 2013 06:00 Ég var að velta því fyrir mér hvort að allir áttu jafn góð jól og ég. Ég veit að bróðir minn átti þau ekki af því að hann fékk tvær bækur.“ Svo ritaði pistlahöfundur í dagbók sína eitt aðfangadagskvöld fyrir um tuttugu árum. Gjafirnar sem mér höfðu hlotnast voru einnig taldar upp ásamt stuttri, en greinargóðri lýsingu á hverjum hlut. Mestu púðri eyddi ég þó í að segja frá stemningunni sem ríkti á heimilinu þetta kvöld. Það var augljóslega samverustundin með fjölskyldunni sem stóð upp úr, og það þrátt fyrir að hafa fengið skóna sem mig hafði lengi dreymt um að eignast (samkvæmt því sem fram kemur í dagbókarfærslunni). Í dag er aðfangadagur jóla og því óhjákvæmilegt að rita nokkur orð um jólaandann. Það er auðvelt að falla í þann fúla pytt sem jólastressið er, enda í mörg horn að líta þegar halda á jól. Verkefnalisti minn hefur breyst töluvert frá því að ofangreind færsla var skrifuð, eðlilega, því nú er ég orðin fullorðin og geri sjálf allt sem tilheyrir jólaundirbúningnum: kaupi gjafir, bý til konfekt, baka, þríf heimilið hátt og lágt, skreyti og pakka inn. Horfnir eru dagarnir þar sem ég og systkini mín sátum eins og klessur og horfðum á jólateiknimyndir eða lékum okkur á meðan mamma sá um flest. Ef hægt er að leiða hjá sér allt hið vandræðalega sem ég tók upp á að skrásetja í umrædda dagbók, þá mætti jafnvel draga svolítinn lærdóm frá barninu sem ég var. Og hann er þessi: Þrátt fyrir góðar gjafir þá var það samveran með fjölskyldunni sem gladdi mig mest. Enn ein jólin með ömmu, maturinn hennar mömmu, pakkaútkeyrslan með pabba og félagsskapur systkina minna var það sem ég lagði heilar þrjár blaðsíður undir til að segja frá. Hafið það á bak við eyrað þegar stressið virðist ætla að ná yfirhöndinni. Og gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun
Ég var að velta því fyrir mér hvort að allir áttu jafn góð jól og ég. Ég veit að bróðir minn átti þau ekki af því að hann fékk tvær bækur.“ Svo ritaði pistlahöfundur í dagbók sína eitt aðfangadagskvöld fyrir um tuttugu árum. Gjafirnar sem mér höfðu hlotnast voru einnig taldar upp ásamt stuttri, en greinargóðri lýsingu á hverjum hlut. Mestu púðri eyddi ég þó í að segja frá stemningunni sem ríkti á heimilinu þetta kvöld. Það var augljóslega samverustundin með fjölskyldunni sem stóð upp úr, og það þrátt fyrir að hafa fengið skóna sem mig hafði lengi dreymt um að eignast (samkvæmt því sem fram kemur í dagbókarfærslunni). Í dag er aðfangadagur jóla og því óhjákvæmilegt að rita nokkur orð um jólaandann. Það er auðvelt að falla í þann fúla pytt sem jólastressið er, enda í mörg horn að líta þegar halda á jól. Verkefnalisti minn hefur breyst töluvert frá því að ofangreind færsla var skrifuð, eðlilega, því nú er ég orðin fullorðin og geri sjálf allt sem tilheyrir jólaundirbúningnum: kaupi gjafir, bý til konfekt, baka, þríf heimilið hátt og lágt, skreyti og pakka inn. Horfnir eru dagarnir þar sem ég og systkini mín sátum eins og klessur og horfðum á jólateiknimyndir eða lékum okkur á meðan mamma sá um flest. Ef hægt er að leiða hjá sér allt hið vandræðalega sem ég tók upp á að skrásetja í umrædda dagbók, þá mætti jafnvel draga svolítinn lærdóm frá barninu sem ég var. Og hann er þessi: Þrátt fyrir góðar gjafir þá var það samveran með fjölskyldunni sem gladdi mig mest. Enn ein jólin með ömmu, maturinn hennar mömmu, pakkaútkeyrslan með pabba og félagsskapur systkina minna var það sem ég lagði heilar þrjár blaðsíður undir til að segja frá. Hafið það á bak við eyrað þegar stressið virðist ætla að ná yfirhöndinni. Og gleðileg jól!
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun