Hrakfarir Söndru hræða ekki Soffíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2013 06:00 Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir. Mynd/Daníel Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir, lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar, er á leiðinni í atvinnumennsku en hún ætlar að spila með sænska liðinu Jitex á næsta ári. „Ég er á samning hjá Stjörnunni en Stjarnan hefur vitað lengi að ég væri að fara út. Ég er búin að æfa með Jitex í desember og þetta er komið nánast alla leið,“ segir Soffía. Hún er 25 ára og spilar oftast sem vinstri bakvörður en hefur einnig leyst stöðu kantmanns og miðjumanns með Stjörnunni undanfarin ár. „Ég er í mastersnámi í verkfræði í Gautaborg og valdi það út frá því að ég vissi að ég gæti komist að í fótboltanum. Ef það er einhvern tímann tímapunktur fyrir mig að fara að spila úti þá er það núna. Þetta verður smá keyrsla en það er allt hægt,“ segir Soffía. Liðsfélagi hennar Sandra Sigurðardóttir lenti upp á kant við sænska liðið fyrir nokkrum árum en Soffía hefur ekki áhyggjur af því. „Það er ný stjórn, nýtt þjálfarateymi og allt nýtt þarna. Það eru líka margir nýir leikmenn að koma inn,“ segir hún. Soffía hefur verið í aðalhlutverki í uppgangi Stjörnuliðsins. „Ég held að ég hafi komið í liðið 2004 og við Adda (Ásgerður Stefanía Baldursdóttir) erum búnar að spila níu tímabil saman og höfum gengið í gegnum súrt og sætt saman. Það er alveg erfitt að kveðja Stjörnuna en ég mun alltaf koma aftur. Ég enda alltaf á Íslandi," segir Soffía. En hvert stefnir Jitex? „Jitex-liðið hefur endað í níunda til tíunda sæti einhver fjögur ár í röð. Ég held að stefnan sé að komast hærra upp töfluna. Það er gaman að taka þátt í þessari endurnýjun og þessum tímamótum sem eru í Jitex núna," segir Soffía og bætir við: „Ég er komin með smá reynslu af því hvernig menn búa til meistaralið. Þú býrð ekki til meistaralið á einu ári og ég býst því við að næsta tímabil verði svolítið strembið," segir Soffía. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir, lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar, er á leiðinni í atvinnumennsku en hún ætlar að spila með sænska liðinu Jitex á næsta ári. „Ég er á samning hjá Stjörnunni en Stjarnan hefur vitað lengi að ég væri að fara út. Ég er búin að æfa með Jitex í desember og þetta er komið nánast alla leið,“ segir Soffía. Hún er 25 ára og spilar oftast sem vinstri bakvörður en hefur einnig leyst stöðu kantmanns og miðjumanns með Stjörnunni undanfarin ár. „Ég er í mastersnámi í verkfræði í Gautaborg og valdi það út frá því að ég vissi að ég gæti komist að í fótboltanum. Ef það er einhvern tímann tímapunktur fyrir mig að fara að spila úti þá er það núna. Þetta verður smá keyrsla en það er allt hægt,“ segir Soffía. Liðsfélagi hennar Sandra Sigurðardóttir lenti upp á kant við sænska liðið fyrir nokkrum árum en Soffía hefur ekki áhyggjur af því. „Það er ný stjórn, nýtt þjálfarateymi og allt nýtt þarna. Það eru líka margir nýir leikmenn að koma inn,“ segir hún. Soffía hefur verið í aðalhlutverki í uppgangi Stjörnuliðsins. „Ég held að ég hafi komið í liðið 2004 og við Adda (Ásgerður Stefanía Baldursdóttir) erum búnar að spila níu tímabil saman og höfum gengið í gegnum súrt og sætt saman. Það er alveg erfitt að kveðja Stjörnuna en ég mun alltaf koma aftur. Ég enda alltaf á Íslandi," segir Soffía. En hvert stefnir Jitex? „Jitex-liðið hefur endað í níunda til tíunda sæti einhver fjögur ár í röð. Ég held að stefnan sé að komast hærra upp töfluna. Það er gaman að taka þátt í þessari endurnýjun og þessum tímamótum sem eru í Jitex núna," segir Soffía og bætir við: „Ég er komin með smá reynslu af því hvernig menn búa til meistaralið. Þú býrð ekki til meistaralið á einu ári og ég býst því við að næsta tímabil verði svolítið strembið," segir Soffía.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira