Hestar á hlaupabretti með bleiu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. janúar 2014 20:45 Íslensk vatnshlaupabretti fyrir veðhlaupahesta í Ástralíu og Dubai eru nú smíðuð á sveitabæ í Flóanum en alls hafa verið smíðuð 14 bretti á síðustu þremur árum, sem hafa farið til þriggja heimsálfa. Tvö brettanna í Dubai keypti konungsfjölskyldan. Hestarnir fá sérstaka bleiu á sig áður en þeir fara á brettið svo þeir skíti ekki ofan í vatnið. Magnús Hlynur Hreiðarsson skoðaði í dag nýjast brettið. Það er fyrirtækið Formax, sem smíðar vatnahlaupabrettin en eigendur þess eru þeir Helgi Friðrik Halldórsson og Bjarni Sigurðsson. Eftir að fyrsta brettið var smíðað og stóðs allar prófanir árið 2010 fóru hjólin að snúast og nú hafa verið seld 14 bretti til þriggja heimsálfa, eða til Evrópu, Asíu og Ástralíu. Bretta jarpur er hesturinn kallaður frá Bjarna, sem hefur prófað öll brettin og gefur sinn gæðastimpil á þau áður en þau fara í gám og úr landi. „Við erum í Danmörku, Svíþjóð, Frakklandi, Sviss, Hollandi og svo núna í desember voru við að setja upp tvö tæki í Dubai og þetta tæki sem þið sjáið fyrir aftan mig er að fara til Bretlands í Landbúnaðarháskóla, hestadeildina þar og síðan förum við til Ástralíu með eitt tæki í mars,“ sagði Bjarni. Bjarni segir að það hafi verið sérstaklega skemmtilegt að selja tvö bretti til Dubai fyrir veðhlaupahesta. „Þetta er Sheikh Hamdan, krónprinsinn í Dubai, sem keypti af okkur tvö tæki. Hann er með mikinn hestabúgarð, 400 til 500 hesta og mikið af starfsfólki, þannig að þetta er gríðarlega stórt í sniðum hjá þeim í mið Austurlöndum, mikill markaður,“ segir Bjarni. Formax er í sérstöku samstarfi við Tækniþróunarsjóðs um hönnun á brettum fyrir stærri hestakyn. Aðal þungamiðjan í því er að kortleggja vöðvavinnslu hestsins og gera mælingar á því með tilliti til stillinga á tækinu þannig að viðskiptavinirnir fá ekki bara tækið, heldur leiðbeiningar um það hvernig það nýtist þeim sem best í þjálfuninni. Hestarnir fá sérstaka bleiu áður en þeir fara á brettið því það þykir æskilegt að halda vatninu hreinu. Hesturinn er með svona poka aftan á sér til að skíturinn fari ekki í vatnið, það er mikið lagt upp úr hreinlæti eins og í löndum þar sem vatnið er dýrmætt. Hestar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Íslensk vatnshlaupabretti fyrir veðhlaupahesta í Ástralíu og Dubai eru nú smíðuð á sveitabæ í Flóanum en alls hafa verið smíðuð 14 bretti á síðustu þremur árum, sem hafa farið til þriggja heimsálfa. Tvö brettanna í Dubai keypti konungsfjölskyldan. Hestarnir fá sérstaka bleiu á sig áður en þeir fara á brettið svo þeir skíti ekki ofan í vatnið. Magnús Hlynur Hreiðarsson skoðaði í dag nýjast brettið. Það er fyrirtækið Formax, sem smíðar vatnahlaupabrettin en eigendur þess eru þeir Helgi Friðrik Halldórsson og Bjarni Sigurðsson. Eftir að fyrsta brettið var smíðað og stóðs allar prófanir árið 2010 fóru hjólin að snúast og nú hafa verið seld 14 bretti til þriggja heimsálfa, eða til Evrópu, Asíu og Ástralíu. Bretta jarpur er hesturinn kallaður frá Bjarna, sem hefur prófað öll brettin og gefur sinn gæðastimpil á þau áður en þau fara í gám og úr landi. „Við erum í Danmörku, Svíþjóð, Frakklandi, Sviss, Hollandi og svo núna í desember voru við að setja upp tvö tæki í Dubai og þetta tæki sem þið sjáið fyrir aftan mig er að fara til Bretlands í Landbúnaðarháskóla, hestadeildina þar og síðan förum við til Ástralíu með eitt tæki í mars,“ sagði Bjarni. Bjarni segir að það hafi verið sérstaklega skemmtilegt að selja tvö bretti til Dubai fyrir veðhlaupahesta. „Þetta er Sheikh Hamdan, krónprinsinn í Dubai, sem keypti af okkur tvö tæki. Hann er með mikinn hestabúgarð, 400 til 500 hesta og mikið af starfsfólki, þannig að þetta er gríðarlega stórt í sniðum hjá þeim í mið Austurlöndum, mikill markaður,“ segir Bjarni. Formax er í sérstöku samstarfi við Tækniþróunarsjóðs um hönnun á brettum fyrir stærri hestakyn. Aðal þungamiðjan í því er að kortleggja vöðvavinnslu hestsins og gera mælingar á því með tilliti til stillinga á tækinu þannig að viðskiptavinirnir fá ekki bara tækið, heldur leiðbeiningar um það hvernig það nýtist þeim sem best í þjálfuninni. Hestarnir fá sérstaka bleiu áður en þeir fara á brettið því það þykir æskilegt að halda vatninu hreinu. Hesturinn er með svona poka aftan á sér til að skíturinn fari ekki í vatnið, það er mikið lagt upp úr hreinlæti eins og í löndum þar sem vatnið er dýrmætt.
Hestar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira