Hélt að ég stefndi beint í gröfina Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. janúar 2014 15:45 Brandur tók við styrknum á Kjarvalsstöðum í dag úr hendi Friðriks Pálssonar. Fréttablaðið/GVA „Ég var í eðlisfræði í Háskóla Íslands, vann sem landvörður á sumrin og hugðist leggja fyrir mig leiðsögustarf, en upp út tvítugu fór ég að missa mátt í útlimum. Það ágerðist hratt á um fjórum árum og undir þrítugt var ég orðinn nánast alveg lamaður fyrir neðan háls,“ segir Brandur Karlsson. Hann fékk styrk úr Listasjóði Ólafar að upphæð hálfri milljón í dag til að útbúa aðstöðu til að geta stundað listsköpun sína með sem bestum hætti en hann málar með munninum. „Ég ferðaðist víða um heiminn og dvaldi marga mánuði á spítala og hitti marga af færustu taugalæknum Bandaríkjanna og Evrópu í leit að útskýringu á veikindum mínum sem ég hef ekki en þann dag í dag fengið. Mér hefur tekist að endurheimta hreyfigetu að mjög litlu leyti en er öðrum háður í öllum daglegum athöfnum,“ bætir Brandur við. Hann missti ekki vonina og notaði internetið til að mennta sig.„Ég hafði að miklu leyti gefið upp von um að eiga eitthvað í líkingu við eðlilegt líf enda hélt ég lengi vel að ég stefndi beint í gröfina en svo staðnaði hrörnun hins óþekkta sjúkdóms og allt í einu stóð ég frammi fyrir því að þurfa að finna nýjan tilgang með lífinu þar sem öll mín fyrri framtíðaráform voru ekki lengur raunhæf. Þar sem ég var rúmfastur og stóran hluta tímans einn með internetinu þá byrjaði ég að mennta mig á þeim sviðum þar sem ég teldi að ég gæti komið sem mest að gagni fyrir samfélagið. Svo einn daginn þegar ég dvaldist á Reykjalundi að reyna gera eitthvað skapandi frétti ég af fólki sem málaði með munninum og með aðstoð iðjuþjálfa sletti ég smá málningu á striga. Síðan komst ég í kynni við Derek og Eddu Heiðrúnu, sem opnuðu fyrir mér heim munnmálunar og þeim tækifærum sem því fylgir. Ég upplifi það að mála sem tækifæri til þess að hafa áhrif á heiminn.“ Listasjóður Ólafar var stofnaður árið 2008 til minningar um Ólöfu Pétursdóttur, dómsstjóra og málara, en hún slasaðist alvarlega árið 2006 og lamaðist frá hálsi. Hún hafði stundað málaralist um langt skeið og með aðstoð Dereks Mundell hóf hún að mála með munninum um leið og hún hafði heilsu til og náði undraverðum árangri á þeim tíma þar til hún lést árið 2008. Sú ánægja sem hún hafði af því að geta stundað list sína áfram eftir alvarlega lömun gaf henni nýja sýn og nýja von. Eftir að hún lést ákváðu ættingjar hennar að heiðra minningu hennar með stofnun sjóðs sem veitir styrki á mjög þröngu sviði til þeirra alvarlega hreyfihömluðu einstaklinga sem vilja leggja stund á listsköpun og/eða þá sem leggja þeim einstaklingum lið. Fyrsti styrkþeginn var Sigþrúður Loftsdóttir, sjúkraþjálfari, sem hefur lagt sig eftir að mennta sig á þessu sviði, þá fékk Derek Mundell myndlistarkennari styrk til að sækja vinnustofu á þessu sviði í Englandi. Edda Heiðrún Backmann leikkona og leikstjóri hefur lagt stund á listmálun með munninum og fékk hún ferðastyrk til að sækja sömu vinnustofu og að framan er nefnd. Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Ég var í eðlisfræði í Háskóla Íslands, vann sem landvörður á sumrin og hugðist leggja fyrir mig leiðsögustarf, en upp út tvítugu fór ég að missa mátt í útlimum. Það ágerðist hratt á um fjórum árum og undir þrítugt var ég orðinn nánast alveg lamaður fyrir neðan háls,“ segir Brandur Karlsson. Hann fékk styrk úr Listasjóði Ólafar að upphæð hálfri milljón í dag til að útbúa aðstöðu til að geta stundað listsköpun sína með sem bestum hætti en hann málar með munninum. „Ég ferðaðist víða um heiminn og dvaldi marga mánuði á spítala og hitti marga af færustu taugalæknum Bandaríkjanna og Evrópu í leit að útskýringu á veikindum mínum sem ég hef ekki en þann dag í dag fengið. Mér hefur tekist að endurheimta hreyfigetu að mjög litlu leyti en er öðrum háður í öllum daglegum athöfnum,“ bætir Brandur við. Hann missti ekki vonina og notaði internetið til að mennta sig.„Ég hafði að miklu leyti gefið upp von um að eiga eitthvað í líkingu við eðlilegt líf enda hélt ég lengi vel að ég stefndi beint í gröfina en svo staðnaði hrörnun hins óþekkta sjúkdóms og allt í einu stóð ég frammi fyrir því að þurfa að finna nýjan tilgang með lífinu þar sem öll mín fyrri framtíðaráform voru ekki lengur raunhæf. Þar sem ég var rúmfastur og stóran hluta tímans einn með internetinu þá byrjaði ég að mennta mig á þeim sviðum þar sem ég teldi að ég gæti komið sem mest að gagni fyrir samfélagið. Svo einn daginn þegar ég dvaldist á Reykjalundi að reyna gera eitthvað skapandi frétti ég af fólki sem málaði með munninum og með aðstoð iðjuþjálfa sletti ég smá málningu á striga. Síðan komst ég í kynni við Derek og Eddu Heiðrúnu, sem opnuðu fyrir mér heim munnmálunar og þeim tækifærum sem því fylgir. Ég upplifi það að mála sem tækifæri til þess að hafa áhrif á heiminn.“ Listasjóður Ólafar var stofnaður árið 2008 til minningar um Ólöfu Pétursdóttur, dómsstjóra og málara, en hún slasaðist alvarlega árið 2006 og lamaðist frá hálsi. Hún hafði stundað málaralist um langt skeið og með aðstoð Dereks Mundell hóf hún að mála með munninum um leið og hún hafði heilsu til og náði undraverðum árangri á þeim tíma þar til hún lést árið 2008. Sú ánægja sem hún hafði af því að geta stundað list sína áfram eftir alvarlega lömun gaf henni nýja sýn og nýja von. Eftir að hún lést ákváðu ættingjar hennar að heiðra minningu hennar með stofnun sjóðs sem veitir styrki á mjög þröngu sviði til þeirra alvarlega hreyfihömluðu einstaklinga sem vilja leggja stund á listsköpun og/eða þá sem leggja þeim einstaklingum lið. Fyrsti styrkþeginn var Sigþrúður Loftsdóttir, sjúkraþjálfari, sem hefur lagt sig eftir að mennta sig á þessu sviði, þá fékk Derek Mundell myndlistarkennari styrk til að sækja vinnustofu á þessu sviði í Englandi. Edda Heiðrún Backmann leikkona og leikstjóri hefur lagt stund á listmálun með munninum og fékk hún ferðastyrk til að sækja sömu vinnustofu og að framan er nefnd.
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira