Tóku yfirmennina í gíslingu Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2014 10:23 Starfmannastjóri og framleiðslusjóri Goodyear lokaðir inni. mynd/Autoblog Frakka hafa aldrei hikað við að taka til sinna ráða þegar þeim finnst á rétt þeirra gengið, ekki síst er kemur að atvinnumálum. Stéttarfélög eru mjög sterk í landi rauðvínsins,sem hefur reyndar komið bílaiðnaðinum í Frakklandi í koll. Það kom þó ekki veg fyrir að stéttarfélag starfsmanna í Goodyear dekkjaverksmiðjunum lokuðu tvo yfirmenn Goodyear inni til að þrýsta á um úrlausn sinná mála. Mikil fjárhagsvandræði Goodyear hefur orðið til þess að yfirvofandi er yfirtaka á fyrirtækinu og hefur heyrst að bandarískir fjárfestar muni taka yfir fyrirtækið, en að öðrum kosti gæti lokun verksmiðjunnar vofað yfir. Stéttarfélagið tók starfsmannastjóra Goodyear verksmiðjunnar og framleiðslustjórann í gíslingu og settu traktorsdekk í dyrnar á herbergi því sem þeir voru lokaðir inní. Þannig átti að þrýsta þá til samninga um óbreyttan rekstur. Þetta væri flokkað sem mannrán í flestum löndum og væri slíkum verknaði í flestum löndum tekið með fangelsun þeirra sem að því standa en hlutirnir ganga öðruvísi fyrir sig í Frakklandi. Þeir bandarísku aðilar sem til greina komu að taka yfir verksmiðjuna látið hafa eftir sér eftir að hafa heimsótt verksmiðjuna Goodyear í Amiens að það sé hreinn hrillingur að sjá hvernig starfmenn þar vinna. „Þeir eru á háum launum en vinna um þrjá tíma á dag, eru með klukkutíma í hádegismat og tala saman í þrjá tíma og fara svo heim. Þetta gengur ekki svona, segja fjárfestarnir. Svona er ekki hægt að reka fyrirtæki, framleiðnin er engin“. Stéttarfélagið segir hinsvegar að stjórnendur verksmiðjunnar hafa aðeins séð brot af því sem koma skal og eru aldeilis ekki að baki dottnir. Langt gæti verið í að viðsemjendur nái saman og þessi aðferð er ekki beint til þess að liðka fyrir. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent
Frakka hafa aldrei hikað við að taka til sinna ráða þegar þeim finnst á rétt þeirra gengið, ekki síst er kemur að atvinnumálum. Stéttarfélög eru mjög sterk í landi rauðvínsins,sem hefur reyndar komið bílaiðnaðinum í Frakklandi í koll. Það kom þó ekki veg fyrir að stéttarfélag starfsmanna í Goodyear dekkjaverksmiðjunum lokuðu tvo yfirmenn Goodyear inni til að þrýsta á um úrlausn sinná mála. Mikil fjárhagsvandræði Goodyear hefur orðið til þess að yfirvofandi er yfirtaka á fyrirtækinu og hefur heyrst að bandarískir fjárfestar muni taka yfir fyrirtækið, en að öðrum kosti gæti lokun verksmiðjunnar vofað yfir. Stéttarfélagið tók starfsmannastjóra Goodyear verksmiðjunnar og framleiðslustjórann í gíslingu og settu traktorsdekk í dyrnar á herbergi því sem þeir voru lokaðir inní. Þannig átti að þrýsta þá til samninga um óbreyttan rekstur. Þetta væri flokkað sem mannrán í flestum löndum og væri slíkum verknaði í flestum löndum tekið með fangelsun þeirra sem að því standa en hlutirnir ganga öðruvísi fyrir sig í Frakklandi. Þeir bandarísku aðilar sem til greina komu að taka yfir verksmiðjuna látið hafa eftir sér eftir að hafa heimsótt verksmiðjuna Goodyear í Amiens að það sé hreinn hrillingur að sjá hvernig starfmenn þar vinna. „Þeir eru á háum launum en vinna um þrjá tíma á dag, eru með klukkutíma í hádegismat og tala saman í þrjá tíma og fara svo heim. Þetta gengur ekki svona, segja fjárfestarnir. Svona er ekki hægt að reka fyrirtæki, framleiðnin er engin“. Stéttarfélagið segir hinsvegar að stjórnendur verksmiðjunnar hafa aðeins séð brot af því sem koma skal og eru aldeilis ekki að baki dottnir. Langt gæti verið í að viðsemjendur nái saman og þessi aðferð er ekki beint til þess að liðka fyrir.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent