Vænir bónusar bandarískra bílaframleiðenda Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2014 12:30 Starsfólk í bandarískri bílasamsetningarverksmiðju setur saman bíl. Autoblog Starfsfólk í bílaverksmiðjum í Bandaríkjunum eiga von á hressilegum launbónusum eftir mjög gott ár þriggja stærstu bílaframleiðendanna þar vestra, General Motors, Chrysler og Ford. Þeir 130.000 starfsmenn þeirra munu líklega skipta á milli sín 800 milljónum dollara á næstunni í bónusa. Það gerir um 715.000 krónur á hvern starfsmann. Yrði þetta þriðja árið í röð sem starfsfólk verksmiðjanna fá vænan tékka frá atvinnurekendum sínum fyrir gott starf og vænan hagnað fyrirtækjanna. Samtök starfsmanna hafa gert samning við atvinnurekendur sína um hluta af hagnaði fyrirtækjanna og ávöxtur þess er nú að skila sér ríkulega. Starfsfólk General Motors og Ford fá hvert um sig að jafnaði 1 dollara fyrir hverja 1 milljón dollara sem fyrirtækin hagnast fyrir skatta. Þessir bónusar bandarísku framleiðendanna ná samt ekki flestum þýsku bílaframleiðendanna, sem sumir greiddu starfsfólki sínu meira en milljón krónur á mann eftir uppgjörsárið 2012. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent
Starfsfólk í bílaverksmiðjum í Bandaríkjunum eiga von á hressilegum launbónusum eftir mjög gott ár þriggja stærstu bílaframleiðendanna þar vestra, General Motors, Chrysler og Ford. Þeir 130.000 starfsmenn þeirra munu líklega skipta á milli sín 800 milljónum dollara á næstunni í bónusa. Það gerir um 715.000 krónur á hvern starfsmann. Yrði þetta þriðja árið í röð sem starfsfólk verksmiðjanna fá vænan tékka frá atvinnurekendum sínum fyrir gott starf og vænan hagnað fyrirtækjanna. Samtök starfsmanna hafa gert samning við atvinnurekendur sína um hluta af hagnaði fyrirtækjanna og ávöxtur þess er nú að skila sér ríkulega. Starfsfólk General Motors og Ford fá hvert um sig að jafnaði 1 dollara fyrir hverja 1 milljón dollara sem fyrirtækin hagnast fyrir skatta. Þessir bónusar bandarísku framleiðendanna ná samt ekki flestum þýsku bílaframleiðendanna, sem sumir greiddu starfsfólki sínu meira en milljón krónur á mann eftir uppgjörsárið 2012.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent