Kaupendur VW e-up fá hefðbundna bíla að láni Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2014 13:15 Volkswagen e-up rafmagnsbíllinn. Volkswagen býður nú þýskum kaupendum rafmagnsbílsins Volkswagen e-up 30 daga afnot á ári af hefðbundnum brunabílum. Er það gert til að örva sölu bílsins og eyða þeirra hræðslu kaupenda að það dugi ekki að eiga aðeins rafmagnsbíl. Með þessu geta kaupendur e-up fengið að láni langdrægari bensín- eða dísilbíla ef fara á lengri vegalengdir. Það sem meira er, þá verður þessi fría þjónusta í boði fyrstu 3 árin eftir kaup á rafmagnsbílnum smáa. Þetta tilboð Volkswagen er í sama anda og Nissan býður breskum kaupendum Nissan Leaf rafmagnsbílsins, en þeim býðst þó aðeins að fá að láni hefðbundna bíla í 14 daga, en endurgjaldslaust eins og í tilfelli Volkswagen. Hvort að þessi aðferð til að örva sölu rafmagnsbíla sé eitthvað sem allir framleiðendur rafmagnsbíla muni grípa til á næstunni er óvíst, en í Bandaríkjunum hefur þessu ekki verið beitt ennþá. Þar hefur verð þeirra einfaldlega verið lækkað umtalsvert. Það hefur orðið til þess að bæði Nissan Leaf og Chevrolet Volt seldust í meira en 20.000 eintökum á síðasta ári og tvöfaldaðist sala Nissan Leaf milli ára. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent
Volkswagen býður nú þýskum kaupendum rafmagnsbílsins Volkswagen e-up 30 daga afnot á ári af hefðbundnum brunabílum. Er það gert til að örva sölu bílsins og eyða þeirra hræðslu kaupenda að það dugi ekki að eiga aðeins rafmagnsbíl. Með þessu geta kaupendur e-up fengið að láni langdrægari bensín- eða dísilbíla ef fara á lengri vegalengdir. Það sem meira er, þá verður þessi fría þjónusta í boði fyrstu 3 árin eftir kaup á rafmagnsbílnum smáa. Þetta tilboð Volkswagen er í sama anda og Nissan býður breskum kaupendum Nissan Leaf rafmagnsbílsins, en þeim býðst þó aðeins að fá að láni hefðbundna bíla í 14 daga, en endurgjaldslaust eins og í tilfelli Volkswagen. Hvort að þessi aðferð til að örva sölu rafmagnsbíla sé eitthvað sem allir framleiðendur rafmagnsbíla muni grípa til á næstunni er óvíst, en í Bandaríkjunum hefur þessu ekki verið beitt ennþá. Þar hefur verð þeirra einfaldlega verið lækkað umtalsvert. Það hefur orðið til þess að bæði Nissan Leaf og Chevrolet Volt seldust í meira en 20.000 eintökum á síðasta ári og tvöfaldaðist sala Nissan Leaf milli ára.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent