Viðskipti erlent

Hlutabréf í Fiat hækka

Haraldur Guðmundsson skrifar
Fiat hefur átt meirihluta í Chrysler frá 2009.
Fiat hefur átt meirihluta í Chrysler frá 2009. Mynd/AP.
Hlutabréf í ítalska bílaframleiðandanum Fiat hækkuðu um fimmtán prósent við opnun markaða í morgun. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það hefði keypt 41 prósenta hlut í bílaframleiðandanum Chrysler. BBC greinir frá þessu. 

Fiat greiddi 1,75 milljarða dollara fyrir bréfin, eða um 202 milljarða íslenskra króna, og á nú Chrysler að fullu. Með kaupunum hefur Fiat tekist að sameina tvö rótgróin vörumerki í sjöunda stærsta bílaframleiðanda í heimi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×