Fiat eignast Chrysler Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2014 10:41 Bílamerkin Fiat og Chrysler hafa nú runnið saman. Eins og stefnt hefur í lengi hefur Fiat nú eignast öll hlutabréfin í bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler. Fiat keypti þau bréf sem ekki voru þegar í eigu þess, eða 41,46% hlut á 505 milljarða króna og hefur nú eignast Chrysler að fullu er nýtt ár gengur í garð. Bréfin keypti Fiat af United Auto Workers eftirlaunasjóðnum. Kaupin komu nokkuð á óvart því samningaviðræður um verð bréfanna virtust hafa siglt í strand en svo fór þó ekki að lokum. Sergio Marchionne hefur verið forstjóri bæði Fiat og Chrysler frá árinu 2009 og verður svo áfram. Marchionne telur að sameinað fyrirtæki Fiat og Chrysler sé nú færara að keppa við bílarisa eins og Volkswagen og General Motors. Rekstur Chrysler hefur gengið prýðilega á síðustu árum og skilað vænum hagnaði á meðan taprekstur hefur verið á Fiat. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent
Eins og stefnt hefur í lengi hefur Fiat nú eignast öll hlutabréfin í bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler. Fiat keypti þau bréf sem ekki voru þegar í eigu þess, eða 41,46% hlut á 505 milljarða króna og hefur nú eignast Chrysler að fullu er nýtt ár gengur í garð. Bréfin keypti Fiat af United Auto Workers eftirlaunasjóðnum. Kaupin komu nokkuð á óvart því samningaviðræður um verð bréfanna virtust hafa siglt í strand en svo fór þó ekki að lokum. Sergio Marchionne hefur verið forstjóri bæði Fiat og Chrysler frá árinu 2009 og verður svo áfram. Marchionne telur að sameinað fyrirtæki Fiat og Chrysler sé nú færara að keppa við bílarisa eins og Volkswagen og General Motors. Rekstur Chrysler hefur gengið prýðilega á síðustu árum og skilað vænum hagnaði á meðan taprekstur hefur verið á Fiat.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent