Innlent

Vel viðraði fyrir flugelda

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Úr safni.
Úr safni. mynd/Pjetur Sigurðsson
Búast má við norðaustan átt áfram eins og verið hefur í desember. Gert er ráð fyrir stormi á Norðvestur og Vesturlandi. Viðvarandi stormur er á Norðaustur horni landsins. Sumstaðar nær upp í storm en ekki alls staðar.

Eins til þriggja stiga hiti er á landinu, heldur hlýrra er syðst og hitinn þar er um fjögur til fimm stig. Búist er við úrkomu í dag. Slyddu og snjókomu inn til landsins en rigningu við ströndina. Á morgun verður úrkomuminna fyrri part dags en bætir í þegar líða fer á daginn.

Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að almennt hafi verið gott flugeldaveður í gær. Vindur hafi verið á öllu landinu sem sé gott því þá fyllist ekki allt af reyk á meðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×