McIlroy í toppbaráttunni í Abu Dhabi Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. janúar 2014 19:30 Norður-Írinn Rory McIlroy er á meðal efstu manna eftir annan keppnisdag á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni í golfi. McIlroy er í fjórða sæti á samtals sjö höggum undir pari en hann lék annan hringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Spánverjinn Rafael Cabrera-Bello og Skotinn Lee Craig eru jafnir í efsta sæti á níu höggum undir pari. Englendingurinn Danny Willett kemur höggi þar á eftir. Það gekk hvorki né rak hjá McIlroy í þessu móti á síðasta ári en þá komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn. „Þegar þú hefur sjálfstraust með drævernum þá tekur það mikla pressu af þér. Ég setti niður nokkur góð pútt á seinni níu holunum og tel mig eiga mjög góðan möguleika á sigri,“ sagði McIlroy.Phil Mickelson komst í gegnum niðurskurðinn í Abu Dhabi.Mynd/APMickelson örugglega áfram Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson komst í gegnum niðurskurðinn eftir að hafa leikið á 70 höggum í dag. Hann er í 40. sæti þegar mótið er hálfnað. Spánverjinn Sergio Garcia gerði einnig vel með að komast áfram en hann lék á 68 höggum í dag og bætti sig um átta högg frá því í gær. Luke Donald og Martin Kaymer, sem báðir hafa náð efsta sætinu á heimslistanum, eru einnig komnir áfram. Svíinn Henrik Stenson er hins vegar úr leik eftir að hafa leikið á pari í dag. Abu Dhabi Championship mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Bein útsending frá þriðja hring hefst kl. 09:00 í fyrramálið. Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy er á meðal efstu manna eftir annan keppnisdag á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni í golfi. McIlroy er í fjórða sæti á samtals sjö höggum undir pari en hann lék annan hringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Spánverjinn Rafael Cabrera-Bello og Skotinn Lee Craig eru jafnir í efsta sæti á níu höggum undir pari. Englendingurinn Danny Willett kemur höggi þar á eftir. Það gekk hvorki né rak hjá McIlroy í þessu móti á síðasta ári en þá komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn. „Þegar þú hefur sjálfstraust með drævernum þá tekur það mikla pressu af þér. Ég setti niður nokkur góð pútt á seinni níu holunum og tel mig eiga mjög góðan möguleika á sigri,“ sagði McIlroy.Phil Mickelson komst í gegnum niðurskurðinn í Abu Dhabi.Mynd/APMickelson örugglega áfram Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson komst í gegnum niðurskurðinn eftir að hafa leikið á 70 höggum í dag. Hann er í 40. sæti þegar mótið er hálfnað. Spánverjinn Sergio Garcia gerði einnig vel með að komast áfram en hann lék á 68 höggum í dag og bætti sig um átta högg frá því í gær. Luke Donald og Martin Kaymer, sem báðir hafa náð efsta sætinu á heimslistanum, eru einnig komnir áfram. Svíinn Henrik Stenson er hins vegar úr leik eftir að hafa leikið á pari í dag. Abu Dhabi Championship mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Bein útsending frá þriðja hring hefst kl. 09:00 í fyrramálið.
Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira