Guðrún Brá gengur til liðs við Fresno State Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. janúar 2014 08:00 Guðrún Brá Björgvinsdóttir hóf nýverið nám við Fresno State háskólann. GSÍ/Jón Júlíus Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili hefur hafið nám við Fresno State háskólann í Kaliforníu, Bandaríkjunum. Hún mun leika golf með skólanum samhliða námi. Guðrún Brá, sem er 19 ára gömul, hefur þrátt fyrir ungan aldur verið einn besti kvenkylfingur landsins undanfarin ár og varð í öðru sæti í Íslandsmótinu í höggleik í sumar eftir umspil og bráðabana. „Guðrún er gríðarlega hæfileikarík, metnaðargjörn og með mikla landsliðsreynslu. Koma hennar mun hafa jákvæð áhrif á liðið,“ segir Emily Milberger, þjálfari Fresno State á heimasíðu skólans. „Hún hefur mikla ástríðu fyrir því að ná árangri og verður frábær viðbót fyrir okkar lið og fyrir mótin sem framundan eru í vor.“ Guðrún Brá er margfaldur Íslandsmeistari á unglingamótaröð GSÍ og hefur einnig tvisvar sinnum staðið uppi sem sigurvegari á Eimskipsmótaröðinni. Fresno State háskólinn er í 109. sæti á styrkleikalista yfir háskóla í Bandaríkjunum samkvæmt lista Golfweek. Fjöldi íslenskra kylfinga sem leika í háskólagolfinu Bandaríkjunum er vel á annan tug. Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili hefur hafið nám við Fresno State háskólann í Kaliforníu, Bandaríkjunum. Hún mun leika golf með skólanum samhliða námi. Guðrún Brá, sem er 19 ára gömul, hefur þrátt fyrir ungan aldur verið einn besti kvenkylfingur landsins undanfarin ár og varð í öðru sæti í Íslandsmótinu í höggleik í sumar eftir umspil og bráðabana. „Guðrún er gríðarlega hæfileikarík, metnaðargjörn og með mikla landsliðsreynslu. Koma hennar mun hafa jákvæð áhrif á liðið,“ segir Emily Milberger, þjálfari Fresno State á heimasíðu skólans. „Hún hefur mikla ástríðu fyrir því að ná árangri og verður frábær viðbót fyrir okkar lið og fyrir mótin sem framundan eru í vor.“ Guðrún Brá er margfaldur Íslandsmeistari á unglingamótaröð GSÍ og hefur einnig tvisvar sinnum staðið uppi sem sigurvegari á Eimskipsmótaröðinni. Fresno State háskólinn er í 109. sæti á styrkleikalista yfir háskóla í Bandaríkjunum samkvæmt lista Golfweek. Fjöldi íslenskra kylfinga sem leika í háskólagolfinu Bandaríkjunum er vel á annan tug.
Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira