Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. janúar 2014 11:28 Myndirnar 12 Years a Slave, Gravity og American Hustle þykja svo gott sem öruggar með tilnefningu. Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða tilkynntar í dag og líkt og vanalega spáir áhugafólk um kvikmyndir í spilin, bæði sín á milli í raunheimum og á þar til gerðum vefsíðum. Kvikmyndirnar Gravity,12 Years a Slave og American Hustle þykja nokkuð öruggar með tilnefningu í flokki bestu myndar, en þær tvær síðarnefndu hlutu hin eftirsóttu Golden Globe-verðlaun á sunnudag. 12 Years a Slave í flokki dramatískra mynda en American Hustle í flokki gamanmynda og söngleikja. Aðrar myndir sem þykja líklegar eru nýjasta kvikmynd Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, Nebraska eftir Alexander Payne og Captain Phillips eftir Paul Greengrass. Alls eru tilnefndar á bilinu fimm til tíu kvikmyndir í þessum stærsta flokki. Undanfarin tvö ár hafa þær verið níu. Í flokki bestu aðalleikkvenna þykir Cate Blanchett með örugga tilnefningu fyrir frammistöðu sína í kvikmynd Woody Allen, Blue Jasmine, og segja fróðir að mikið þurfi að ganga á til að hún fari ekki heim með sjálfa styttuna. Það gerði hún í það minnsta á fyrrnefndri Golden Globe-verðlaunaafhendingu. Helstu keppinautar Blanchett eru sagðar þær Sandra Bullock og Judi Dench. Sú fyrrnefnda fyrir geimævintýrið Gravity og sú síðarnefnda fyrir mynd Stephens Frears, Philomena. Aðrar líklegar eru Emma Thompson fyrir Saving Mr. Banks, Amy Adams fyrir American Hustle og Meryl Streep fyrir August: Osage County. Erfiðara er að spá til um karlaflokkinn. Matthew McConaughey vann á Golden Globe fyrir myndina Dallas Buyers Club, en líklegt þykir að breski leikarinn Chiwetel Ejiofer verði tilnefndur fyrir 12 Years a Slave. Aðrir nefndir til sögunnar eru Bruce Dern fyrir Nebraska, Christian Bale fyrir American Hustle, Tom Hanks fyrir Captain Phillips og Leonardo DiCaprio fyrir The Wolf of Wall Street, en hann hlaut verðlaun fyrir besta leik karla í flokki gamanmynda og söngleikja á Golden Globe-verðlaununum. Tilkynnt verður um tilnefningarnar upp úr klukkan hálf tvö í dag og Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast með. Golden Globes Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða tilkynntar í dag og líkt og vanalega spáir áhugafólk um kvikmyndir í spilin, bæði sín á milli í raunheimum og á þar til gerðum vefsíðum. Kvikmyndirnar Gravity,12 Years a Slave og American Hustle þykja nokkuð öruggar með tilnefningu í flokki bestu myndar, en þær tvær síðarnefndu hlutu hin eftirsóttu Golden Globe-verðlaun á sunnudag. 12 Years a Slave í flokki dramatískra mynda en American Hustle í flokki gamanmynda og söngleikja. Aðrar myndir sem þykja líklegar eru nýjasta kvikmynd Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, Nebraska eftir Alexander Payne og Captain Phillips eftir Paul Greengrass. Alls eru tilnefndar á bilinu fimm til tíu kvikmyndir í þessum stærsta flokki. Undanfarin tvö ár hafa þær verið níu. Í flokki bestu aðalleikkvenna þykir Cate Blanchett með örugga tilnefningu fyrir frammistöðu sína í kvikmynd Woody Allen, Blue Jasmine, og segja fróðir að mikið þurfi að ganga á til að hún fari ekki heim með sjálfa styttuna. Það gerði hún í það minnsta á fyrrnefndri Golden Globe-verðlaunaafhendingu. Helstu keppinautar Blanchett eru sagðar þær Sandra Bullock og Judi Dench. Sú fyrrnefnda fyrir geimævintýrið Gravity og sú síðarnefnda fyrir mynd Stephens Frears, Philomena. Aðrar líklegar eru Emma Thompson fyrir Saving Mr. Banks, Amy Adams fyrir American Hustle og Meryl Streep fyrir August: Osage County. Erfiðara er að spá til um karlaflokkinn. Matthew McConaughey vann á Golden Globe fyrir myndina Dallas Buyers Club, en líklegt þykir að breski leikarinn Chiwetel Ejiofer verði tilnefndur fyrir 12 Years a Slave. Aðrir nefndir til sögunnar eru Bruce Dern fyrir Nebraska, Christian Bale fyrir American Hustle, Tom Hanks fyrir Captain Phillips og Leonardo DiCaprio fyrir The Wolf of Wall Street, en hann hlaut verðlaun fyrir besta leik karla í flokki gamanmynda og söngleikja á Golden Globe-verðlaununum. Tilkynnt verður um tilnefningarnar upp úr klukkan hálf tvö í dag og Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast með.
Golden Globes Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira