Óeðlilega hár styrkur til Kvikmyndahátíðar í Reykjavík? Jón Júlíus Karlsson skrifar 14. janúar 2014 20:22 Framtíð Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík - RIFF, er í lausu lofti eftir að menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur ákvað að hætta styrkveitingu til hátíðarinnar. Ný kvikmyndahátíð fær þess í stað átta milljón króna styrk. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins kallar eftir að ákvörðunin verði endurskoðuð. Í Fréttablaðinu í gær var birt grein skrifuð meðal annars af Baltasar Kormáki leikstjóra og öðrum stjórnarmönnum kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival. Þar er ákvörðun menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur mótmælt. Stjórn RIFF telur að án styrkveitingarinnar sé miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum kastað á glæ. Framtíð hátíðarinnar er í óvissu.BÍL of tengt Bíó Paradís? Önnur hátíð, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, fær átta milljónir króna í styrk en RIFF fékk höfnun. Heimili kvikmyndanna sem rekur Bíó Paradís stendur að því að endurvekja hátíðina en Kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefur ekki farið fram frá árinu 2001. Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fer fram á að ákvörðunin verði endurskoðuð. „Ég vil fá að spyrja þeirrar spurningar hvort faghópur BÍL (Bandalags íslenskra listamanna) sé of tengt Bíó Paradís til að koma ein að þessari ákvörðun eins og var gert núna,“ segir Áslaug María. „Ég þekki ekki nein dæmi þess efnis að nokkur nýr viðburður hafi fengið svona stóran styrk. Þegar RIFF var að byrja þá fékk hátíðin 1,2 milljónir í styrk og vaxið ár frá ári. Mér finnst eðlilegt að hátíðir sanni sig áður en við ákveðum að fara alla leið.“Enginn áskrifandi að styrkjumEinar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálanefndar Reykjavíkurborgar, hafnar því að Besti flokkurinn sé að hygla sínu fólki. Umsókn þeirra sem standi að baki Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík hafi einfaldlega verið betri. „Það er enginn áskrifandi að styrkjum hjá Reykjavíkurborg og það er ekkert sem segir að þú eigir að fá styrk. Þetta snýst um tvær umsóknir. Önnur fékk hljómgrunn, hin ekki.“ Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Framtíð Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík - RIFF, er í lausu lofti eftir að menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur ákvað að hætta styrkveitingu til hátíðarinnar. Ný kvikmyndahátíð fær þess í stað átta milljón króna styrk. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins kallar eftir að ákvörðunin verði endurskoðuð. Í Fréttablaðinu í gær var birt grein skrifuð meðal annars af Baltasar Kormáki leikstjóra og öðrum stjórnarmönnum kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival. Þar er ákvörðun menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur mótmælt. Stjórn RIFF telur að án styrkveitingarinnar sé miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum kastað á glæ. Framtíð hátíðarinnar er í óvissu.BÍL of tengt Bíó Paradís? Önnur hátíð, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, fær átta milljónir króna í styrk en RIFF fékk höfnun. Heimili kvikmyndanna sem rekur Bíó Paradís stendur að því að endurvekja hátíðina en Kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefur ekki farið fram frá árinu 2001. Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fer fram á að ákvörðunin verði endurskoðuð. „Ég vil fá að spyrja þeirrar spurningar hvort faghópur BÍL (Bandalags íslenskra listamanna) sé of tengt Bíó Paradís til að koma ein að þessari ákvörðun eins og var gert núna,“ segir Áslaug María. „Ég þekki ekki nein dæmi þess efnis að nokkur nýr viðburður hafi fengið svona stóran styrk. Þegar RIFF var að byrja þá fékk hátíðin 1,2 milljónir í styrk og vaxið ár frá ári. Mér finnst eðlilegt að hátíðir sanni sig áður en við ákveðum að fara alla leið.“Enginn áskrifandi að styrkjumEinar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálanefndar Reykjavíkurborgar, hafnar því að Besti flokkurinn sé að hygla sínu fólki. Umsókn þeirra sem standi að baki Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík hafi einfaldlega verið betri. „Það er enginn áskrifandi að styrkjum hjá Reykjavíkurborg og það er ekkert sem segir að þú eigir að fá styrk. Þetta snýst um tvær umsóknir. Önnur fékk hljómgrunn, hin ekki.“
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira