Óeðlilega hár styrkur til Kvikmyndahátíðar í Reykjavík? Jón Júlíus Karlsson skrifar 14. janúar 2014 20:22 Framtíð Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík - RIFF, er í lausu lofti eftir að menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur ákvað að hætta styrkveitingu til hátíðarinnar. Ný kvikmyndahátíð fær þess í stað átta milljón króna styrk. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins kallar eftir að ákvörðunin verði endurskoðuð. Í Fréttablaðinu í gær var birt grein skrifuð meðal annars af Baltasar Kormáki leikstjóra og öðrum stjórnarmönnum kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival. Þar er ákvörðun menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur mótmælt. Stjórn RIFF telur að án styrkveitingarinnar sé miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum kastað á glæ. Framtíð hátíðarinnar er í óvissu.BÍL of tengt Bíó Paradís? Önnur hátíð, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, fær átta milljónir króna í styrk en RIFF fékk höfnun. Heimili kvikmyndanna sem rekur Bíó Paradís stendur að því að endurvekja hátíðina en Kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefur ekki farið fram frá árinu 2001. Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fer fram á að ákvörðunin verði endurskoðuð. „Ég vil fá að spyrja þeirrar spurningar hvort faghópur BÍL (Bandalags íslenskra listamanna) sé of tengt Bíó Paradís til að koma ein að þessari ákvörðun eins og var gert núna,“ segir Áslaug María. „Ég þekki ekki nein dæmi þess efnis að nokkur nýr viðburður hafi fengið svona stóran styrk. Þegar RIFF var að byrja þá fékk hátíðin 1,2 milljónir í styrk og vaxið ár frá ári. Mér finnst eðlilegt að hátíðir sanni sig áður en við ákveðum að fara alla leið.“Enginn áskrifandi að styrkjumEinar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálanefndar Reykjavíkurborgar, hafnar því að Besti flokkurinn sé að hygla sínu fólki. Umsókn þeirra sem standi að baki Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík hafi einfaldlega verið betri. „Það er enginn áskrifandi að styrkjum hjá Reykjavíkurborg og það er ekkert sem segir að þú eigir að fá styrk. Þetta snýst um tvær umsóknir. Önnur fékk hljómgrunn, hin ekki.“ Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Framtíð Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík - RIFF, er í lausu lofti eftir að menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur ákvað að hætta styrkveitingu til hátíðarinnar. Ný kvikmyndahátíð fær þess í stað átta milljón króna styrk. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins kallar eftir að ákvörðunin verði endurskoðuð. Í Fréttablaðinu í gær var birt grein skrifuð meðal annars af Baltasar Kormáki leikstjóra og öðrum stjórnarmönnum kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival. Þar er ákvörðun menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur mótmælt. Stjórn RIFF telur að án styrkveitingarinnar sé miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum kastað á glæ. Framtíð hátíðarinnar er í óvissu.BÍL of tengt Bíó Paradís? Önnur hátíð, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, fær átta milljónir króna í styrk en RIFF fékk höfnun. Heimili kvikmyndanna sem rekur Bíó Paradís stendur að því að endurvekja hátíðina en Kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefur ekki farið fram frá árinu 2001. Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fer fram á að ákvörðunin verði endurskoðuð. „Ég vil fá að spyrja þeirrar spurningar hvort faghópur BÍL (Bandalags íslenskra listamanna) sé of tengt Bíó Paradís til að koma ein að þessari ákvörðun eins og var gert núna,“ segir Áslaug María. „Ég þekki ekki nein dæmi þess efnis að nokkur nýr viðburður hafi fengið svona stóran styrk. Þegar RIFF var að byrja þá fékk hátíðin 1,2 milljónir í styrk og vaxið ár frá ári. Mér finnst eðlilegt að hátíðir sanni sig áður en við ákveðum að fara alla leið.“Enginn áskrifandi að styrkjumEinar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálanefndar Reykjavíkurborgar, hafnar því að Besti flokkurinn sé að hygla sínu fólki. Umsókn þeirra sem standi að baki Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík hafi einfaldlega verið betri. „Það er enginn áskrifandi að styrkjum hjá Reykjavíkurborg og það er ekkert sem segir að þú eigir að fá styrk. Þetta snýst um tvær umsóknir. Önnur fékk hljómgrunn, hin ekki.“
Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent