22 milljónir bíla seldust í Kína Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2014 10:15 Skelfileg mengun er í stærstu borgum Kína. Aldrei hafa fleiri bílar selst í neinu landi á einu ári en í Kína í fyrra, eða 21,98 milljón bílar. Það er um fjórðungur allrar bílasölu heimsins í fyrra. Árið 2012 seldust 17,93 milljónir bíla þar og það stefnir í 24 til 24,5 milljón bíla sölu í ár. Mjög stór hluti þeirra bíla sem seldust í Kína eru framleiddir af þýskum, bandarískum, japönskum, S-kóreskum og indverskum bílaframleiðendum en þó vex kínverskum bílaframleiðendum alltaf ásmegin. Kínverski bílaframleiðandinn BYD ætlar að hefja sölu bíla sinna í Bandaríkjunum á næsta ári og fleiri munu líklega koma í kjölfarið. Sala bíla í Kína hefur aukið á gríðarmikla mengun sem er í stærstu borgum landsins og hefur mengunin mælst allt að 40 sinnum meiri en alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) setur sem heilsuspillandi. Vart sést þar á milli húsa, en stóran þátt í þessari mengun eiga reyndar kolabrennsluorkuver. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent
Aldrei hafa fleiri bílar selst í neinu landi á einu ári en í Kína í fyrra, eða 21,98 milljón bílar. Það er um fjórðungur allrar bílasölu heimsins í fyrra. Árið 2012 seldust 17,93 milljónir bíla þar og það stefnir í 24 til 24,5 milljón bíla sölu í ár. Mjög stór hluti þeirra bíla sem seldust í Kína eru framleiddir af þýskum, bandarískum, japönskum, S-kóreskum og indverskum bílaframleiðendum en þó vex kínverskum bílaframleiðendum alltaf ásmegin. Kínverski bílaframleiðandinn BYD ætlar að hefja sölu bíla sinna í Bandaríkjunum á næsta ári og fleiri munu líklega koma í kjölfarið. Sala bíla í Kína hefur aukið á gríðarmikla mengun sem er í stærstu borgum landsins og hefur mengunin mælst allt að 40 sinnum meiri en alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) setur sem heilsuspillandi. Vart sést þar á milli húsa, en stóran þátt í þessari mengun eiga reyndar kolabrennsluorkuver.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent