Adam og Mokka hjálpa Opel Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2014 14:30 Opel Adam seldist vel í fyrra. Tíðin hefur ekki verið of góð hjá þýska bílasmiðnum Opel á undanförnum árum, en nú virðist rofa til með nýjum bílgerðum. Smábíllinn Opel Adam og jepplingurinn Mokka virðast ætla að skora hátt fyrir Opel og seljast þeir báðir mjög vel. Þessir tveir bílar lyftu Opel upp í markaðshlutdeild í Þýskalandi í fyrra, en það hefur ekki gerst lengi. Fór hlutdeild Opel úr 6,9% í 7,0%. Sama á við hlutdeild Opel í Evrópu allri, en hún hækkaði úr 5,59% í 5,61%. Þetta eru ekki miklar hækkanir, en vissulega spor í rétta átt hjá fyrirtæki sem hefur þurft að horfa á minnkandi hlutdeild á síðustu árum. Opel Adam seldist í 21.000 eintökum bara í Þýskalandi og var það vel umfram áætlanir. Opel er í eigu General Motors í Bandaríkjunum og þessi ágæti árangur gæti minnkað það viðvarandi tap sem verið hefur á bílasölu GM í Evrópu, sem varð til þes að GM ákvað að draga merki Chevrolet frá álfunni. Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent
Tíðin hefur ekki verið of góð hjá þýska bílasmiðnum Opel á undanförnum árum, en nú virðist rofa til með nýjum bílgerðum. Smábíllinn Opel Adam og jepplingurinn Mokka virðast ætla að skora hátt fyrir Opel og seljast þeir báðir mjög vel. Þessir tveir bílar lyftu Opel upp í markaðshlutdeild í Þýskalandi í fyrra, en það hefur ekki gerst lengi. Fór hlutdeild Opel úr 6,9% í 7,0%. Sama á við hlutdeild Opel í Evrópu allri, en hún hækkaði úr 5,59% í 5,61%. Þetta eru ekki miklar hækkanir, en vissulega spor í rétta átt hjá fyrirtæki sem hefur þurft að horfa á minnkandi hlutdeild á síðustu árum. Opel Adam seldist í 21.000 eintökum bara í Þýskalandi og var það vel umfram áætlanir. Opel er í eigu General Motors í Bandaríkjunum og þessi ágæti árangur gæti minnkað það viðvarandi tap sem verið hefur á bílasölu GM í Evrópu, sem varð til þes að GM ákvað að draga merki Chevrolet frá álfunni.
Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent