Taktu fimmtudagskvöldin frá Ellý Ármanns skrifar 13. janúar 2014 16:30 Heilsugengið er nýr þáttur sem hefur göngu sína á Stöð 2 fimmtudaginn 16. janúar en þar verður fjallað um mataræði og lífsstíl með fjölbreyttum hætti. Þættirnir, sem verða átta talsins, verða í umsjón Völu Matt en henni til halds og trausts verða hjúkrunarfræðingurinn og næringarþerapistinn Þorbjörg Hafsteinsdóttir og heilsu- og hráfæðiskokkurinn Sólveig Eiríksdóttir. Hver þáttur verður þrískiptur. „Fyrst tek ég viðtöl við fólk sem hefur hreinlega læknað sig sjálft með því að breyta um mataræði og lífsstíl,“ segir Vala.Heimsækir þjóðþekkta einstaklinga„Í sumum tilfellum er um að ræða fólk sem áður þurfti að taka lyf en gat með breyttum lífsstíl losað sig alfarið við þau og öðlast betra líf. Sumum tókst jafnvel að grennast í leiðinni án þess að það hafi endilega verið ætlunin. Þá munum við heimsækja þjóðþekkta Íslendinga sem eru að kljást við ýmis hversdagsleg heilsufarsvandamál. Þar kemur Þorbjörg til sögunnar en hún gefur góð ráð um hvaða mat viðkomandi ætti að borða og hverju ráðlagt er að sleppa til að bæta heilsuna.“Hversdagskvillar tæklaðirVala segir ýmis vandamál til umfjöllunar sem margir ættu að kannast við. Í lokin mætir svo Solla til leiks og kennir áhorfendum að búa til holla og bragðgóða rétti sem jafnframt geta slegið á hina ýmsu hversdagskvilla. Auk þess verður boðið upp á allskyns einföld heilsuráð sem nýtast öllum. Vala segir enga ákveðna fyrirmynd að þáttunum. „Víða í fjölmiðlum erlendis er þó verið að fjalla á ýmsan hátt um þátt mataræðis fyrir heilsu og okkar og lífsgæði. Það hefur orðið heilmikil vitundarvakning hjá almenningi um mikilvægi fæðu bæði sem forvörn gegn sjúkdómum og einnig sem lækning við ýmsum kvillum. Við tökum inn allt of mikið af lyfjum sem aðeins slá á einkenni sjúkdóma eða hversdagskvilla. Í mörgum tilfellum reynum hvorki við né læknar að finna rót vandans. Í þáttunum koma fram staðreyndir og reynslusögur frá einstaklingum sem hreinlega geta breytt lífi áhorfenda til batnaðar og það finnst mér mjög spennandi." Heilsa Heilsugengið Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Heilsugengið er nýr þáttur sem hefur göngu sína á Stöð 2 fimmtudaginn 16. janúar en þar verður fjallað um mataræði og lífsstíl með fjölbreyttum hætti. Þættirnir, sem verða átta talsins, verða í umsjón Völu Matt en henni til halds og trausts verða hjúkrunarfræðingurinn og næringarþerapistinn Þorbjörg Hafsteinsdóttir og heilsu- og hráfæðiskokkurinn Sólveig Eiríksdóttir. Hver þáttur verður þrískiptur. „Fyrst tek ég viðtöl við fólk sem hefur hreinlega læknað sig sjálft með því að breyta um mataræði og lífsstíl,“ segir Vala.Heimsækir þjóðþekkta einstaklinga„Í sumum tilfellum er um að ræða fólk sem áður þurfti að taka lyf en gat með breyttum lífsstíl losað sig alfarið við þau og öðlast betra líf. Sumum tókst jafnvel að grennast í leiðinni án þess að það hafi endilega verið ætlunin. Þá munum við heimsækja þjóðþekkta Íslendinga sem eru að kljást við ýmis hversdagsleg heilsufarsvandamál. Þar kemur Þorbjörg til sögunnar en hún gefur góð ráð um hvaða mat viðkomandi ætti að borða og hverju ráðlagt er að sleppa til að bæta heilsuna.“Hversdagskvillar tæklaðirVala segir ýmis vandamál til umfjöllunar sem margir ættu að kannast við. Í lokin mætir svo Solla til leiks og kennir áhorfendum að búa til holla og bragðgóða rétti sem jafnframt geta slegið á hina ýmsu hversdagskvilla. Auk þess verður boðið upp á allskyns einföld heilsuráð sem nýtast öllum. Vala segir enga ákveðna fyrirmynd að þáttunum. „Víða í fjölmiðlum erlendis er þó verið að fjalla á ýmsan hátt um þátt mataræðis fyrir heilsu og okkar og lífsgæði. Það hefur orðið heilmikil vitundarvakning hjá almenningi um mikilvægi fæðu bæði sem forvörn gegn sjúkdómum og einnig sem lækning við ýmsum kvillum. Við tökum inn allt of mikið af lyfjum sem aðeins slá á einkenni sjúkdóma eða hversdagskvilla. Í mörgum tilfellum reynum hvorki við né læknar að finna rót vandans. Í þáttunum koma fram staðreyndir og reynslusögur frá einstaklingum sem hreinlega geta breytt lífi áhorfenda til batnaðar og það finnst mér mjög spennandi."
Heilsa Heilsugengið Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira