Ford F-150 í 320 kg megrun Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2014 10:35 Þrettánda kynslóð Ford F-150 Autoblog Mikilvægasti framleiðslubíll Ford og sá sem seldist í lang flestum eintökum í heimalandinu er pallbíllinn Ford F-150. Næsta kynslóð bílsins, sú þrettánda, verður hvorki meira né minna en 320 kílóum léttari en núverandi kynslóð bílsins. Bíllinn er allur hannaður uppá nýtt og er að mest smíðaður úr áli. Notkun áls skýrir út 70% af því sem bíllinn léttist um en 8,5% með aukinni notkun hástyrktarstáls og restin með ýmsum öðrum tækninýjungum. Með svo léttum bíl nú ætlar Ford að nota tækifærið og minnka vélar bílsins og meðal annars mun fást 2,7 lítra EcoBoost vél og stóra 6,2 lítra átta strokka vélin mun ekki lengur verða í boði. Í stað hennar kemur 3,5 lítra sex strokka EcoBoost vél. Áfram ætlar Ford þó að bjóða 5,0 lítra átta strokka vélina í bílnum. Nýr Ford F-150 verður í boði með LED ljósum að framan og aftan og myndavélar utan á bílnum gefa ökumanni 360 gráðu yfirsýn umhverfis bílinn. Þrettánda kynslóð F-150 kemur á markað á fjórða ársfjórðungi þessa árs í 5 útfærslum, grunngerðinni XL, XLT, Lariat, King Ranch og Platinum. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent
Mikilvægasti framleiðslubíll Ford og sá sem seldist í lang flestum eintökum í heimalandinu er pallbíllinn Ford F-150. Næsta kynslóð bílsins, sú þrettánda, verður hvorki meira né minna en 320 kílóum léttari en núverandi kynslóð bílsins. Bíllinn er allur hannaður uppá nýtt og er að mest smíðaður úr áli. Notkun áls skýrir út 70% af því sem bíllinn léttist um en 8,5% með aukinni notkun hástyrktarstáls og restin með ýmsum öðrum tækninýjungum. Með svo léttum bíl nú ætlar Ford að nota tækifærið og minnka vélar bílsins og meðal annars mun fást 2,7 lítra EcoBoost vél og stóra 6,2 lítra átta strokka vélin mun ekki lengur verða í boði. Í stað hennar kemur 3,5 lítra sex strokka EcoBoost vél. Áfram ætlar Ford þó að bjóða 5,0 lítra átta strokka vélina í bílnum. Nýr Ford F-150 verður í boði með LED ljósum að framan og aftan og myndavélar utan á bílnum gefa ökumanni 360 gráðu yfirsýn umhverfis bílinn. Þrettánda kynslóð F-150 kemur á markað á fjórða ársfjórðungi þessa árs í 5 útfærslum, grunngerðinni XL, XLT, Lariat, King Ranch og Platinum.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent