Hálka í höfuðborginni og víðar Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. janúar 2014 21:19 Tvö lítilsháttar umferðaróhöpp hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. mynd/arnþór Færð í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins er að þyngjast og töluverð hálka er á götum. Að sögn lögreglunnar hafa tvö lítilsháttar umferðaróhöpp orðið í kvöld, aftanákeyrslur á Vesturlandsvegi og í Mosfellsbæ. Nú er vindur á vestanverðu landinu að snúast í vestanátt og með henni kólnar vestan til en einnig kólnar austan og suðaustanlands með kvöldinu. Slydda á láglendi víðast hvar en snjókoma á fjallvegum. Úrkomulítið á Norðurlandi og Vestfjörðum en kólnar og hálkumyndun líkleg á blautum vegum. Varað er við hálku og krapa á Suðurlandsvegi í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli. Þá er snjóþekja og snjókoma á Hellisheiði, Sandskeiði og í Þrengslum. Snjóþekja er einnig á láglendi í nágrenni við Selfosss og við ströndina. Vegir á Vesturlandi eru víða auðir eða með hálkublettum. Þó er hálka á Holtavörðuheiði og Fróðárheiði en einnig á stöku útvegum. Á Vestfjörðum er hins vegar hálka á velflestum vegum. Á Norðvesturlandi eru vegir mikið til auðir í Húnavatnssýslum en í Skagafirði er víða hálka. Hálka og skafrenningur er á Vatnsskarði en hálkublettir á Þverárfjalli. Norðaustantil er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Hálka og skafrenningur er þó á Mývatnsöræfum. Á Austurlandi er ófært um Fjarðarheiði, þungfært og skafrenningur er á Hárekstaðaleið en þæfingur er á Vopnafjarðarheiði. Snjóþekja og skafrenningur er á Fagradal og Oddskarði. Hálkublettir eru svo með suðurstöndinni frá Breiðdalsvík að Höfn en greiðfært eftir það suðurúr. Vegna vinnu við endurnýjun á rafkerfum í Múlagöngum má búast við umferðartöfum þar yfir nóttina, frá klukkan 21 til 6 að morgni. Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar og virða hraðatakmarkanir meðan á framkvæmdum stendur. Vart hefur orðið við vetrarblæðingar á milli Staðarskála og Hvammstanga en einnig á Ólafsfjarðarvegi og Svalbarðsströnd. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát. Veður Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
Færð í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins er að þyngjast og töluverð hálka er á götum. Að sögn lögreglunnar hafa tvö lítilsháttar umferðaróhöpp orðið í kvöld, aftanákeyrslur á Vesturlandsvegi og í Mosfellsbæ. Nú er vindur á vestanverðu landinu að snúast í vestanátt og með henni kólnar vestan til en einnig kólnar austan og suðaustanlands með kvöldinu. Slydda á láglendi víðast hvar en snjókoma á fjallvegum. Úrkomulítið á Norðurlandi og Vestfjörðum en kólnar og hálkumyndun líkleg á blautum vegum. Varað er við hálku og krapa á Suðurlandsvegi í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli. Þá er snjóþekja og snjókoma á Hellisheiði, Sandskeiði og í Þrengslum. Snjóþekja er einnig á láglendi í nágrenni við Selfosss og við ströndina. Vegir á Vesturlandi eru víða auðir eða með hálkublettum. Þó er hálka á Holtavörðuheiði og Fróðárheiði en einnig á stöku útvegum. Á Vestfjörðum er hins vegar hálka á velflestum vegum. Á Norðvesturlandi eru vegir mikið til auðir í Húnavatnssýslum en í Skagafirði er víða hálka. Hálka og skafrenningur er á Vatnsskarði en hálkublettir á Þverárfjalli. Norðaustantil er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Hálka og skafrenningur er þó á Mývatnsöræfum. Á Austurlandi er ófært um Fjarðarheiði, þungfært og skafrenningur er á Hárekstaðaleið en þæfingur er á Vopnafjarðarheiði. Snjóþekja og skafrenningur er á Fagradal og Oddskarði. Hálkublettir eru svo með suðurstöndinni frá Breiðdalsvík að Höfn en greiðfært eftir það suðurúr. Vegna vinnu við endurnýjun á rafkerfum í Múlagöngum má búast við umferðartöfum þar yfir nóttina, frá klukkan 21 til 6 að morgni. Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar og virða hraðatakmarkanir meðan á framkvæmdum stendur. Vart hefur orðið við vetrarblæðingar á milli Staðarskála og Hvammstanga en einnig á Ólafsfjarðarvegi og Svalbarðsströnd. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát.
Veður Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira