Guinness á föstunni Úlfar Linnet skrifar 10. janúar 2014 16:24 Úlfar Linnet. Þegar nýtt ár hefur gengið í garð markar fyrsta líkamsræktarauglýsingin upphaf lengstu föstu nútíma Íslendinga. Í ár ákvað ég að taka þátt. Minnugur þess að hafa dæmt leðurhanska frá tengdaforeldrunum of litla á aðfangadag en dómurinn reyndist vera rangur og var seinna rakin til bjúgmyndunar. Ég hef verið nokkuð duglegur við að hreifa mig og slakað á í lystisemdunum en í dag eru 10 dagar liðnir og komin tími á að losa aðeins um. Gleðja sálina örlítið án þess að kvelja líkamann mikið. Í því samhengi hefur Guinness eiginleika sem koma á óvart. Þrátt fyrir að vera bragðmikill er bjórinn svo hitaeiningasnauður að hann er léttari en Lite. Í hverjum 100 ml af Guinness eru 27 kaloríur borið saman við 29 í venjulegum „lite“ bjórum. Guinnes er kolbikasvartur bjór með rjómakennda froðu. Sérstöðu froðunnar má rekja til þess að í honum er ekki aðeins kolsýra heldur einnig nitur. Þegar bjórnum er helt í glas sleppur allt nitrið út á örskotsstundu og myndar froðuna. Korn ristað á svipaðan máta og kaffibaunir leikur stórt hlutverk í Guinness. Það gefur honum dökkan lit og ilm sem einkennist af ristuðum tónum. Í bragði er ristin aftur í forgrunni og gefur bjórnum í samleik við sýru fyllt bragð. Ástæður þess að bjórinn er hitaeiningasnauðari en flestir bjórar má greina í bragðinu. Hann er mjög þurr (lítið sætur) sem gerir hann snarpan og ferskan. Til eru margar flökkusögur um Guinness. Ein segir að eitt glas af Guinness sé heil máltíð. Í ljósi þess að hvert glas inniheldur 135 kaloríur verður það að teljast ansi lítil máltíð. Svo eftir stendur spurningin, hversu marga Guinnes þarf í heila máltíð? Matur Úlfar Linnet Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið
Þegar nýtt ár hefur gengið í garð markar fyrsta líkamsræktarauglýsingin upphaf lengstu föstu nútíma Íslendinga. Í ár ákvað ég að taka þátt. Minnugur þess að hafa dæmt leðurhanska frá tengdaforeldrunum of litla á aðfangadag en dómurinn reyndist vera rangur og var seinna rakin til bjúgmyndunar. Ég hef verið nokkuð duglegur við að hreifa mig og slakað á í lystisemdunum en í dag eru 10 dagar liðnir og komin tími á að losa aðeins um. Gleðja sálina örlítið án þess að kvelja líkamann mikið. Í því samhengi hefur Guinness eiginleika sem koma á óvart. Þrátt fyrir að vera bragðmikill er bjórinn svo hitaeiningasnauður að hann er léttari en Lite. Í hverjum 100 ml af Guinness eru 27 kaloríur borið saman við 29 í venjulegum „lite“ bjórum. Guinnes er kolbikasvartur bjór með rjómakennda froðu. Sérstöðu froðunnar má rekja til þess að í honum er ekki aðeins kolsýra heldur einnig nitur. Þegar bjórnum er helt í glas sleppur allt nitrið út á örskotsstundu og myndar froðuna. Korn ristað á svipaðan máta og kaffibaunir leikur stórt hlutverk í Guinness. Það gefur honum dökkan lit og ilm sem einkennist af ristuðum tónum. Í bragði er ristin aftur í forgrunni og gefur bjórnum í samleik við sýru fyllt bragð. Ástæður þess að bjórinn er hitaeiningasnauðari en flestir bjórar má greina í bragðinu. Hann er mjög þurr (lítið sætur) sem gerir hann snarpan og ferskan. Til eru margar flökkusögur um Guinness. Ein segir að eitt glas af Guinness sé heil máltíð. Í ljósi þess að hvert glas inniheldur 135 kaloríur verður það að teljast ansi lítil máltíð. Svo eftir stendur spurningin, hversu marga Guinnes þarf í heila máltíð?
Matur Úlfar Linnet Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið