Bílabúð Benna lækkar verð á öllum nýjum bílum Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2014 14:11 Benedikt Eyjólfsson í Bílabúð Benna. Bílabúð Benna hefur ákveðið að lækka verð um allt að 7% á nýjum bílum vegna styrkingar krónunnar. Sem dæmi má nefna að Chevrolet Cruze station lækkar um 200 þús. kr., fer úr 3.190 þús. kr. í 2.990 þús. kr. og Chevrolet Captiva sportjeppinn lækkar um 500 þús. kr., fer úr 6.490 þús. kr. í 5.990 þús. kr. „Við höfum alltaf kappkostað að láta viðskiptavini njóta hagstæðara gengis. Síðastliðið vor lækkuðum við verð verulega vegna styrkingar krónunnar og núna gerum við það sama. Um leið leggjum við okkar af mörkum til að stuðla að stöðugleika og tryggja kaupmáttinn,“ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna. Chevrolet Spark, ódýrasti nýi smábíllinn á markaðnum, lækkar um 64 þús. kr. og kostar frá 1.736 þús. kr. Þess má einnig geta að nú býðst viðskiptavinum Bílabúðar Benna bílalán án lántökugjalda og stimpilgjalda með allt að 75% fjármögnun í allt að 84 mánuði, í samstarfi við Lykil. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent
Bílabúð Benna hefur ákveðið að lækka verð um allt að 7% á nýjum bílum vegna styrkingar krónunnar. Sem dæmi má nefna að Chevrolet Cruze station lækkar um 200 þús. kr., fer úr 3.190 þús. kr. í 2.990 þús. kr. og Chevrolet Captiva sportjeppinn lækkar um 500 þús. kr., fer úr 6.490 þús. kr. í 5.990 þús. kr. „Við höfum alltaf kappkostað að láta viðskiptavini njóta hagstæðara gengis. Síðastliðið vor lækkuðum við verð verulega vegna styrkingar krónunnar og núna gerum við það sama. Um leið leggjum við okkar af mörkum til að stuðla að stöðugleika og tryggja kaupmáttinn,“ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna. Chevrolet Spark, ódýrasti nýi smábíllinn á markaðnum, lækkar um 64 þús. kr. og kostar frá 1.736 þús. kr. Þess má einnig geta að nú býðst viðskiptavinum Bílabúðar Benna bílalán án lántökugjalda og stimpilgjalda með allt að 75% fjármögnun í allt að 84 mánuði, í samstarfi við Lykil.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent