Kínverjar vilja Fisker Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2014 10:35 Fisker Karma Rafbílaframleiðandinn Fisker varð gjaldþrota með hvelli á síðast ári,en nokkrir hafa ásælst líkið. Líklega er sá allra áhugasamasti að krækja í fyrirtækið og þekkingu þess kínverska fyrirtækið Wanxiang. Það hefur hækkað tilboð sitt nýlega sem hljómar uppá 10 milljónir dollara. Ennfremur hefur fyrirtækið látið í ljós að það sé tilbúið að greiða umtalsvert meira ef að skiptastjóri Fisker er tilbúinn til samninga, eða allt að 35,7 milljón dollara. Skiptastjórinn hefur vanda á höndum þar sem kröfuhafar þrotabúsins eru að reyna að fá sem mest af tiltölulega vonlausum kröfum sínum til baka og miðað við skilaboðin frá Wanxiang eru mestar líkur til að svo verði ef samið verður við þá. Wanxiang hefur uppi hugmyndir að halda áfram smíði Fisker rafmagnsbílsins bæði í Finnlandi og í Bandaríkjunum og eru þau áform ekki til að letja skiptastjórann. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent
Rafbílaframleiðandinn Fisker varð gjaldþrota með hvelli á síðast ári,en nokkrir hafa ásælst líkið. Líklega er sá allra áhugasamasti að krækja í fyrirtækið og þekkingu þess kínverska fyrirtækið Wanxiang. Það hefur hækkað tilboð sitt nýlega sem hljómar uppá 10 milljónir dollara. Ennfremur hefur fyrirtækið látið í ljós að það sé tilbúið að greiða umtalsvert meira ef að skiptastjóri Fisker er tilbúinn til samninga, eða allt að 35,7 milljón dollara. Skiptastjórinn hefur vanda á höndum þar sem kröfuhafar þrotabúsins eru að reyna að fá sem mest af tiltölulega vonlausum kröfum sínum til baka og miðað við skilaboðin frá Wanxiang eru mestar líkur til að svo verði ef samið verður við þá. Wanxiang hefur uppi hugmyndir að halda áfram smíði Fisker rafmagnsbílsins bæði í Finnlandi og í Bandaríkjunum og eru þau áform ekki til að letja skiptastjórann.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent