Hanna Birna telur „lekamálið“ snúast um annað en hælisleitendur Jakob Bjarnar skrifar 27. janúar 2014 16:39 Hanna Birna og Valgerður tókust á í þinginu nú fyrir stundu, um hið svokallaða lekamál. Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingu var málshefjandi í sérstökum umræðutíma á Alþingi nú fyrir stundu um stöðu hælisleitenda en sérstaklega var tekið fyrir hið svokallaða lekamál; minnisblað sem komst í hendur Morgunblaðsins og Fréttablaðsins um málefni Tony Omos. Fjölmargir þingmenn tóku til máls og var farið að hitna verulega í umræðunni þegar á hana leið og undir lok hennar.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var greinilega ekki ánægð með hvernig mál þróuðust en í síðustu ræðu sinni var henni orðið heitt í hamsi: „Ég veit ekki hversu oft ég þarf að segja það hér og annars staðar. Og, Valgerður ætti að læra að virða trúnað og vitna ekki í samtöl á nefndarfundum. Mörður [Árnason] hefur umrætt minnisblað undir höndum! Hann upplýsti um það hér áðan. Ég hvet hann til að upplýsa þingheim um hvar hann fékk þetta minnisblað. Það er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu. Hvet hann til að koma með gagnið! Ráðuneytið er búið að gera það sem það getur. Nú er málið í kæruferli. En, áfram halda menn að bera fram ásakanir. Það læðist að manni sá grunur, sama hversu oft það er upplýst, læðist að manni sá grunur að málið snúist um eitthvað allt annað en hag hælisleitenda, heldur pólitík og að komið sé í veg fyrir að sá ráðherra sem hér stendur geti staðið fyrir þeim breytingum sem hann vill.“ Þetta var í kjölfar þess að Valgerður hafði komið í ræðustól öðru sinni og talað um að það sé ekkert svar, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur Sjálfstæðisflokki, að nú standi yfir lögreglurannsókn. Einhvers staðar hafi upplýsingar farið úr kerfinu og það sé mjög alvarlegt. Hanna Birna hafi verið að vinna vel í þessum málum en það sé ekki nóg þegar brotalöm af þessu tagi er í kerfinu. Málið fari í það farið að talið sé að spjótum sé beint að starfsmönnum innanríkisráðuneytisins en „hvernig leið hælisleitandanum sem sér þetta minnisblað um sig. Hælisleitendur eru óvarðir og hafa ekki status ráðuneytisstarfsmanns. Hvernig gat þetta gerst?“ Meðal þeirra sem tók þátt í umræðunni var Mörður Árnason Samfylkingu sem sagði að innanríkisráðherra segði sig ekki hafa neitt að fela. En, þá ætti hann ekki að fela neitt. Ekki væri nóg að láta rekstrarfélag stjórnarráðsins rannsaka stjórnarráðsins. Mörður upplýsti þá um að hann hefði minnisblaðið undir höndum og það bæri öll einkenni þess að eiga ætt og uppruna að rekja til ráðuneytisins, sá væri kanselístíllinn á því. Lekamálið Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingu var málshefjandi í sérstökum umræðutíma á Alþingi nú fyrir stundu um stöðu hælisleitenda en sérstaklega var tekið fyrir hið svokallaða lekamál; minnisblað sem komst í hendur Morgunblaðsins og Fréttablaðsins um málefni Tony Omos. Fjölmargir þingmenn tóku til máls og var farið að hitna verulega í umræðunni þegar á hana leið og undir lok hennar.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var greinilega ekki ánægð með hvernig mál þróuðust en í síðustu ræðu sinni var henni orðið heitt í hamsi: „Ég veit ekki hversu oft ég þarf að segja það hér og annars staðar. Og, Valgerður ætti að læra að virða trúnað og vitna ekki í samtöl á nefndarfundum. Mörður [Árnason] hefur umrætt minnisblað undir höndum! Hann upplýsti um það hér áðan. Ég hvet hann til að upplýsa þingheim um hvar hann fékk þetta minnisblað. Það er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu. Hvet hann til að koma með gagnið! Ráðuneytið er búið að gera það sem það getur. Nú er málið í kæruferli. En, áfram halda menn að bera fram ásakanir. Það læðist að manni sá grunur, sama hversu oft það er upplýst, læðist að manni sá grunur að málið snúist um eitthvað allt annað en hag hælisleitenda, heldur pólitík og að komið sé í veg fyrir að sá ráðherra sem hér stendur geti staðið fyrir þeim breytingum sem hann vill.“ Þetta var í kjölfar þess að Valgerður hafði komið í ræðustól öðru sinni og talað um að það sé ekkert svar, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur Sjálfstæðisflokki, að nú standi yfir lögreglurannsókn. Einhvers staðar hafi upplýsingar farið úr kerfinu og það sé mjög alvarlegt. Hanna Birna hafi verið að vinna vel í þessum málum en það sé ekki nóg þegar brotalöm af þessu tagi er í kerfinu. Málið fari í það farið að talið sé að spjótum sé beint að starfsmönnum innanríkisráðuneytisins en „hvernig leið hælisleitandanum sem sér þetta minnisblað um sig. Hælisleitendur eru óvarðir og hafa ekki status ráðuneytisstarfsmanns. Hvernig gat þetta gerst?“ Meðal þeirra sem tók þátt í umræðunni var Mörður Árnason Samfylkingu sem sagði að innanríkisráðherra segði sig ekki hafa neitt að fela. En, þá ætti hann ekki að fela neitt. Ekki væri nóg að láta rekstrarfélag stjórnarráðsins rannsaka stjórnarráðsins. Mörður upplýsti þá um að hann hefði minnisblaðið undir höndum og það bæri öll einkenni þess að eiga ætt og uppruna að rekja til ráðuneytisins, sá væri kanselístíllinn á því.
Lekamálið Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira