Læknar óttast heiladauða Schumacher Finnur Thorlacius skrifar 27. janúar 2014 15:36 Michael Schumacher. Autoblog Formúluökuþórnum Michel Schumacher er enn haldið sofandi á spítalanum í Grenoble í Frakklandi eftir hörmulegt skíðaslys sem hann varð fyrir 29. desember. Læknar sem tjáð hafa sig um ástand hans segja að hver dagur þar sem honum er enn haldið sofandi auki líkurnar á heiladauða hans. Þrátt fyrir það þarf enn að halda honum sofandi til að minnka þörf heila hans á súrefni. Læknar segja að ávallt sé hætta á heilaskaða eða heiladauða þegar fólki er haldið lengur en 8 daga sofandi. Því sé nú orðið hætt við að Schumacher tapi minni eða að heili hans muni aldrei virka eðlilega úr þessu. Ekki eru þessar fréttir til huggunar fyrir aðstandendur eða aðdáendur hans. Fjölskylda Schumacher er enn á spítalanum og hefur verið þar nú í tæpan mánuð. Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent
Formúluökuþórnum Michel Schumacher er enn haldið sofandi á spítalanum í Grenoble í Frakklandi eftir hörmulegt skíðaslys sem hann varð fyrir 29. desember. Læknar sem tjáð hafa sig um ástand hans segja að hver dagur þar sem honum er enn haldið sofandi auki líkurnar á heiladauða hans. Þrátt fyrir það þarf enn að halda honum sofandi til að minnka þörf heila hans á súrefni. Læknar segja að ávallt sé hætta á heilaskaða eða heiladauða þegar fólki er haldið lengur en 8 daga sofandi. Því sé nú orðið hætt við að Schumacher tapi minni eða að heili hans muni aldrei virka eðlilega úr þessu. Ekki eru þessar fréttir til huggunar fyrir aðstandendur eða aðdáendur hans. Fjölskylda Schumacher er enn á spítalanum og hefur verið þar nú í tæpan mánuð.
Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent