Garcia tryggði sér sigur eftir þrjá bráðabana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2014 14:03 Spánverjinn Sergio Garcia vann dramatískan sigur á Katar Masters mótinu í golfi sem lauk eystra fyrir stundu. Garcia spilaði þriðja og síðasta hringinn á 65 höggum eða sjö höggum undir pari sem sendi hann í bráðabana ásamt Finnanum Mikko Ilonen. Finninn spilaði hringinn í dag á sex höggum undir pari eða á 66 höggum. Garcia lauk því leik á sextán höggum undir pari samanlagt en þrefaldan bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara. Garcia bjargaði sér með frábæru höggi úr glompu í bráðabananum og hafði svo sigur er átjánda holan var leikin þriðja sinni. Sigurinn var sérstaklega sætur fyrir Spánverjann sem komst afar nálægt því að vinna mótið í fyrra. Allt stefndi í sigur hans þar til Chris Wood nældi í örn á lokaholunni og tryggði sér sigur. Daninn Thorbjörn Olesen spilaði hringinn í dag á 68 höggum eða fjórum undir pari. Hann lauk leik samanlagt á 15 undir pari. Mótið var í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Ríkharð Óskar Guðnason lýsti mótinu. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spánverjinn Sergio Garcia vann dramatískan sigur á Katar Masters mótinu í golfi sem lauk eystra fyrir stundu. Garcia spilaði þriðja og síðasta hringinn á 65 höggum eða sjö höggum undir pari sem sendi hann í bráðabana ásamt Finnanum Mikko Ilonen. Finninn spilaði hringinn í dag á sex höggum undir pari eða á 66 höggum. Garcia lauk því leik á sextán höggum undir pari samanlagt en þrefaldan bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara. Garcia bjargaði sér með frábæru höggi úr glompu í bráðabananum og hafði svo sigur er átjánda holan var leikin þriðja sinni. Sigurinn var sérstaklega sætur fyrir Spánverjann sem komst afar nálægt því að vinna mótið í fyrra. Allt stefndi í sigur hans þar til Chris Wood nældi í örn á lokaholunni og tryggði sér sigur. Daninn Thorbjörn Olesen spilaði hringinn í dag á 68 höggum eða fjórum undir pari. Hann lauk leik samanlagt á 15 undir pari. Mótið var í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Ríkharð Óskar Guðnason lýsti mótinu.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira